Heimilistíminn - 13.11.1975, Síða 17

Heimilistíminn - 13.11.1975, Síða 17
Frakkar, sem vita allt um góðan mat, segja að ostur sé eini rétti endirinn á góðri máltíð. En ostur er líka ágætur í marga rétti% Góðgæti með osti Fyllt eggjakaka ^ Hér má stafla eins mörgum eggjakökum og þörf er á. Gerið ráð fyrir 4 til 5 eggjum i hverja. I hverja köku eru þeytt saman 4-5 egg, jafnmargar msk vatn og svolitið salt. Setjið smjörliki á pönnuna og steikið eggjakökuna við hægan hita þar til hún er orðin stif, en þó blaut að ofan. Þegar hún er tilbúin er hún lögð á ofnfast fat og nokkrar skinkusneiðar lagðar ofaná hana, og siðan nokkrar sneiðar af óðalsosti eða öðrum sterkum osti. Steikið næstu köku, leggið ofan á hina, og siðan skinku og ost. aftur. Haldið þannig áfram með eins margar kökur og þarf. Loks er settur ost- ur ofan á alltsaman og staflinn setturinn i heitan ofn i nokkrar minútur, þar til ost- urinn fer að renna. Berið brauð og kalt smjör með. Ostpæ með rækjum Deig: 3 dl hveiti, 100 gr. smjör, 2 1/2 msk vatn. Fylling: 3 dl rifinn ostur, 3 egg, 3 dl mjólk. Ofan á: 200 til 300 gr rækjur og 100 gr sveppir i sneiðum. Nuddið saman smjörliki og hveiti og hnoðið digið saman með vatninu. Látið það biða um stund á köldum stað. Klæðið gott form með lausum botni vandlega að innan með deiginu og vel upp með brún- unum. Bakið pæbotninn i 200 stiga heitum ofni i 10 minútur. Hrærið saman ost, egg og mjólk og hellið hrærunni i hálfbakaðan pæbotninn. Bakið siðan i 20til 25 minútur i viðbót, þar til osthræran er stifnuð og hef- ur tekið góðan lit. Skreytið pæið með rækjum og sveppum og berið grænt salat með. 17

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.