Heimilistíminn - 25.09.1975, Síða 18

Heimilistíminn - 25.09.1975, Síða 18
 skyndilega strókurinn upp í loftið. Leifur hélt fyrst að hann væri að dreyma, en svo sá hann hvar nykur einn stakk hausnum upp úr vatninu. — Vertu ekki hræddur, sagði nykurinn. —Ég er Nikk- us nykur, komdu sæll, komdu sæU. Mér skilst að þú sért að leita að Engli prinsessu og ég held, að ég geti hjálpað þér að finna hana. En þú skalt ekki halda að ég geri það ókeypis, bætti hann við. Prinsinn spratt upp, hann varð svo glaður af að heyra þetta, að hann gat ekki setið kyrr. Hann átti að fá að sjá Engil prinsessu aftur. — Hvað viltu i staðinn? spurði hann ákafur. — Já, nú skaltu heyra, sagði Nikkus. — Hérna i tjörninni á hún Nikkólina heima, falleg nykurstelpa, sem ég hef beðið að giftast mér. En hún vill ekki sjá mig fyrr en ég er kominn með gullkórónu á höf- uðiðk alveg eins og þessa sem þú ert með. Þess vegna vil ég sem sagt fá kórónuna þína fyrir prinsessuna. Leifur prins lofaði honum þvi, hann gat alltaf fengið sér aðra kórónu og þess vegna spurði hann, hvar hann gæti fundið Engil prinsessu. — Hlustaðu nú, sagði Nikkus. — í HrafnafjaUi býr nornin Hoiota og það var hún, sem töfraði Engil burt á sínum tima. Ég sá það allt saman og það gerðist einmitt þar sem þú stendur núna. Feldu þig á bak við runnana þarna, því bráðum kemur nornin til að fá sér sittdaglega baði tjörninni. Þá skaltu sjá, að ég bjarga hlutunum, svo sannarlega, sem ég heiti NUíkus. Prinsinn gerði eins og fyrir hann var lagt og bangsi faldi sig lika vel á bak við runnana og beið. 18

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.