Heimilistíminn - 25.09.1975, Page 24

Heimilistíminn - 25.09.1975, Page 24
hún var í svo asnalegum skóm. Af hverju ert þú ekki i svoleiðis skóm? — Ég vil vera i skóm sem maður getur skriðið inn i kofa i, sagði Lena. — En held- urðu ekki, að pabbi þinn biði eftir okkur? — Þú verður að skoða fjársjóðina mi'na fyrst, sagði Tommy alvarlegur. — Hún þessi rauðhærða vildi ekki sjá þá. Hún sagði, að dauðir fuglarog óhreinir steinar væri ógeðslegt. Finnst þér það? — Mér finnst það spennandi, sagði Lena. Svo Andrés hefur reynt áður, hugsaði hún. Sú rauðhærða féll bersýnilega ekki i kramið. Ef til vill henta ég betur til starfs- ins. Af þvi mér geðjast vel að Tommy. Hann er indæll litill gaur. En hvað með þig, Andrés? Hún dáðist að dauða fuglinum, sem reyndist vera fjaðrabúnt og gullsteinarnir voru brot af messingplötu. Hún skoðaði kústskaftið og járnbrautarlestina ásamt einu hjóli af leikfangabíl. En gleði hennar var horfin. Af þvf hún var ástfangin af Andrési, hafði hún haldið að hún þekkti hann. En eitthvað kom ekki heim og saman. Auðvitað gat sú rauðhærða verið hver sem var, reyndi hún að segja sjálfri sér. Ef til vill einhver frá barnaverndarnefndinni, þar sem Andrés var einn með Tommy. En hvers vegna hafði hann sagt, að Tommy væri einmana og viðkvæmur og vinalaus? Atti hún að vorkenna honum? Kannski þeim báðum? Það var mikið að hún tæki við starfinu sem barnfóstra og stjúpmóðir — ef til vill lika, sem eigin- kona i stað hinnar? Ef Tommy var Andrési allt, hvers vegna gat hann þá ekki einu sinni leikið við hann öðru hverju? Tommy geðjaðist ekki að þvi, hvað hún var þögul. — Hún þessi rauðhærða hét Berit, sagði hann. — Það var gott, að pabbi giftist henni ekki, finnst þér það ekki lika? Getur þú ekki gifst honum i staðinn? Þá getum við leikið okkur saman. Kanntu að baka bollur? — Já, ég get það, sagði hún. Hún vildi ekki spyrja meira um Berit. — það var eitthvað svo kjánalegt. í staðinn sagði hún: — Það er best að við förum núna, Tommy. Annars heldur pabbi þinn, að við höfum strokið. — Ég strauk einu sinni, sagði Tommy og sagði söguna á leiðinni til baka. Allan timann, hélt hann dauðahaldi i hönd henn- ar. — Þarna komið þið þá, sagði Andrés. — Ég var að velta fyrir mér, hvað heföi orð- ið af ykkur. Það litur út fyrir að ykkur komi ágætlega sman. Það var ánægju- glampi i grábláu augunum og Lenu geðjaðist ekki beint að þvi. Vegin og fund- in hentug, hugsaði hún. Tommy hvarf upp á loft til að sækja teikniblokkina sina. Lena dáðist að teikningunum hansogsiðan sendi Andrés hann út að leika sér. Þau sátu þegjandi um stund, hvort upp- 24 tekið af eigin hugsunum. Svo spurði Andrés: — Jæja, hvað finnst þér um hann? — Mér finnst hann ósköp venjulegur strákur, svaraði hún. — Þú skilur kannski, hvers vegna ég vildi, að þið hittust? Skyndilega fann hún til biturðar. En hvaðallt hefði verið öðruvisi ef hann hefði beðið hennar fyrst, án þess að Tommy þyrfti aðsamþykkja hana. Nú var draum- urinn búinn. Draumurinn um ástina.... — Ég held að ég skilji, sagði hún hægt. — En ég veit ekki hverju ég á að svara. Hann stóð upp og tók hana i fang áér. — Ég elska þig, sagði hann, en orðin hljómuðu ekki raunverulega. Það var eins og hann ætti erfitt með að segja þau. Hún lagði höfuðið að öxl hans. Hún elskaði hann. Það sem hún vildi helst var að giftast honum og hugsa um son hans eins og sinn eigin. En aðeins með þvi skil- yrði, að Andrés tæki hana vegna hennar sjálfrar. Andrés var mjög alvarlegur, en samt trúði hún honum ekki. Ekki núna.. skyndi- lega sló hugsun niður i huga hennar. Hverju hafði hún svarað eitt sinn, þegar hann spurði hana hvers hún óskaði sér af framtiðinni? Jú, að henni væri alveg sama um allan frama, að hana dreymdi aðeins um