Heimilistíminn - 13.11.1975, Síða 22

Heimilistíminn - 13.11.1975, Síða 22
 Töfranóttin EINHVERN TÍMA endur fyr- ir langa-löngu var það, að skógardísina langaði að eign- ast eiginmann úr mannheim- um. Hún reyndi að laða ungu mennina úr héraðinu til sin með ýmsu móti: einu sinni saínaði hún öllu gulli sólset- ursins upp á í jallið til að heilla þá og i annað skipti bað hún álfameyjarnar að dansa eins ogóku yfir mýrina til að narra þá þangað. En allir vissu, að þetta var bara galdur. Þá fór skógardisin til mán- aðanna tólf og bað þá að lijálpa sér. Janúar og febrúar höfðu svo mikið aö gera með skiði og skauta, magasleða og snjósleða, að þeir máttu ekki vera að neinu. Marz og april voru önnum kafnir að undir- búa vorið og desember jólin. September, október og nóvember höfðu i mörg horn að lita vegna haustsins og uppskerunnar og júli og ágúst, sumarleyfismánuðirnir höfðu einnig nóg á sinni könnu. — En hvað með þig, júni? spurði skógardisin. — Átt þú ekki einn dag handa mér? Bara einn einasta dag, sem ég má ráða yfir? — Við skulum nú sjá, sagði júni og leit á dagatalið. — Jú.... það er að segja.... ég hef hérna nótt, sem er í rauninni ekki venjuleg nótt, heldur nótt á mótum dags og nætur og þá geta dýrin talað og þá er hvorki bjart né dimmt. 22 — Æ, láttu mig fá þessa nótt, sagði skógardisin. — Ég skal sjá um aö enginn kveiki ljós þessa Jónsmessunótt. Það var nefnilega Jónsmessunótt, sem júni hafði gefið henni. Allt i einu fannst öllu fólki þessi nótt eitthvað svo dásam- leg. Hún var alveg eins og draumur. — En hvað þetta er indælt, sögðu ungu mennirnir og héldu af stað inn i skóginn, þar til þeir komu að vatnalilju- tjörninni. — En hvað þetta er fallegt, sögðu ungu stúlkurnar og fóru lika út að tjörninni i skóginum. En þar voru álfameyjarnar að dansa þokudansinn sinn og töfraljóma sló á allt. Þegar morgnaði. sneru allir heim aftur, en i augum þeirra mátti sjá, að þeir voru undir töfraá- hrifum. Þeir urðu að fara aft- ur út að tjörninni, þegar kvöldaði og þar dönsuðu álfa- meyjarnar og skógardisin við piltana, en stúlkurnar urðu að sitja og horfa á. Einn ungu mannanna var litið hrifinn af þessum björtu nóttum. Honum fannst miklu skemmtilegra að Igika sér með stúlkunni á næsta bæ. Ilún hét Gréta og hann Hans, svo þetta var næstum eins og ævintýri. En eitt kvöldið langaði (irétu að vita, hvað væri að gerast úti við vatnaliljutjörn- ina og elti hina unglingana um kvöldið. Henni heyrðist vind- urinn hvisla að sér, þar sem hann þaut i runnunum: — Ef þú vilt vita, hvað um er að vera, þá skaltu leggjast til svefns á fjögurra blaða smára. Gréta fann raunar fjögurra blaða smára og lagðist niður með hann. i sama bili fann hún. Iivernig vilji hennar eins og guíaði upp og hún var um- kringd piltum og álfameyjum, sem dönsuðu alla nóttina og hún sjálf gat hvorki hreyft legg né lið. Þegar sólin kom upp, kom hún til sjálfrar sin aftur og flýtti sér heirn, en hún gat ekki hætt að hugsa um allt þetta undarlega. Þegar Hans kom og vildi leika við hana, svaraði hún honum alveg út i hött og þá skiidist honum, að töfrarnir höfðu náð Grétu lika. Um kvöldið elti hann hana, án þess að hún vissi. Allt i einu skreið lítil, brún bjalla yfir stiginn við tærnar á honum. Ilann lyfti henni upp, til að stiga ekki ofan á hana. — Þakka þér fyrir, sagði bjallan mjórri röddu. — En el þú ferð út i skóginn i nótt, er vissara fyrir þig að hafa með þér spýtu með glóð i. Svo hvarf bjallan i grasið, en Hans leitaði, þar til hann fann góða spýtu, sem hann kveikti i. Svo hélt hann áfram. Ekki leiö á lötigu, unz vind- kviða ntikil kom og var nær búin að velta honum um koll. Siðan önnur, enn verri, sem ætlaði að rifa af honum spýt- una. En það hafði þau áhrif, að þegar blés i glóðina, blossaði eldurinn upp.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.