Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 26
Pétur Hraunfjörð: Á félagsfundi Hann sat gneipur á næstfremsta bekk og horfði i gaupnir sér. Fremsti bekkur- inn skýldi honum að nokkru. Hann horfði niður á hendur sinar. Vist hefðu þær mátt vera hreinni, en hvað um það, i vinnunni þurfti hann ekki að skammast sin fyrir þessar hendur. Ákaflega var óþægilegt og niðrandi að hlusta á þessa skammardrifu þarna Ur ræðustólnum. bessi lika stóryrði um svik- ara og stéttasamvinnumenn. Hvernig i fjandanum gat eiginlega staðið á þessum skömmum, sem hellt var yfir forystu félagsins. Var þessi ræðumaður eitthvað verri? Drukkinn eða vondur? Hann gjóaöi augunum upp á ræðu- manninn og sá að hann stóð gleiðfættur vel frá ræðustólnum, pataði út í loftið með höndunum og benti á félagsforystuna, er sat á sviðinu. ,,Þeir hafa svikið okkur og gera það aft- ur þessi leiguþý og stéttasamvinnupáf- ar”. Nei, þvi miður, þessi ræðumaður virtist ekki vitundgrögn drukkinn, eða valtur á fótunum, þó hann væri mjög reikull i orðavali, bar hann þau fram skýrt og greinilega. Þetta var nú annars meiri for- áttukjafturinn á mannskrattanum. „Svikarar i verkalýðsforystunni”!, þetta orð hafði hann ábyggilega heyrt ein- hvern timann áður, en hvar og hjá hverj- um? Hann varð enn niðurlútari og hugsaði sitt. Af hverjugat hann ekki mun- að hvar hann heyrði þetta orð? Hann, hafði þóekki verið á svo mörgum stöðum, hjá gatnagerðinni og i „grænu bylting- unni”. Hann hrökk upp úr hugleiðingum sinum viö hávaðann i ræðumanninum, er reif sig nú upp úr öllu valdi og öskraði inn i hátalarann: „þessir makkarar eru búnir að semja við VSÍ, að okkur for- spurðum og við höfum ekkert með þá að gera. Það ætti að senda þá til Galileu. Við munum ekki sakna þeirra. Verkamenn geta stjórnað sjálfir”. Nú kváðu við hróp og köll viða um sal- inn. Skinnhönzkum var barið saman af mikilli tiöni og leikni. Hann lyfti höfði og leit aftur fyrir sig. Margir bekkir voru auðir og fáir á fundin- um, liklega innan við hundrað. Hávaðinn og hrópin virtust koma frá nokkrum ung- um piltum er skáru sig úr að þvi leyti hvað þeir voru upplitsdjarfir og glenntir framan i manninn i ræðustólnum. „Fjandans vesen var þetta, átti nú lika að vera með óspektir á fundinum?” Fundarstjóri reis nú úr sæti og smeygði 26 sér milli ræðumanns og ræðustólsins, talaöi beint i hátalarakerfið með þjálfaðri og lipurlegri rödd, algerlega reiðilaust, baö menn að vera ekki með hávaða á fundinum, þvi þá yrði að slita honum. Ræðumenn ættu að halda sér við málefnið sem væri á dagskrá. Hrópin, köllin og hávaðinn af skinn- hönzkunum dó út, jafn skyndilega og hann hafði byrjað. Ræðumaður stóð nú lengra frá ræðu- stólnum en áður og náði ekki að tala i hátalarakerfið. Upphlaupið hjaðnaði nið- ur og hann hélt áfram að velta þessu fyrir sér með verkalýðsforystuna. Hvort sem heldur var, að ræðumaður hafði flutt sig nær ræðustólnum, eða at- hygli hans var sérstaklega næm, þá heyrði hann allt i einu: „Þeir ættu að búa i sama húsi, ASl páfarnir og drjólarnir hjá VSÍ”. „Húsi, hús, húsið”, þarna kom það. Nú rifjaðist það upp fyrir honum allt saman, með orðaforðann, strákana og gamanið i sólskininu. Honum hafði leiðzt muldrið i verkstjóranum þegar hann var i „grænu byltingunni” og látið undan, enda vissu allir að hann var með létt heimili og gat vel farið i sjálfboðaliðavinnu kvöld og kvöld. Hann þurfti svo sem ekkert að sjá