Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 4
AAanneskjan að baki nafninu — 10 Alexander Graham Bell Röddin, sem SÍMINN — þetta ómissandi og stórkost- lega miðlunartæki er aldargamall i ár. Allur heimurinn minnist með þakklæti mannsins sem fann það upp. Nú getum við á andartaki náð ágætis simasambandi við næstum hvaða blett sem er á jörðinni. En þegar skozki talkennarinn var-i Brant- ford i Kanada árið 1874 og gerði tilraunir með að endurvarpa mannsröddinni með tóngöfflum, var heimurinn ennþá ein- angruð meginlönd, sem einungis tengdust með vikulöngum siglingum á seglbátum og fyrstu, frumstæðu gufuskipunum. Þráðlaust talsamband, útvarp, bilar og flugvélar voru ennþá aðeins ótrúlegar hugmyndir i heila uppfinningamanna. Fyrsta meginlands-járnbrautin, milli austurstrandar Bandarikjanna og Kali- forniu, var nýlega opnuð. Ennþá voru viða einu samgöngurnar með póstvögnum og hestum. Norður-Amerika og þá sérstaklega Bandarikin var ung, sterk og þolinmóð fyrir 100 árum. Blóðugri borgarastyrjöld- inni var löngu lokið. Stórar verksmiðjur, stáliðjuver, járnbrautir og stórborgir voru að risa. Iðnbyltingin tók að setja svip sinn á slétturnar miklu, ár og dali, með ósandi ofnum og hávaðasömum gufu- strokkum. Nýting járns, gufu og nýupp- fundinnar raforku var grundvöllurinn Við getum þakkað þesum manni það, að við getum sagt „halló" við allan heiminn og í ór er uppfinning hans, síminn, 100 dra. En Bell, sem var fyrst og fremst daufdumbrakennari, lét líka að sér kveða á fleiri sviðum. Hann var einn af upphafsmönnum flugsins, smíðaði fyrsta hraðbótinn og gerði uppgötvanir ó sviði lækna~ vísinda, hann gerði neysluvatn úr saltvatni og kynbætti sauðfé. heimurinn heyrði undir þróun nýs samfélags. Og visindin aðstoðuðu með straumi nýrra uppfinn- inga. Bandarikin voru land framfara og möguleika og hugmyndarikir, ungir menn drógust þangað eins og af segulafli. Þar fengu þeir tækifæri til að þroska hæfileika sina að vild og gegna hlutverki i uppbygg- ingu nýs, lýðræðislegs þjóðfélags. Símastrið Til þessa lands möguleikanna kom litil skozk fjölskylda árið 1870, faðir, móðir og sonur. Alexander Melville Bell var prófessor i framsögn og ræðumennsku við háskólann i London og höfundur verksins „Visible Speech” (Sjáanleg ræða) sem vareins konar hljóðskrift, þar sem táknin sýndu stellingar og hreyfingar munnsins, sem heyrðu hljóðunum til. Þetta kerfi var notað til að kenna daufdumbum að tala og prófessor Bell notaði það sjálfur við kennslu daufdumbra. Sonur hans, Alexander Graham Bell, var þá 23 ára og dauðveikur af berklum. Læknar höfðu gefið honum von um sex mánúði ólifaða. Tveir bræður hans höfðu nýlega látist af berklum og það varð til þess að prófessor Bell sagði lausu hinu góða starfi sinu i London. Hann kaus að Alexander Graham Bell var dauðveikur af berklum og átti sex mánuði ólifaða, þegar hann flutti frá London til Kanada, 23ára gamall. Þar batnaði honum og þar hói'st lifsstarf hans. 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.