Heimilistíminn - 25.09.1975, Side 13

Heimilistíminn - 25.09.1975, Side 13
Einkastjörnuspáin 25. ágúst Þú hefur til að bera allnokkra listræna hæfileika og ættir að geta bjargað þér vel á hvaða sviði skapandi listar, sem vera skal. Samt yrðir þú ánægðastur á leik- sviði, ef þú færð að láta hugmyndir þinar i Ijös. Þú getur lika skrifað bæði bundið og óbundið mál. Þú hefur mikinn áhuga á veikleika mannanna og reynir alltaf að sjá vandamálin frá báðum hliðum i einu. 1 leit þinni að staðreyndum skaltu reyna að halda fast við hugsjónir þinar. Þú ert náttúruunnandi og liður senni- lega bezt, ef þú getur búið i sveit en ekki borg. En þú skalt starfa i andrúmslofti borgarinnar og þess vegna er bezt fyrir þig að búa i úthverfi, þar sem sveitin er nálægt. Þú skalt fara varlega i viðskiptum og hætta ekki á neitt. Þótt þú sért ákveðinn með eða á móti hlutunum, ertu fús til að fara að öllum venjum, svo lengi sem þér finnst það einhvers virði. Ef svo er ekki, skaltu fara eftir eigin hugmyndum og sýna fólki fram á réttmæti þeirra. Þar sem þú hefur hæfileika til að gera alla hluti ljósa og rökrétta, geturðu orðið góð- úr kennari, fyrirlesari eða predikari. Þú hefur tamið þér að láta tilfinn- ■ngarnar ekki i ljós og ekki er liklegt, að þú giftist fyrr en seint. Hjónabandið verð- úr að likindum grundvallað á skynsemi fremur en tilfinningum — vertu viss um að makinn geti skilið þetta, annars getur komið upp misskilningur og hjónabandið endað i óhamingju. 26. ágúst. Þú ert ævintýragjarn, djarfur og vilt fyrir hvern mun vinna nýjar lendur. Þú hefur mikinn orkuforða og nýtir hann á mörgum sviðum. Þú ert einn þeirra, sem getur hæglega unnið mörg verkefni i einu. Efþú tekur að þérstjórn einhvers, kemur þetta að góðu gagni. Þar sem þú ert nákvæmur og sam- viskusamur i öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, geturðu hæglega kennt öðrum, að sjá um einstök atriði, svo þú getir sjálfur einbeitt þér að skipulagningu aðalatrið- anna. Stundum fara smáatriði i taugarn- ar á þér og þá þurfa þeir, sem starfa með þér að gæta þess að allt gangi fyrir sig eins og þú vilt. Þú vilt gleyma verkefninu um leið og þú hefur falið öðrum það, svo þú getir einbeitt þér að þvi næsta. Það sem þú ert að gera, er alltaf mikilvægast þá stundina og þú setur það ofar öllu öðru. Ef um er að ræða að taka ákvarðanir, get- urðu verið bæði fljótfær og þrjóskur. Gættu þess að segja ekki eða gera neitt, sem þú gætir séð eftir seinna. Það er miklu auðveldara að segja hlutina en bæta úr leiðindunum siðar. Þér hættir lika til að gera skyndilegar breytingar á áætlunum þinum án þess að tilkynna um- hverfinu um þær og rugla þess vegna samstarfsfólk þitt i riminu. Þú verður að hemja þessa tilhneigingu. 27. ágúst Þú vinnur hörðum höndum og ert opin- skár og blátt áfram i öllum orðum og gerðum og meinar alltaf það sem þú segir — og segir það sem þú meinar. Þú hefur frábært minni og manst andlit og nöfn, tölur, smáatriði og allt sem kemur starfi þinu við út i æsar. Þótt likindi séu á að þú skiptir daglegu störfunum milli sam- starfsmanna þinna, hefurðu alltaf hreina mynd af öllu verkefninu i höfðinu og veizt alltaf, ef eitthvað er að fara úr skorðum. Þú hefur sterka skyldutilfinningu, og ef þú ert beðinn að gera eitthvað, gerirðu það, þótt það krefjist mikils tima og ein- beitingar. Þar sem þú vilt gera alla hluti eins vel og hægt er, er nauðsynlegt fyrir þig að dæma ekki aðra hart fyrir smámis- tök þeirra. Þú getur verið allharður leið- togi og vinnuveitandi, en þú hlifir heldur ekki sjálfum þér. Karlmenn fæddir þenn- andag, eru þrjóskari og ósamvinnuþýðari en kvenfólkið. Að likindum muntu safna að þér allmiklum fjármunum á ævinni. Konur fæddar þennan dag eru litt alvar- lega þenkjandi og hafa gaman af fjörugu s^mkvæmislifi og fallegum fötum. Þær eru skemmtilegar i umgengni, glaðværar og daðra svolitið, þegar til þess er ætlazt. ráða kasti, en gerir allt stig af stigi og af mikilli nákvæmni. 13

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.