Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 5
í lok fyrri aldar og byrjun þessarar, geröu Bell og aöstoðarmenn hans margar tilraunir meö flugdreka. Bell smíðaði einnig fyrsta hraðbátinn. Arið 1919 setti þessi bátur heimsmet, komst 113 km/klst. freista gæfunnar i nýja heiminum vegna þess að þar var loftbetra og ef til vill von um að bjarga mætti lifi siðasta sonarins. Alexander Graham Bell var alinn upp samkv. íjölskylduvenjum við að hlýða á söng og talmál, læra að beita röddinni rétt og kenna öðrum að tala rétt. Hann kenndi einnig börnum, sem voru dauf- dumb frá fæðingu að tala. Fjölskyldan settist að á litlum sveitabæ við Brantford i Ontario i Kanda. Lofts- lagið þarna var Gramham sem lyf og hann varð heilbrigður á fáum mánuðum. Meðan hann var að ná sér, tók hann aj£. gera tilraunir með að endurvarpa manns- röddinni með aðstoð rafmagns, til notk- unar við kennsluna. Við tilraunirnar datt honum i hug að reyna að nota þetta til að komast i samband við annað fólk yfir fjarlægðir og hann tók að gera flóknár til- raunir með tóngaffla og rafmagn. Svo var það haustið 1875, að Alexander Graham 1 Bell tókst að gera fyrsta simtækið og þá var fyrsta simafélag heimsins stofnað, Bell Talsimafélagið. Ekki var áhuginn mikill á þessari frum- stæðu uppfinningu, sem reyndist heldur ekki sérlega vel. Bell varð að ferðast vitt og breitt um landið og sýna tækið til að út- vega sér viðskiptavini. Ritsiminn var þegar kominn og hið almáttuga ritsimafé- lag Western Union hafði ritsimaleiðslur um þvera og endilanga N-Ameriku. Þegar Bell-félagið opnaði fyrstu sim- stöð sina i Boston og sannaði þar með að uppfinningin var nothæf og gæti ef til vill orðið arðbær fjárfesting, vaknaði West- ern Union til dáða. Forvigismenn þess báðu Edison hinn unga að finna upp sima, sem ekki stangaðistá við einkaleyfi Bells. Edison kom fram með kolakornahljóð- nema, sem reyndist mun betur til send- inga en kerfi Bells. Félögin tvö sögðu hvort öðru strið á hendur. Mikil réttarhöld um einkaleyfisréttinn fylgdu i kjölfarið og árangurinn varð eins konar samsteypa félaganna og sameiginlegt simkerfi. Hljóðnemi Edisons var notaður sem send- ir, en Bells sem móttakari. A einu ári fór siminn sigurför sina um allan heim. Fagrafjail Alexander Graham Bell var 27 ára, þegar hann fann upp simann, án þess að vera vel að sér um rafmagnið. Hann var fyrst og fremst talkennari og sérfræðing- ur i daufdiimbrakennslu. Þaö var þegar hann var að kenna i Boston, að hann kynntist auðugum lögfræðingi Gardiner Greene Hubbard. Hann bað Bell um ráð, þar sem 16 ára dóttir hans, Mable, hafði verið daufdumb siðan hún fékk skarlat- sótt tveggja ára. Gæti Graham Bell kennt henni að tala? Hann tók að sér verkefnið. Mabel Hubb- ard var greindur, liflegur unglingur og 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.