Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 34
eitthvað annað á mínum ungdómsárum. Þið hefðuð átt að sjá Margot fögru, sem sigldi til Martinique! Við vorum með iestina fulla af skrautlegum silkiefnum og litlum speglum. Á leiðinni heim angaði allt skipið af rommi og pipar. Við vorum mánuðum saman úti á sjó, krakkar minir, sáum ekkert annað en hafið og himininn. Stundum greip hann fram i fyrir sjálfum sér með hrópum til þeirra sem gengu framhjá: Dömur minar og herrar! Hvað með svolitla bátsferð um höfnina? Þetta hérna er bezti bát- urinn! Útréttur handleggur hans, sem veifaði der- húfunni, minnti mig á framrétta hönd Klódó- mirs: — Gefið nú fátæklingi svolitið, dömur minar og herrar! Vegna þessara minninga, sem hann vakti hjá mér geðjaðist mér vel að Palette. Auk þess voru sögurnar um alla reynslu hans og sjó- mannamálið, sem hann talaði ákaflega heill- andi. Þið skuluð ekki halda, að við Móses höf- umekki skilið þetta. Þvert á móti við fundum á okkur allt það, sem ekki er hægt að segja: ilm- inn af kryddinu á fjarlægum eyjum, lyktina af heitum, blautum sandi, eða af suðrænun trjátegundum. Stundum voru áhrifin svo sterk, að við þefuðum allt hvað af tók til að ná allri sögunni. Þar sem Palette hafði ekkert starf, hefði hann orðið bilaður á taugum, ef börnin hefðu ekki verið annars vegar — og Pabló, þegar hann mátti vera að — sem áheyrendur. Pabló, var yfirleitt að hjálpa móðursystur sinni við heimilisverkin, en þegar hann gat, kom hann með okkur og hafði enn meiri áhuga en við á frásögnum gamla mannsins. — Þegar ég er orðinn frægur söngvari, ætla ég að fara til allra þessara lands og senda ykkur póstkort þaðan! Palette gamli leit alvarlegur á hann. — Já, það er ekki óliklegt, að þú komist þangað. Spánverjar eru þrjózkir. Pablóhlóog við fórum heim. Göngulagið var eins og hjá gömlum sjómönnum, sem ultu milli stjórnborða og bakborða. Allt þetta olli þvi, að mig langaði til að fara i siglingu. Ég imyndaði mér skyndilega að ég hefði fæðzt til að vera verndarhundur á stóru skipi. Mig dreymdi um það á næturnar. Moses gerði grin að mér. — Liður þér þá ekki vel hérna? — Auðvitað en sjáðu til, það gæti nú verið gaman að sigla. Sjáðu til, gamli, suðurhafseyj- ar, stúlkurnar, blómsveigarnir! Ég mundi eignast litla vinkonu með silkimjúkan feld, bliða eins og hunang. Og við syntum í lóninu við undirleik á gitar. Móses yppti öxlum. — Hún Dollý litla bakar ans hefur annars augastað á þér, en þú litur ekki einu sinni við henni. Ég varð gramur. — Það er rottulykt af henni! Og svo er hún höfðinu hærri en ég! Nei, sjáðu, það sem ég þarfnast.... Og ég lét mig dreyma áfram. Móses lagði trýnið á framlappirnar á sér og andvarpaði. Göturykið þyrlaðist upp við nefið á honum, andardráttur hans var svo öflugur. Hann hlust- aði þolinmóður á mig með lokuð augun. — Þú yrðir kannski sjóveikur? Ég hló. — Nei, aldrei. Ég? — Þú getur vist orðið það og þú mátt trúa þvi, að það er ekki notalegt. Allt snýst og mann langar bara til að deyja. Þannig er það. — Það er af þvi þú étur of mikið, svaraði ég. — Það er alltaf fullur á þér maginn. En ég... — Gott, sagði hann. — Þú ert fæddur sjó- hundur! Mér er svo sem sama. Eigum við að koma i gönguferð? Þetta fór í taugarnar á mér. Ég var svo upp- fullur af sögum Palettes, svo ölvaður af sjávarlofti að ég hélt i alvöru, að ég væri fædd- ur til langra sjóferða. ó, að ég hefði lifað á tím- um sjóræningjanna! Með stóran þrihyrndan hatt á höfðinu og i bláum fötum með gylltum snúrum. Mikið hefði ég hrópa) hátt, þegar við hertókum ókunn skip. Sjóveikur! Ekki nema það þó. Það var hrein móðgun að imynda sér, að ég gæti orðið sjóveikur. Það lá við að ég yrði ósáttur við Móses út af þessu og það að svo varð ekki, var eingöngu að þakka þvi, hvað hann var þolinmóður i minn garð. Hann var rétt eins og engill. Dag nokkurn sem ég man vel að var mið- vikudagur, bað Freddy mömmu sina um leyfi til að fara i siglingu með Palette. Sá gamli hafði boðið börnunum að koma með sér út á Bjarnarhöfða, þar sem hann ætlaði að veiða sér fisk i súpu. Frú Jep samþykkti ekki alveg strax. Palette var orðinn gamall og Maria var ekki alveg flugsynd. En börnin vissu mætavel, hvað þau ættu að gera og loks samþykkti hún að láta þau hafa nesti, sem þau skyldu fara með um borð. — Hafðu lika eitthvað með handa Framhak 34

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.