Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 14
Musterishlið í Nagasakijsem sprengjan klippti sundur i miðju. Helmingurinn hefur verið látinn standa sem minnisvarði, sem sprengjan sjálf bjó til. til Eba-cho. Við ræddum um, hvort við ættum að fara fyrst i stöðina og kaupa lestarmiðana á eftir, eða öfugt og ákváð- um fyrri kostinn. Vagninn kom og þegar fólk tók að streyma upp i hann, mundi ég allt i einu, að ég hafði gleymt persónustimplinum minum í náttborðsskúffunni og þar sem ég gat ekki án hans verið, sagði ég vinum minum að taka vagninn, en sneri sjálfur aftur. Dyravörðurinn, Nagai gamli, stóð við hliðið og hvildi sig eftir að hafa hreins- að garðinn. Ég fór upp á herbergi mitt, sótti stimpilinn og fór niður aftur. Nagai sagði, að þó ég hlypi, væri verksmiðju- vagninn löngu farinn og bauð mér upp á tebolla. Inni sagði hann: — Ég þurfti reyndar i bæinn, en einhvernveginn gat ég ekki lagt af stað. Ég veit ekki hvers vegna. Svo ég stóð bara hérna úti og gerði ekkert. Ef til vill var þetta viðvörun. Báðir vor- um við kviðnir en vissum ekki hvers vegna. Hann sagði, að það væri góð stund þar til næsti vagn kæmi, svo ég gæti eins vel verið hjá sér. En ég ákvað að fara til stöðvarinnar með lestinni i staðinn. Úr lestarglugganum horfði ég yfir bæ- inn, sem ég hafði kynnst vei á þremur mánuðum og velti fyrir mér, hvort ég sæi hann nokkurn tima svona aftur, eins og komið var i styrjöldinni. Á Eba-stöðinni var ég sá fyrsti sem fór út. Ég gekk yfir trébrú á einni af óteljandi ánum þarna. Fram undan mér var fimm metra breiður vegur. Hægramegin voru skotæfingamörk hersins, en vinstra meg- in kartöflugarður. Beint fram undan sá ég borgarhverfið Funairi-cho. Ég leit á úrið ogsá að klukkan var rúmlega átta. Mesta umferðin var búin og það var rólegt á veginum. A kartöflugrösunum ljómaði döggin eins og demantar. Þetta var ósköp venjulegur dagur i Hiroshima. Hugsaði ég. Ekki var ský að sjá á himni og sólin skein skært. Ég sá konu i viðum vinnuföt- um koma gangandi á móti mér. Mér fannst ég heyra hljóðið i B-s sprengjuflug- vél. Konan leit upp og ég lika. Ég sá enga flugvél, en var viss um aö ég heyrði i henni. Þá kom ég auga á tvær litlar fall- hlifar á leið niður, með dálitlu bili. Þær voru litlar að sjá, enda i nokkurra kiló- metra hæð. Þá skynjaði ég allt i einu hættuna. Ég sá risastóra eldkúlu springa á himninum. Þetta var eins og magnesiumsprenging, en þó fremur hvit en blá. Ég fleygði mér þegar niður og heyrði blóðið og fanr þrýstingihn af sprengingunni þjóta gegn um mig allan. 1 myrkrinu sá ég andlit konu minnarog sonar eins og f kvikmynd og svo missti ég meðvitundina. Þegar ég vaknaði, fann ég til skarps sviða i öllum likamanum. Ég opnaði aug- un, en allt sem ég sá, var sandryk. Heili minn gat ekki gert sér grein fyrir neinu eftir áfallið. Ég vissi þó, að ég var lifandi, þótt hár mitt og hörund brynni. Allt i kringum mig heyrðust hljóð, þakplötur á flugi, hlutir sem féllu til jarðar og spreng- 14 ingar hér og þar. Hljóð eins og þegar verið er að vinda upp filmu virtist koma frá þakplötum, sem sprungu i loftinu. Þegar hávaðinn minnkaði, sá ég stóra