eftir þessum kvöldum 1 húsinu við að naglhreinsa timbur. Þau höfðu verið bráðskemmtileg og stundum höfðu komið ýmsir mektarmenn og gefið þeim vindla, talað við þá blátt áfram og glaðlega, enda Iá ekkert á. Aðalatriðið var sögðu þeir, að við værum að vinna i húsinu okkar. Enda fór það svo er „græna byltingin” hafði þjónað hugmyndafræðilegum til- gangi sinum og leystst upp i frumagnir, að verkstjórinn bauð honum fyrstum manna sitt fyrra starf i gatnagerðinni og aö auki næturvinnu i saltaustrinum með haustinu, ef hann vildi. Svo hafði það verið eitt kvöldið, um sumarið i mjög góðu veðri, er þeir voru að rakka timbur i kjallara hússins og voru reyndar óvenju fáir, aðeins fjórir verka- karlar og þrir flibbaöreigar, sem þeir kölluðu sin á milli búðarlokur, enda virt- ust þeir vera i sparifötunum og óttalegar pempi'ur, vita þeir ekki fyrr en strákahóp- ur hlæjandi og flissandi ryðst niður til þeirra og spyr hvort hér byggi sjálf-j stæðir menn. „Þið eruð svo fjandi lúpu- legir, eruð þið kannski að tapa slotinu?” Svona hafði það byrjað, en strákarnlr héldu áfram og óðu elginn, töluðu um heildsala, verkalýðsforystu, vald- beitingartæki, vinstri stjórn og fortölulist, en slðast en ekki sizt spurðu þeir: „Geta verkamenn verið I sjálfboðaliðsvinnu?” „Hafa þeir efni á þvi og af hverju byggið þið ekki yfir verkalýðsforystuna, væri það ekki nær?” Hann mundi vel eftir þessu kvöldi. Strákarnir höfðu verið svo hressilegir og óþvingaðir, voru heldur ekkert að kvelja svörút úr þeim, heldur svöruðu sér sjálf- ir, hlógu og skriktu. Hann hafði tekið þetta sem grin og skemmtilegheit um ýmsa máttarstólpa og stofnanir þjóðfélagsins og gat hreint ekki skilið fúllyndi brúðarlokanna út i strákana, sem þeir sögðu vera með háð og glens út af sjálfboðaliðsvinnu i húsinu i eigusjálfstæðra manna. Mikið ósköp gátu sumir menn tekið sjálfa sig alvarlega og verið þó spéhræddir. Eins og verkamenn eða aðrir yrðu nokkuð hlægilegir við að gera góðverk hvort sem heldur var á sjálfstæðum eða ósjálfstæðum mönnum? Þvilik firra. Alltaf voru þeir eins þessir pempi'ulegu sparifatamenn. Fundurinn hélt áfram og það komu fleiri ungir og reiðir menn upp i ræðustól- inn.Þeir töluðu fjálgum orðum um verka- fólk er hafði verið svikið og lásu upp úr testamenti sins læriföður og sjá: „Fræði- kenning og praxis rákust á. Ætið heyrðust fleiri og fleiri ný og tor- kennileg orð. Þetta var mikið safn og margbrotin fræði. Honum var litið upp á sviðið, en þar sátu forystumennirnir. Þetta voru hans menn. Það hvorki datt af þeim né draup, eins og þeir vissu ekki af hávaðanum úr ræðustólnum. Vissulega voru þetta og höfðu verið hógværðar og stillingarmenn. Hann hafði lika alltaf kosið þá i félagsstjórnina, þeg- ar kosiö var, en það var ekki nærri alltaf, þvi oft voru þeir sjálfkjörnir. Auðvitaðhafði hann ekki komizt hjá þvi gegnum árin að heyra um stjórnmála- skoðanir foringja sinna og vissi ósköp vel að þeir voru kallaðir kommúnistar. Flest- ir menn höfðu jú einhverjar stjórnmála- skoðanir, en hann hafði ætið haldið si'num aðskildum frá baráttunni i félaginu um meiri laun. Þess vegna var það, að þó foringjar hans i félaginu hafi verið einhvers staðar i framboði fyrir pólitiskan flokk vissi hann litið um það og haföi aldrei kosið þá sem slika. Þessi fundur ætlaði vist að verða lang- ur. Það voru margir búnir að tala og enn

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.