Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 13
Tarantulan er fyrirtaks gæludýr Hverju á nú ab trúa? AAunið þið eftir frásögninni af risakóngulónni, sem gætir gullsmíðaverzlunarinnar? Nú er okkur sagt, að þessar kóngulær séu alls ekki eitraðar og í rauninni hinar vingjarnlegustu. Hitt er víst bara hjátrú. Anialaia er hin bliölvndasta... Tarantúlan er ekki eitruö og þar af leiö- andi heldur ekki hættuleg. Þaö segir aö minnsta kosti Dr. Willard Withcombe, sem á eina slika fyrir gæludýr heima hjá sér. Sú heitir hinu fallega nafni Amalia og er ættuö frá Durango i Mexikó. — Hver einasta Tarantula i Norð- ur-Amerfku er gjörsamlega meinlaus, segir dr. Withcombe, — og ef einhver heldur hinu gagnstæöa fram, er það bara vitleysa. Þaö eru ekki til Tarantúlur aust- an Missisippi-fljóts og þær sem eru hét eru ekki hættulegar — þær bíta ekki fólk. Og þótt þær bitu, heföi þaö engin áhrif, segir doktorinn, sem er sérfræöingur i skordýrum. — Sögur þær, sem viö höfum heyrt um Tarantúlur, sem skriöa út úr bananaklös- um og detta eins og kakkalakkar niöur i höfuöin á fólki, og bita þaö til dauðs, eru tóm vitleysa. Þaö er til ein tegund i Suö- ur-Ameriku, er hefur stif hár á kviðnum. Þegar þaö kemur fyrir aö þær bita, getur fólk fengið svolitil útbrot en það er allt. Meöan dr. Withcombe talar, skriöur Amalia hægt og örugglega upp handlegg hans og sezt á öxl hans. — Amalia er góö litil stúlka, og henni finnstgamanaöskriöa á mér.segir hann. — Ég er búinn aö eiga hana i átta ár og hún hefur aldrei bitiö. Dr. Withcombe er þeirrar skoöunar, aö ltalir eigi sök á þvl oröspori sem fer af Tarantúlunum. Þaö var á miööldum, aö nafniö festist viö „Clfskóngulóna” sem bændur á ttallu töldu baneitraöa. Þegar svo ítalír tóku aö flytjast til Ameriku, tóku þeir þessar sögusagnir meö sér. Ef þeir sáu stóra kónguló hérna megin hafs-„ ins, var hún auövitaö eitruö i þeirra aug- um. Þessar sögur hafa lifaö, vegna þess aö enginn hefur lagt á sig aö rannsaka þessar kóngulær. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.