Heimilistíminn - 25.09.1975, Page 8

Heimilistíminn - 25.09.1975, Page 8
Bjó tré uppi / 7 ár Hins vegar var það lika áin, sem varð til þess, að Frank kaus að biia á þennan óvenjulega hátt. Sem skóladrengur lá hann oft úti á árbakkanum i enska greifa- dæminu Worcestershire, af þvi að honum fannst landslagið svo fallegt. Þegar hann var tvitugur, fékk hann vinnu á búgarði i nágrenninu, en vildi ekki flytja inn til vinnumannanna, heldur hélt áfram að búa i tjaldi sinu. En tjaldiðeyðilagðisti óveðri og þá var Frank heimilislaus. Nú voru góð ráö dýr Að visu gat hann notað hibýli vinnumann- anna, en hann kaus heldur eins og hann segir, að búa I nábýli við náttúruna. Þá datt honum I hug, að byggja sér kofa uppi I trénu. Frank Gunnell, sem nú er 55 ára, vill nú að hafa búið uppi i tré i 31 ár, hugsar hann hafa fasta jörð undir fótunum á ný. Eftir sér að flytja i' hús i grenndinni. — Ég ætla að hafa svolitið meiri þægindi núna, af þvi ég er ekkert unglamb lengur, segir hann. — Auk þess er mér kalt á veturna i kofanum þarna uppi. Kofinn i trénu er tvo metra fyrir ofan ' jörö og ein af ástæðunum til þess, að Frank er nú að yfirgefa hann er sú, að á ein i nágrenninu flæddi yfir bakka sina I vor óg náði vatniö alveg upp að kofagólf- inu hjá Frank. Hann komst ekki út úr kofanum i marga daga. Maður hugsar ekki beinlinis um að eiga bát, þegar mað- ur býr uppi i tré. — Forvitnir ferðamenn eiga erfitt með að skilja, að ég búi hér af frjálsum vilja, segir Frank. 8 Kofinn, sem er hálfur annar metri á hlið, var heimili hans áfram, þótt hann fengi vel launað starf sem hreinsunar- maður og hefði þar með efni á að fá sér Ibúð. — Það er að fleygja peningunum að greiða með þeim húsaleigu, segir Frank, sem er ákaflega sparsamur. Hann eyðir aðeins peningum i sápu og tóbak. Mjólk, brauð og smjör fær hann hjá bændum I nágrenninu fyrir ýmis viðvik. Frank situr oft i kofanum sinum, þar sem hann býr með sex köttum og horfir yfir ána og landslagið. Það hefur orðið mörgum til lifs. A þessu 31 ári hefur hann bjargað 30 manns frá drukknun. — Eini gallinn á að búa i tré er, að það er oft erfitt að fá frið fyrir forvitnum feröamönnum. Þeir geta aldrei skilið, að égvaldi þetta húsnæði af fúsum vilja, seg- ir Frank.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.