Heimilistíminn - 13.11.1975, Síða 9

Heimilistíminn - 13.11.1975, Síða 9
gan Nágranni minn ÉG HÉKK hálf út um gluggann. Loksins kom ég auga á bréfberann efst i götunni. Ég vissi að það liðu að minnsta kosti fimm minútur þangað til hann kæmi að dyrun- um, en ég spratt upp og hæjóp niður tröppurnar niður i forstofuna. Svo stóð ég við dyrnar og tautaði með sjálfri mér: — Ó, láttu koma bréf i dag. Gerðu það, láttu koma bréf frá honum.... Minúturnar siluðust áfram. Loks heyrði ég i bréfberanum fyrir utan og gamal- kunnugt flaut hans. Ég kreppti hnefana svo fast að neglurnar grófust inn i lófana. Tvö umslög og eitt póstkort — reikningur til ungfrú Hagen, gömlu konunnar á jarð- hæðinni, bréf til unga mannsins, sem bjó i ibúðinni fyrir ofan mig og kortið var til einnar stelpunum á annarri. Ekkert til min. Tárin sviðu bak við auganlokin. Mest af öllu langaði mig til að hlaupa á eftir póst- inum og spyrja, hvort hann væri viss um, að það væri ekkert bréfi til min. Ef til vill hafði hann ekki leitað almennilega í tösk- unni? En mér tókst að gera það ekki, Heil- brigð skynsemi sagði mér að það væri heimskulegt. Ég lagði póstinn til hinna á borðið i ganginum og sneri mér við til að fara upp til min aftur. Svo hrökk ég við. Ungi maðurinn, sem bjó fyrir ofan mig stóð i miðjum stigan- um, svo kyrr, að ég hafði ekki tekið eftir honum. Hannhorfði á migog það var und- arlegur svipur i bláum augum hans, — 0, hvað ég hrökk við, sagði ég heimskulega og reyndi að láta sem ekkert væri. — Það er vist bréf til þin, bætti ég við. — Ekkert til þin? Ég hristi höfuðið. — Ertu að biða eftir prófniðurstöðum, eða leita þér að vinnu? spurði hann. Ég starði skilningssljó á hann og velti fyrir mér, hvort hann væri ekki alveg klár i kollinum. ' — Nei, liklega ekki, sagði hann og brosti. — Ég var bara að reyna að komast að þvi, hvers vegna þú biður svona ákaft eftir bréfi. Ég sá þig þjóta niður stigann áðan. Ég hrukkaði ennið og svaraði ekki, en hann hélt áfram eins og ekkert væri. — Hann var alltaf reiðubúinn að hugga mig. Og þó bréfið frá Tómasi væri það eina, sem ég hugsaði um, voru kvöldin með Ola Pétri ekki sem verst... Ertu búin að senda fyrstu skáldsögu þina til útgefanda? Áttu afmæli? Eða. — Ég nenni ekki i spurningaleik, sagði ég snúðugt og flýtti mér framhjá honum. — Fyrirgefðu, sagði hann og það hljómaði eins og hann meinti það. — Ég ætlaði ekki að forvitnast. Hins vegar hef ég verið að leita að ástæðu til að kynnast þér, alveg siðan ég flutti hingað i húsið. Hann brosti breitt og ég gat ekki annað en brosað lika, þótt ég fyndi ennþá til inn- vortis. Hann tók bréfið sitt og las það. Svo hristi hann höfuðið brosandi. — Það er frá mömmu, sagði hann hlæj- andi. — Ég er búinn að fá meira en tiu bréf að heiman á þremur vikum. Hún hefur áhyggjur af að ég fái ekki nóg að borða og skipti ekki nógu oft um skyrtu, fyrirutan það, að hún er sannfærð um að églifi i synd, auðvitað. Hún er búin að lesa yfir sig af blaðagreinum um ólifnaðinn i borginni. Það er leitt,_en heyrðu! Þú ert svei mér þá fyrsta stúlkan, sem ég hef talað við, siðan ég flutti i bæinn. Mest langaði mig til að hlaupa upp til min og gráta svolitið, þaö mundi kannski bæta úr. En hins vegar var notalegt að hafa einhvern til að tala við. Hann virtist bezti strákur og mig langaði ekki til að s.Tra hann Hann var einn af þeim, sem ekki er hægt annað en geðjast vel að — ekki sér- lega glæsilegur eða þannig, en langur og mjór og stráksiegur. — Hvað þýðirEið? spurði hann allt i einu. —- Það stendur E. Bakke á skiltinu þinu. — Ellen Bakke, svaraði ég. — óli Pétur Dal hér. Ertu búinað fá þér morgunmat? — Morgunverð? Nei, ég er ekki vön að hafa það svo hátiðlegt. — Þú skalt gæta þin að venja þig ekki á neitt slæmt, eins og allt það sem mamma er svo hrædd um. — Hún er alltaf að tala um hvað það sé mikilvægt að byrja dag- inn með sómasamlegri máltið. Ég á egg og rúnnstykki og stóran klasa af vinberj- um. Komdu með inn og borðaðu svolitið! — Þakka þér fyrir, en.... — Gerðu það! Hann leit svo biðjandi á mig, að ég hafði ekki hjarta i mér til að af- þakka. — Jæja þá. En ég hef ekki svo mikinn tima. Þarf að vera komin i vinnuna klukkán hálf niu. — Hvað starfarðu? — Ég er ritari hjá byggingafyrirtæki. Þáö er ekki sérstaklega spennandi. — Ég er lika á skrifstofu, en nýkominn frá einu útibúanna úti á landi. Ég er ekki ennþá búinn að fá stöðutáknið einkarit- ara, en vona að það liði ekki á löngu. Ég gæti hugsað mér ritara eins og þig, jafn- vel þó ég eigi bágt með að imynda mér sjálfan mig segja: — Viljið þér vera svo elskulegar að taka niður bréf, ungfrú Bakke....Afsakaðu, bætti hann fljótt við. — Þetta var heimskulegt af mér. Nú ertu orðin döpur á svipinn aftur. Ég vona, að þetta bréf, sem þú biður eftir komi á morgun. — Það hef ég verið að segja við sjálfa mig siðustu þrjár vikurnar, svaraði ég og reyndi aðbrosa. — En eigum við ekki að tala um eitthvað annað? Óli Pétur var snilldarkokkur. Eggja- hræran var létt og girnileg. Ég lagði á borðið á meðan og komst skyndilega að raun um að ég var svöng. — Mamma þin þarf ekki að hafa á- hyggjur af þér, þú gætir alltaf gerst kokkur, ef annað brygðist, sagði ég. — Mér finnst gaman að búa til mat, en

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.