Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 27
haföi þegar náö fjórum bömum á aldrin- um fjögurra til sjö ára og einni konu, sem hafði veriö á gangi á fljótsbakkanum. Leifar hennar fundust nokkrum dögum sfðar, þegar menn veittu athygli hýenu- hóp, sem safnazthafði saman á staðnum. Þann 18. október var steikjandi hiti og viöSamsonvorum á eftirlitsferB viö litinn læk i grennd viö þorpið Rowere. Allt benti til þess að Ijóniö hefði verið þarna á ferð. Það hafði náð siöustu bráð sinni i 5 km fjarlægö og ég vissi, að það mundi halda sig i grennd við vatn. Ljón eru bæði viturog slæg. Þau vita, að þau finna fæðu við vatn, þar sem öll dýr þurfa að fara að vatninu til að drekka. En þegar ljón getur ekki lengur veitt hjört, reynir það oft við menn I staðinn. Þegar ljónin finna, hversu auðvelt er að veiöa menn, sniia þau sér sjaldan aö villidýrun- um aftur. Þau komast strax aö þvi, að ekki þarf að óttast börn, þar sem hirtirnir hafa til dæmis beitt horn, sem geta verið hættuleg. Við leggjum gildru Við höfðum haft samflot viö ferða- mannahóp, sem var undir leiðsögn starfs- bræöra minna. NU yfirgáfum við hópinn og stefndum að læknum, þar sem við töld- um að likur væru til að við gætum rekizt á ljóniö. Við höfðum búið til tuskubrúöu, sem liktistbarniog létum hana nú sitja á vatnsbakkanum. Viö vorum vissir um aö ljóniö mundi ráðast á hana, ef það kæmi hingað. Þetta reyndist rétt, þvi um sólar- lag kom ég auga á ljóniö I 600 metra fjar- lægö. Þetta var gríðarstórt ljón, en af- gamalt, sem kom röltandi niður að bakkanum. Það nálgaðist brúðuna, skyndilega birt- ust tvær ljónynjur, út úr runna skammt frá. Þær voru greinilega á veiöum. Þá stökk ungur hjörtur út úr runnunum og ljónynjurnar eltu hann. Þær náðu dýrinu um 300 metra frá okkur og gamla ljónið tók að læðast I áttina til þeirra. Við Samson skriöum varlega nær. Við gættum þess, aö lyktin af okkur bærist ekki til Ijónanna með vindinum og viö komumst I 150 metra fjarlægð. Þar var stór mauraþúfa, sex eða sjö metra há og fjórir á lengd og breidd. Þaðan gátum við haft auga með dýrunum. Ég ætlaði ekki að skaða þau á nokkurn hátt og geröi ráö fyrir aö gamla ljónið reyndi aö reka ljón- ynjurnar burt og ræna bráð þeirra. Ljónið hvarf i runnana og skyndilega var það minna en 60 metra frá okkur. Þarna stóðþaö, liklega elzta ljón sem ég hef séð. Ég vissi að þetta var ljóniö „okk- ar” þviútlitiðkom heim við þaö, sem okk- ur hafði verið sagt. Ég lyfti byssunni, miöaði á viðkvæman blett og hikaði andartak. Helzt hefði ég viljað ná þvi lifandi, og koma því fyrir einhvers staöar, þar sem þaö gæti ekki unnið mein. En ég sá enga leiö til aö ná þviog þetta ljón var allt of hættulegt til að fá að halda uppteknum hætti. Svo skaut ég.AndartakstóðljóniB grafkyrrt, eins og það væri steinhissa. Svo féll það saman. Ég gladdist yfir að hafa ekki þurft að skjóta nema einu skoti. Ljónin taka yfirhöndina Ljónynjurnar stukku á fætur hræddar við skotið og forðuðu sér inn i runnana. Við Samson stóðum upp, en þá stóð gamla ljónið lika upp. Ég stirðnaði af undrun, þvi þaö átti að vera dautt. Skotið hafðihitt, þarsem þvi var ætlað, aftan við vinstra herðablaðið. En það var enn lif I gamla villidýrinu, þó ekki leyndi sér að þaö var illa sært. Ljóniö komst á bak viö mauraþúfuna áöur en mér tókst aö skjóta aftur. Ég ákvað að prila upp á þúfuna til að ná betri yfirsýn. Samson varð eftir niðri og ég fór upp með byssuna tilbúna. En þá gerðist dálít- ið, sem heföi