Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 13.11.1975, Blaðsíða 29
nóvember Stjörnurnar segja, að þú getir komist á toppinn, ef þú þroskar hæfileika þina á réttan hátt. Þar sem þú ert framkvæmda- manneskja, skaltu ekki nota of mikinn tima til dagdrauma. Möguleikarnir á að dugnaður þinn færi þér velgengni snemma á ævinni, eru miklir. Þú gleðst yfir að hafa peninga milli handanna, svo þú getir keypt þér þá hluti, sem þig langar i. Þar af leiðir, að þú ert tús til að leggja hart að þér snemma til að geta seinna notið lifsins. Þú hefur góða kimnigáfu og ert ákaflega hláturmildur. Þú getur skemmt þér yfir eigin mistökum jafnvel og annarra og þannig geturðu fengið aðra til að hlæja með þér og njóta lifsins. Þú hefur gaman af að ferðast og munt að likindum heimsækja mörg ókunn lönd. t>ú átt mjög auðvelt með að læra tungu- mál og ert þess vegna ekki i vandræðum með að ná sambandi við fólk, hvar sem þú kemur. Þú hefur svo gaman af fólki, að þú étt erfitt með að velja þér maka. Þú kýst fremur að eiga stóran hóp kunningja en •itinn hóp vina. 10. nóvember Þú hefur marga framúrskarandi hæfi- leika, en samt áttu i erfiðleikum með að velja þér lifsstarf. Orlögin virðast ein- hvern veginn vinna gegn öllum tilraunum þinum. Snemma á lifsleiðinni verðurðu að læra að berjast við mótlæti, en þegar þú hefur fundið þér rétta lifsleið, gengur þér allt i haginn. Þú kannt vel að meta ljóð og bókmennt- ir alls konar. Þú hefur háleitar hugsjónir, en þér gengi þó mun betur, ef þú værir hagsýnn i sama mæli, en fækkaðir dag- draumunum. Þú ert ekki alltaf jafn dug- legur i vinnunni og beinlinis latur, ef þér finnst starfið leiðinlegt, eða átt við vanda- mál að etja. Samt eru oft gerð boð fyrir þig, þegar hjálpar er þörf. Dreifðu ekki orku þinni yfir of stórt svæði, heldur reyndu að einbeita þér að einum hlut i einu, ef þú átt að koma einhverju i verk. Allt of oft hættir þér til að vanrækja það sem er nauðsynl. Gott væri fyrir þig að gera lista og velja það úr, sem mestu máli skiptir, en strika siðan yfir, þegar verk- el'ni er lokið. Þannig geturðu lært að skipuleggja lif þitt og starf. 11. nóvember Stjörnurnar hafa veitt þér ýmiss konar hæfileika, en þú getur ekki hagnýtt þér þá, nema leggja talsvert að þér. Þig skortir allmikið á nauðsynlega fram- kvæmdasemi. Það fólk sem gengur beint til verks og ætlar sér ákveðinn hlut, nær venjulega takmörkunum fyrst. Hugmyndir þinar eru ágætar, en þú framkvæmir þær sjaldan. Þig er alltaf að dreyma um eitthvað sem gæti orðið, ef.... En ef svo skyldi fara að þú kæmir þvi i verk að hlúa að hæfileikum þinum, eru engin takmörk fyrir þvi, sem þú getur gert. Þótt þú hafir sæmilegasta viðskipta- vit, hefurðu ekki sérlega mikinn áhuga á að græða peninga. Þú ert ánægður meðan þú hefur i þig og á. Ef einhver segði þér, að þú eigir að vera ákafari og duglegri, geturðu orðið bálvondur. Ef til vill getur maki þinn iagað þetta eitthvað Veldu hann af umhyggju og gættu þess að það sé manneskja, sem getur stutt við bakið á þér i lifinu. 29

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.