Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 33
við félagarnir allt sem var þess vert við höfn- ina. Við fórum alveg upp að vitanum þaðan sem sást yfir til Spánarstranda, eða við lágum einhversstaðar i skjólgóðu skoti og létum okk- ur dreyma. Glitrandi hafið, grænir akrarnir og fjallið, sem gnæfði við himin, var fögur mynd, sem hrærði okkur. Við gátum setið timunum saman uppi á hæð- unum og andað að okkur margs konar lykt: lyktinni af hafinu, kryddilminum af þurrum jurtum, sem vindurinn bar með sér, lyktinni af skipunum og lyktinni af geitunum, sem gengu um og bitu gras í hæðunum. Við hundarnir erum alltaf að velta ein- hverju fyrir okkur. Hins vegar sefur kötturinn eins og heimskingi allan daginn til að safna kröftum fyrir næturröltið. Við notum daginn til að skoða heiminn og húsbændur okkar af at- hygli. Við höfðum áhuga á öllu: farþegaskipunum, sem komu inn i höfnina, fermingu og afferm- ingu flutningaskipanna, starfi krananna, hafnarverkamannanna og tollvarðanna, komu lestanna, fiskibátanna, fiskmarkaðnum og sjó- mönnunum með bláu derhúfurnar og seglbát- unum sem hringsóluðu um á sundinu. Meðal sjómannanna eignaðist ég brátt nýjan vin. Freddy og Maria voru búin að vera tvo daga i sumarleyfinu, þegar þau fóru að heimsækja Palette gamla. Hann var gamall sjómaður með veðurbarið og sólbrennt andlit. t þessu andiiti sem var hrukkótt og skorpið og eldrautt á litinn, voru tvö blá augu, rétt eins og gluggar. Með þeim hafði Palette gamli séð allan heiminn. Þegar ég kynntist honum, eyddi hann flest- um dögum sitjandi i litla bátnum sinum Sardinunni með hendurnar krepptar um gaml- an staf. Til þess að láta lita svo út, sem hann sigldi enn, hélt hann bátnum vel við og gekk með derhúfu með akkeri á. Sardinan lá og dansaði i höfninni milli stórra farþegaskipa frá Alsir og lystisnekkja, sem stundum komu við i Port-Vendres til að kaupa vistir. Sardinan var mjög falleg, hvit, með bláa rönd eins og belti um sig miðja. Litil vél hjálp- aði henni að sigla, þvi Palette gamli var ekki lengur nógu sterkur til að róa. Hann fékk sjaldan viðskiptavini. Hann var of gamali. Þar sem fólk vissi ekki, hvað hann hafði verið framúrskárandi sjómaður, þorði það ekki að hætta lifi sinu i hendur þessa hrukkótta manns með krepptu hendurnar og augun, sem voru svo ljós, að þau virtust næst- um blind. — Nei, ekki þennan, sagði það við hvert ann- að — ef það kemur eitthvað fyrir, getur hann ekki bjargað okkur.... — En báturinn minn er sá bezti hérna i höfn- inni, mótmælti Palette gamli. En það dugði ekki þó hann segði þetta við alla, hann fékk aldrei viðskiptavini og þjáðist þess vegna, þvi hann unni hafinu og Sardinunni sinni hugástum. Fjölskyldan min litla notaði fridagana til að sitja hjá honum i bátnum og heyra hann segja frá fjarlægum löndum, sem hann hafði komið til i gamla daga. Hann hafði siglt á timum segl- skipanna og þegar hann lyfti hr júfri hönd sinni, alþakinni örum og rispum, ti 1 himins, fannst börnunum að stór skip með hvit segl uppi, sigldu framhjá.... — Timarnir hafa breytzt, sagði Palette. — Það er búið að eyðileggja siglingarnar með þessum ratsjám vélum og talstöðvum. Það var 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.