svarið að væri óhugsandi. Ég var kominn upp á topf) þúfunnar, án þess aö koma auga á ljóniö, svo ég gerði ráö fyrir aö það væri farið aftur inn I runnana. Ég var á leiöinni niður aftur, þegar ég heyrði hljóð. Um leið og ég sneri mérvið, sá ég risavaxinn ljónsskrokkinn koma fljúgandi gegnum loftið frá litilli syllu utan á þúfunni. Ljónið lenti svo að segja beint ofan á mér og svo ultum við niður. Ég hafði ekki haft ráðrúm til að skjóta og það eina sem ég gat núna gert, var að reyna að verja á mér andlitiö. En ljónshrammarnir brutu riffilinn rétt eins og eldspýtu. Ég lenti á bakinu með tvö hundruð kilóa llazel O'Connor hafði aldrei skotið lifandi veru áður, en hún hugsaði um það eitt að bjarga lifi Burgers. hiassiðofan á mér. Slefandi ginið leitaði i öxlina á mér. Ég fann tennurnar skerast gegnum holdið og það var ekki nema um eitt að ræða. Ég boraði fingrunum I augun á ljóninu. Kjálkarnir opnuðust og i sama bili rak ég hægri hnefann krepptan upp I gapandi ginið. Þaö brakaöi I, þegar tennurnar sukku I handiegginn, en ijónið gat ekki bitiö al- mennilega með hnefann i kokinu. Ég sparkaði báðum hnjánum eins og ég gat I kvið ljónsins og þegar það opnaði kjaftinn aftur, dró ég flakandi handlegginn út. Ég vissi aö ljóniö var farið að missa mátt, og það blæddi mikið úr skotsárinu. En ég vissi lika, að ég ætti ekki nema nokkrar sekúndur eftir, þvi nú leitaði ljónið á höfðuð mitt og háls. ABeins glefs myndi mola höfuð mitt eins og eggjaskurn. Ég reyndi aö troöa höndunum aftur upp I gin- ið, en nú voru handleggirnir á mér nær lamaðir og hægri höndin gagnslaus. Ljónið lyfti stóru höfðinu, með gapandi kjaftogbjósigundir aðdrepa. Ená samri stundu kvaö viö skot og ljóniö féll öskr- andi yfú- mig. Björgun á siðasta andartaki Einhver dró ljónið frá mér. Þaö var ung kona með skammbyssu i hönd. Jafnframt komu nokkrir karlmenn og önnur kona hlaupandiogvar Samsonmeöþeim. Siðar fékk ég að vita, að Samson hefði hlaupið allt hvað af tók til að finna ferðamanna- hópinn, þegar ljónið réðist á mig. Hann var óvopnaður og gat þvi ekkert að gert. Hann vissi að a.m.k. leiðsögumaöur hóps- ins væri með byssu. Hann hafði fundiö tvær ungar konur einar á staðnum. Þær voru aö drekka kaffi og borða brauð. Karlmennirnir höfðu farið að taka myndir af dýrum sem komu að ánni tilað drekka. önnur kvenn- anna, Hazel O’Connor var með skamm- byssu I veskinu og meöan Samson leitaði aö hinum, hlupu stúlkurnar upp að mauraþúfunni, þar sem ungfrú O’Cönnor setti án þess að hika bussuhlaupið á haus ljónsins. Hún drap það I einu skoti. — Þetta var þaö eina, sem ég gat gert, sagði hún við blaðamenn. — Ég er ekkert gefin fyrir að hæla sjálfri mér. Ef ég hefði reynt að skjóta ljóniö úreinhverri fjar- lægð, hefði ég sennilega hitt Burger. Eftirlitsmaðurinnók mér á óskaplegum hraöa til námu i grenndinni. Þar fékk ég aðstoð til bráöabirgöa hjá iækni og hann kallaöi á þyrlu, sem flutti mig á sjúkra- hús. Þar fékk ég blóð og hægri handleggn- um tókst að bjarga, þótt vöövarnir væru sundurtættir og beinbrot á tveimur stöð- um. En mér var tjáð, að langur timi liði, áöur en ég gæti fariö til starfa á ný. Ég skrifa þessa sögu á sjúkrahúsinu og mig langar að þakka ungfrú O’Connor, sem bjargaði lifi minu og Samson, sem geröi hin eina rétta. Hefði annað hvort þeirra hikað andartak, er ég viss um að gamla ljónið heföi drepið mig. Það var ekki nema sekúnda i dauðann, þegar skot- ið hljóp af. 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.