Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 27
voru menn að biðja um orðið, en hann var hreint ekki hrifinn af þessum fundum, sfzt löngum, og hafði aldrei verið neinn fundarhestur. Hafði þó alltaf talið skyldu sina að koma á þýðingarmikla fundi og greiða þar atkvæði eins og forystan bauð, enda hlutu þeir foringjar að vita hvað var fyrir beztu, til þess voru þeir kjörnir. Ef til vill hefði hann átt að koma oftar á fundi ogfylgjastbetur með, þessi var svo einkennilegur: margræður. Héráðurfyrr höfðu fundirnirekki verið svona hávaðasamir eða rifrildislegir, heldur liðið fram i lygnu og eindrægni. Þá hafði oftlega verið ánægja að sitja og hlusta. Forystan hafði útskýrt málin lið fýrir lið i löngu, rólegu og sefjandi máli, enda þurftu þeir ekki á neinum nýyrðum eða orðskripum að halda, hvað þá heldur UÖ þeir væru að blanda pólitisku arga- þrasi inn i mál sitt. Nú voru þessir gömlu góðu fundir með rólegu lágfreyðandi út- skýringunum liðin tið og mundu vist aldrei koma aftur. Alveg hafði það farið framhjá honum hvenær þessi breyting gerðist og hvernig?, hitt var augljóst mál, a&komnirvoruýmsirmenn ifélagið, sem ekki aðeins höfðu aðrar skoðanir en for- ystan, heldur lika létu þær hispurslaust i Ijósi og ofani kaupin skömmuðu forystuna fyrir samningalipurð. Sér er nú hver hölvaður óhemjuskapurinn að áfellast forystusveitina fyrir það sem við höfðum einmitt kosið hana til að gera, alveg var slikt forkastanlegt. Þó yrði hann að viður- kenna að hann hafði aldrei fengið neina Verulega fræðslu um þetta viðara sam- hengi verkalýðsmálanna og sizt i sinu eigin félagi. Blaðið hans sagði lika þannig ffó kaupgjaldsbaráttunni, að hún væri að shga atvinnuvegina og vel gat verið eitt- hvað til i þvi. Samt fannst honum sitt kaup aldrei of hátt, enda höfðu margir hærra h^Up en minni vinnu. Hvort sem hann hugsaði þetta lengur eöa skemur gat hann ómögulega gert það uPp við sig, sizt af öllu hér og nú, hvort öngu mennirnir kynnu að hafa rétt fyrir sér að einhverju leyti. í Ljöt) Eiríkur Sigurðsson: Dísa- staðahlíð Grösug er hún græna Hlíöin grasið þar er bezt. Klettabeltin ógna ofar, áin neöar sést. — Grösug er hún græna Hliðin. Kindur þar i kjarnagrasið koma og una sér. Þar eru Grashæðir grænar, gjöfull Puntbali er. — Þar eru Grashæðir grænar. Smalinn á hér minning'marga — myndir frá þeim reit. Hér hann hjaröar gætti, hesta færði á beit. — Smalinn á hér minning'marga. 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.