mann og börn og að vera venjuleg, gamaldags heimavinnandi húsmóðir. — Viltu okkur? Rödd hans braust inn i hugsanir hennar. — Já takk, svaraði hún lágt. — Ég vil það mjög gjarnan. Hann þrýsti henni að sér og kyssti hana svo ákaflega að hana svimaði. Eitt andar- tak lét hún undan, en gerði sig siðan harða og ýtti honum frá sér. — Ég þarf að tala dálitið við þig, sagði hún og forðaðist að lita i augu honum. — Vinnuna mina.... — Já. Hann leit undrandi á hana. — Ég held að það yrði mér ekki nóg, að vera heima, sagði hún og fyrirleit sjálfa sig fyrir lygina. — Ekki það? sagði Andrés eftir eilitla þögn. —En þú hefur alltaf sagt að þú vild- ir helst... — Draumar greip hún snöggt fram i. — Mann getur dreymt um svo margt, en innst inni veit maður þó, að maður verður að halda sér við raunveruleikann. — Já, auðvitað ákveðurðu sjálf hvernig þú hefur það, sagði hann rólega. — Þó ég viðurkenni, að ég vonaði... og Tommy þarfnast móður, sem er heima við.... — Ég hef engar áhyggjur af Tommy, hann bjargar sér, svaraði hún næstum kuldalega. A sama andartaki heyrðist óp utan úr garöinum. Andrés spratt upp og hljóp til dyra með Lenu á hælunum. Tommy sat i grasinu undir elpatréhu og benti skjálf- andi á rifsberjarunnana. — Það er ormur þarna, pabbi.—Voða- legur ormur, risastór! Andrés sneri sér að Lenu og það var léttir i svip hans. — Ég var dauðhræddur, sagði hann. — Héltað hann hefði meitt sig eða þvi um likt. — Það var ormur, sagði Tommý þrjöskur. — Hann hefði getað bitið mig- — Ég ábyrgist að það er ekki einn ein- asti ormur hér, sagði Andrés lágt við Lenu. — En Tommy er svo hugmyndarik- ur... Og viðkvæmur, bætti Lena við i hugan- um og laut niður að drengnum. Hún strauk hárið frá enni hans og hann horfði fast á hana. — Trúir þú mér heldur ekki? sagði hann og það blikaði á tár i löngum augna- hárunum. — Ég sver að það var ormur þarna. — Vist trúi ég þér, svaraði Lena > huggunartón. — En ormurinn hefur lik- lega orðið hræddari en þú. — Hlauptu inn i eldhús og biddu Monu að gefa þér appelsinusafa, sagði Andrés pirraður. — Og vertu svo ekki með neina vitleysu. Tommy hlýddi, en sendi föður sfnum þrjóskufullt augnaráð um leið og hann gekk framhjá. — Hvers vegna heldurðu að hann haf> skrökvað þessu? sagði Lena. —Það getur vel verið að hann hafi séð orm. Hún settist i garðstól og hann tyllti sér á arminn. — Við ætluðum að tala um okk- ur tvö, sagði hann. — Ekki um orma. Lena var ringluð og fór að vorkenna Tommy. Hann þarfnaðist lika föður. Féll hún yfirleitt inn i þetta samhengi’ Elskaði hún Andrés raunverulega? Var hægt að elska mann, sem tók svona litiö tillit til barnsins sins? — Þú ert svo þögul, sagði Andrés. •Hún stóð snöggt upp. — Ég held, að ég henti ekki sem barnfóstra. — og það er liklega þess vegna, sem þú vilt mig, sagð> hún. Hann greip fast um úlnliði hennar. -" Hvemig talaðru? Ég vil kvænast þér þv> ég elska þig, það hlýturðu að vita. — Elskaðirðu Berit lika? datt upp *>r Lenu. — Hvað hafa þær verið margar á undan mér — sem Tommy hefur ekk> samþykkt? — Sestu, sagði Andrés ákveðinn. "" Tommy hefur greinil. náð að segja þéf sitt af hverju? — Og hvað með það? sagði Lena og reyndi að kæfa grátinn. — Hann hefur aö minnsta kosti opnað augu min. — Nú skulum við tala um þetta frá byrjun, sagði Andrés. — Já, ég féf nokkrum sinnum út með Berit og hún koH> einu sinni heim með mér. En Tomrný hefur greinilega gleymt að segja þér, a® hún fór héðan út á flugvöll til að taka é móti unnusta sinum. — Tommy sagði.... byrjaði Lena og be>f á vörina. — Tommy hefur vafalaust sagt, Berit hafi átt að verða mamma hans, sagði Andrés. — En hvað sagði hann meira? Lena skammaðist sin. Hún hafði ver>ö

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.