Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 30
12. I1Ó\<‘llll)CM* t>ú ert hugmyndarikur og uppátækja- samur og hefur hæfileika til að muna smáatriði, þótt þú viljir láta aðra um að framkvæma hlutina. Þú ert ófeiminn við tölur og staðreyndir. Konur fæddar þenn- an dag hafa afbragðs leikarahæfileika og ættu aö athuga það nánar. llugboð þitt er mjög sterkt og stundum geturðu næstum sagt. hvað gerast muni næst. l'etta veitir þér forgjöf á flestum sviðum og einkum þegar um einhvers konar keppni er að ræða. Þú verður þó að gæta þess að nota þessa náðargjöf einkum til góös, en ef þú reynir að græða á henni peninga, gengur þér allt i óhág og þú missir hæfileikann. l'ú vilt gjarnan gera góð kaup og það i stórum stil, þvi að þú kærir þig ekki um neina smámuni yfirleitt. Þú vilt gjarnan vera i fararbroddi og ef það er ekki mögu- legt, viltu ekki vera með. Þetta getur haft úrslitaþýðingu um frama þinn, að þú kær- ir þig ekki um að vera neins staöar i öðru sæti. En þar sem stjörnurnar hafa veitt þér aðlaðandi og ástúðlegan persónu- leika, kemstu að raun um, að fólk er mjög ánægt með að starfa fyrir þig. Konur fæddar þennan dag, eiga auðvelt meö að komast áfram i samfélaginu og þær eru einkar góðir gestgjafar. 30 1:5. nóvember. Þú ert afskaplega blátt áfram i fram- komu. Karlmenn fæddir þennan dag eru einkar aðlaðandi i augum kvenna og munu að likindum ná langt i skemmtiiðn- aðinum, ef þeir leggja það fyrir sig. Stjörnurnar hafa verið rausnarlegar með hæfileika þér til handa, en ef þeir eiga að þroskast á réttan hátt, verðurðu sjálfur að gera eitthvað. Þú ert fremur órólegur og alltaf á leið úr einu i annað. Þú reynir hvert starfið á fætur öðru, hittir nýtt fólk og sérð nýja staði. Þetta er gott og blessað meðan þú ert ungur, og það veitir þér mikla reynslu, en þú kemst að þvi þegar þú eldist, að stöðugt liferni er hollara. Ef þú giftist réttum maka, getur það haft góð áhrif á þroska þinn. Þótt hugmyndaflug þitt sé fjörugt, ertu ekki gefinn fyrir að liggja i dagdraumum. Þú byggir ekki skýjaborgir, en kýst held- ur að lita i kring um þig á jörðu niðri. Ef þú tekur einu sinni ákvörðun, kærirðu þig ekki um að breyta henni og þú stefnir allt- af að takmarkinu. Ef til vill tekur nokkurn tima fyrir þig að ná þvi, en þú hefur ekki áhyggjur af þvi. r/- u % II. nóvember Þú ert manneskja, sem tekur persónu- frelsi fram yfir flest annað. Hugmynda- flug þitt og framtakssemi mun veita þér mikla velgengni. Þótt þú virðist fágaður og úthverfur i framkomu, er vissara að ganga ekki á hluta þinn, þvi að þá sýnirðu klærnar. Fólki hættir til að halda, að þú takir á hlutum og málum með silkihönzk- um, en það er misskilningur. Þú ert baráttuglaður. Karlmenn fæddir þennan dag, eru likamlega sterkir og geta unnið mikla erfiðisvinnu. Þú ert mjög æstur I skapi og þýtur upp af minnsta tilefni. Með aldrinum skaltu temja þér það mikla stjálfstjórn, að þú segir ekki eða gerir hluti, sem þú iðrast á eftir. Þú ert sæmi- lega greindur og hagsýnn, en öðru hverju þarf að ýta við þér til að þú vinnir betur. Þú starfar bezt, ef þú hefur félaga, sem bendir þér á skyldur þinar og ýtir við þér. 1 mörgum tilfellum er þarna um að ræða maka þinn, sem hefur sömu áhugamál og þú. Ef samvinnan tekst vel, eru likur á að þú náir langt snemma á ævinni. Þar sem þú ert heimakær, liður þér bezt i faðmi Ijölskyldunnar.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.