Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 37
— Allt í lagi, svaraði Carmichael stuttlega. — Ég skal taka við henni. Nú þurfið þið ekkert að óttast lengur. — Nú er þér farið að batna, sagði Ferskjublóm. Bráðlega mun allt, sem gerðist i Kína vera eins og vondur draumur í vitund þinni og þú getur byrjað að skipuleggja nýtt líf. Hún sat með Blanche á veröndinni utan við hótel- herbergi Blanche i Hong Kong. Blanche var föl og rnögur, en að öðru leyti var hún búin að ná sér eftir hörmungarnar í fangelsinu í Kanton. Þegar hún hafði komizttil meðvitundar í hótelherberginu hér, haf ði það tekið hana dr júgan tima að gera sér grein fyrir þvi, að hún væri örugg og hefði ekki tekið veikina. Kínverski læknirinn hafði gefið henni sprautu, sem gerði hana meðvitundarlausa, meðan hún var borin út og ekið til flugvélarinnar. Hana rninnti, að hún hefði vaknað andartak i flugvélinni og séð Petrov sitja við hlið sér. Hann gaf henni eitt- hvað að drekka, svo hún sof naði strax aftur, en svo rnundi hún ekki meira, fyrr en hún vaknaði hér á hótelinu. Hún hafði sofið í tvo sólarhringa og læknir og hjúkrunarkona höfðu verið yf ir henni allan tímann. Henni hafði ekki skilizt að hún væri örugg og komin til Hong Kong, fyrr en Ferskjublóm kom inn til hennar, mjög mögur og tekin. Hún tjáði Blanche, að Petrov hefði smyglað þeim báðum út úr fangelsinu og þernan og fiskimaðurinn væru hér líka. Og Dorothy og börnin voru líka örugg. Dorothy hafði komið inn til Blanche og grátið fögrum tárum vegna dauða Johns. Það hefði verið hægt að bjarga honum lika, ekki satt? sagði hún æst.— Hann hafði svo mikið f yrir þvi að bjarga ykkur hinum, að h'ánn hefði vel getað tekið John með. — Áttu við...? — Ég á við Ferskjublóm og þjóna hennar, mig og fviburana og þig. Aðeins John varð að sjá um sig sjálf ur og hann lét lífið.og ég veit hvers vegna. Pað var vegna þess að Petrov var afbrýðisam- or...ofsalega afbrýðisamur...... vegna þín! — Ég skil ekki. Blanche strauk sér þreytulega Vfir ennið. — Hvern ertu að tala um? ~~ AAanninn, sem þú þekkir sem Petrov ofursta. Hann er enskur í aðra ættina og notar nafn móður sinnar. Hann heitir í rauninni Nicholas Throck- ^orton og hefur verið í brezku leyniþjónustunnni í [^örg ár, með Rússland og Kína sem sérgrein. Fað- ‘r hans var myrtur skömmu eftir stríðið og þá sór hann, að hans skyldi hefnt. Faðir hans var rúss- úeskur keisarasinni, Nicholasi tókst að vinna traust Vfirvaldanna, og kom því svo fyrir, að honum var 'alið það verkefni, að hafa auga með veslings John °9 hann fórnaði honum án nokkurrar miskunnar. 7~ Það er ekki satt, sagði Blanche og tók að ^kjálfa, án þess að ráða við það. — John krafðist hess að komast til Kowloon hjálparlaust. Ég veit Það, þvi að ég var með honum til að hjálpa honum, er> hann vildi ekki stanza, þegar lögreglan náði okk- Ur; Hann skaut einn þeirra og auðvitað var hann slálfur skotinn. Trúðu því, Dorothy, ég gat ekki haldið aftur af honum. Hann var óður...hann hélt, að þú og börnin hefðuð verið myrt. — Hver lét hann trúa því? Falsof urstinn Petrov? Ég get sagt þér það, að sá maður hugsar ekki um neitt annað en starf sitt, og hann hikar ekki við að fórna þeim, sem standa í vegi fyrir honum, alveg eins og hann fórnaði John. — Dorothy, það er ekki satt. John hefði átt að vera kyrr á hótelinu, eins og Nick var búinn að segja honum. Hann hefði aldrei átt að reyna að flýja. Vissi hann að Nick..að Nick starfaði fyrir England? — Það veit ég ekki. Hvernig ætti ég að vita það? svaraði Dorothy snúðugt. — Ég held, að hann haf i ekki vitað það. Þá hefði hann ekki hagað sér svona heimskulega. Nick trúði honum ekki fyrir neinu..... — Nei, en hann hef ur líklega trúað þér f yrir hlut- unum, er það ekki? — Nei, hann gerði það ekki svaraði Blanche. — Ef hann hefði gert það, heldurðu þá, að ég hefði farið með John i stolnum bíl og reynt að koma til Kowloon og þaðan til Hong Kong? Við fórum vegna þess að John ætlaði að afhenda leyndarmál Stantons þar. Nei, ég hefði þvingað John til að hlusta á mig og vera kyrr, þangað til Nick kæmi aftur. — Heldurðu að þér hefði tekizt það? John elskaði þig. Ó. jú, ég veit að hann gerði það. Ég gerði mér grein fyrir þvi eftir að við hittumst aftur í Kína. Hann hefði hætt hverju sem var til að ná þér frá Petrov. Hann var óður af afbrýðisemi og það var þess vegna, sem hann gerði það sem hanngerði. Blanche hafði reynt að segja systur sinni, að henni skjátlaðist, að John AAarsden hefði elskað konu sina og enga aðra. En Dorothy vildi ekki hlusta á hana og hljóp loks grátandi út úr herberg- inu. Eftir þetta hafði Blanche versnað aftur og lækn- irinn hafði bannað henni að taka á móti heimsókn- um fyrr en hún væri alveg búin að ná sér aftur. Heila nótt hafði hún bylt sér í rúminu og hugsað um, hvort hún ætti raunverulega sök á dauða Johns AAarsdens. En hún hafði alls ekki hvatt hann, hann hafði verið hrifinn af henni, áður en hann kynntist Dorothy og hún gat ekki gert að því þótt tilf inningar hans i hennar garð hefðu vaknað að nýju. Dorothy hafði ekki verið svo skilningsrík eða hjálpsöm eiginkona viðerfiðar aðstæður, og þegar hún hugs- aði til þess sem hann hafði fórnað vegna konu sinnar, var ekki svo undarlegt, þótt tilfinningar hans í hennar garð hefðu kólnað. Nú leit hún upp og á Ferskjublóm. — Segðu mér, bað hún. — Hvernig hefur Dorothy það? Er hún betri? Ferskjublóm lyfti brúnum. — Ég vissi ekki, að nokkuð hefði verið að henni, sagði hún. — Haf i svo verið, hef ur hún náð sér anzi f Ijótt. AAeðan þú hef ur legið í rúminu, hefur hún verið önnum kafin við að skemmta sér. Það er litið á hana sem hetju og hún reynir að gera sem allra mest úr því hlutverki... — En....John....? — Ó, hún hugsar ekki lengur um hann. Hvers Framhald 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.