eldsúlu i laginu eins og sveppur. Hún stóð kyrr, en efri hluti henndr, hatturinn, stækkaði óð um og valt til eins og gosmökkur úr eld- fjalli. Skýið endurvarpaði sólargeislunum og skipti um lit eins og þristrent gler. Hæöin, liturinn og lögunin tók sifelldum breyting- um, eins og þetta væri lifandi vera. Mér datt I hug, að ef til vill væri eitrað gas I skýinu og að allt lifandi I Hiroshima dæi, þegar gasið næði þvi. Nu seig þetta niður af himninum og dró fyrir sólina. Ég sá hana eins og svartan hring i skýinu og ég skreið inn milli kar- töflugrasanna. Ég sá húsin i Funairi-cho brenna og einnig lest i ljósum logum. Hópur unglinga kom hlaupandi. Það log- aði i buxum eins þeirra hann reif þær af sér. Brjóst annars var götótt af glerbrotum og hann átti erfitt með andar- drátt. Einn þeirra sagði, að oliugeymir hefði sprungið, annar að 100 lesta sprengja hefði fallið i grenndinni. Þeir reyndu að gera að sárum hvers annars, en viö höfðum engin gögn eða umbúðir. Eng- inn þeirra var i skyrtu, þeir voru ataðir blóði, oiiu og svita og skelfingin skein Ur augum þeirra. Skyndilega tók svart regn að falla. Það lét eftir sig svarta bietti á skyrtunni minni og féll á brennt andlit mitt og handleggi. Drengirnir voru lagstir fyrir. Þeir þjáð- ust og grátbændu um vatn. Einhver þeirra fór og sótti vatn i ána rétt hjá. Hann hellti þvi upp i félaga sinn, sem kyngdi — og lést samstundis. Við heyrðum aftur i flugvél. Ef til vill fleiri sprengjur. Ég ákvað að komast yfir veginn og inn á æfingasvæðið, þar sem ég vissi að var skurður. Ég stóð upp og lagði af stað. Þegar ég kom að skurðinum, lá kona i honum og engdist af kvölum. Hún var hryllilega brennd, en ég gat ekkert gert. Uppgefinn settist ég á bekk. Svarta regnið var hætt. Tveir stúdentar sátu þarna rétt hjá. Þeir störðu á mig og ég vissi, að ég hlaut að vera skelfilega útlitandi. Einn þeirra tók litla kremkrukku úr tösku sinni. Hann smurði þvi rikulega á andlit mitt. — Þetta hlýtur að vera sárt, sagði hann. — Þú ert illa brenndur. Þá fann ég það allt i einu, varð einhvern veginn raunverulegur fyrir sjálfum mér og sárin með. Þegareldkúlansprakk, leið mér eins og verið væri að sviða mig með gaslampa. Ég hélt, að ég hefði legið flatur á jörðinni, en vinstri hlið min, einkum andlitið, var brennd, þóég hefði hulið það með höndun- um. Hárið var horfið og húðin á höfðinu lika. Himinninn yfir borginni var hulinn svörtum reyk frá brennandi húsum. Eng- in sól skein og án hennar var ekkert tima- skyn. Ég varð órólegur. Ef til vill var min saknað I stöðinni. Ef til vill leituðu vinir minir að mér. Með blæðandi höndum lag- aði ég á mér fötin og yfirgaf staðinn. Borgarhluti kóreubúanna leit út eins og eftir fellibyl. Þar var aðeins að sjá nokkra múrsteina á stangli. Stórskotavirkið var þögult og þar var engan að sjá. Húsin viö skipasmiðastöðina voru horfin og verka- mennirnir höfðu sezt að undir furutrjám við fljótið. Maður Ur loftvarnasveitunum sagði mér, að ég gæti fengið aðstoð f skúr þár inni. Þar inni voru margir oliubrúsar fullir af hvitri leðju. Mér var sagt að nota

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.