Heimilistíminn - 03.06.1976, Page 37

Heimilistíminn - 03.06.1976, Page 37
heimsækja sig í höllina klukkan átta næsta kvöld. Bréfið endaði á þessum orðum: — Vagninn minn bíður yðar við hóteldyrnar Ég bið yðar með óþreyju. Leopold prins af Bourbon." Fanný var orðin hugsandi á svipinn. „Ég á að heimsækja prinsinn á morgun og dansa fyrir nánustu vini hans. Hvernig lízt þér á það, Rósa?" „Farið bara, ungfrú. Þéraflið yðurenn þá meira álits og frægðar með því. En hvernig lítur annars prinsinn út?" Fanný lýsti honum nákvæmlega. „Það stendur heima. Mér datt það undir eins í hug." „Hvað eigið þér við, Rósa?" „Snemma i morgun sá ég hávaxinn mann, sem stóð úti á götunni og horfði hvað eftir annað upp i gluggann til yðar. Það hlýtur að hafa verið prins- inn." „Heldurðu það virkilega?" „Það er ekki um að villast." Um kvöldið dansaði hún aftur í Hirðleikhúsinu f yrir troðf ullu húsi, og voru fagnaðarlæti áhorfend- anna sízt minni en kvöldið áður. Nú var naf n ungf rú Elssler á allra vörum, og fólkið streymdi í stórhóp- um í leikhúsið, til þess að tryggja sér aðgöngumiða. I höll Leopold prins var lítill hópur saman kom- inn. Það voru liðsforingjar, vinir prinsins og dömur þeirra, á að gizka tíu manns. Boðsfólkið sat í stór- um sal, og hafði verið útbúið leiksvið í öðrum enda hans. Þegar vagn Fannýjar nálgaðist, fór brytinn út til þess að taka á móti henni, og leiddi hana svo rak- leitt fyrir prinsinn. Leopold prins Ijómaði af gleði. „ Ég þakka yður f yrir, kæra ungf rú, að þér hélduð prð yðar, og gerðuð mér þá ánægju að heimsækja mig og ætlið að lof a vinum mínum að verða aðnjót- andi yðar dásamlegu listar. Hún brosti og þakkaði. „Ég efni það, sem ég lofa, yðar konunglega tign." Leopold prins fylgdi Fannýju sjálf ur inn í skraut- lega stofu, þar sem Rósa beið hennar. Inni í salnum var komu hinnar ungu Vínardans- meyjar beðið með óþreyju. Osýnileg hljómsveit hóf nú f jörugan forleik. Og Fanný byrtistá leiksviðinu, Ijómandi af töf um og yndisþokka æskunnar, og fór að dansa. Allir voru stórhrifnir. Hvað eftir annað varð Fanný að endurtaka dansana. Svo leiddi prinsinn hana til borðs. Ötal Ijúffengir réttir voru á borðum, og kampa- vínið var ekki sparað. O, hvað Fannýju fannst vinið hafa þægilega kitlandi áhrif! Hún tók f jörugan þátt i samræðunum, og skemmti sér hið bezta. „Vinir mínir," hóf prinsinn máls. „Þekkið þið hinn fagra austurríska dans, Vinarvalsinn?" Flestir höfðu aldrei séð hann. Þá tók prinsinn Fanný sér við hönd og leiddi hana uppá leiksviðið. Hljómsveitin lék glæsilegan Vínar- vals, og prinsinn lagði arminn mjúklega utanum Fannýju. Dansinn hófst- Fanný dansaði af lifi og sál og lagði sig þétt í fang prinsins. Hann dansaði einnig frábærlega vel, og hafði auk þess lagt sér- staka stund á Vínarvalsinn á hinum mörgu ferðum sínum til Vínarborgar. Boðsgestirnir horfðu hrifnir á þetta glæsilega par, sem hreyfði sig mjúklega og fjaðurmagnað eftir hrynjandi lagsins. Dynjandi lófaklapp kvað við, þegar þau hættu. Taldið var dregið fyrir. Þá laut prinsinn niður að F.annýju, lyfti upp and- liti hennar, og áður en hún vissi af, hafði hann þrýst kossi á varir hannar. Svo dró hann sundur tjöldin, og leiddi hana aftur til gestanna. Enn var setið lengi yf ir borðum. Þá fóru gestirnir að hugsa til heimferðar. Allir þökkuðu Fannýju hjartanlega fyrir skemmtunina, og prinsinn fylgdi þeim til dyra. „Ég má vonast eftir yður aftur, ungfrú, ekki satt?" Hann hélt í hendina á henni. „Jú, ég kem aftur, yðar konunglega tign." Hún brosti til hans í kveðjuskyni, og roðnaði um leið. Svo flýtti hún sér með Rósu út að vagninum. Fanný var í mikilli geðshræringu, þegar hún kom heim. Hið stórættaða, skrautbúna fólk og f reyðandi kampavínið hafði haft mikil áhrif á hana, — og koss prinsins! Fanný var ein af þeim stúlkum, sem átti móður, er vakti yfir hverri hreyfingu dætra sinna. Hún hafði alltaf fylgt henni í leikhúsið og úr því, jaf nvel þó að hún væri bara að æfa sig. Fanný hafði því engin kynni haft af öðru fólki, þó að hún ynni við leikhúsið. Móðir hennar gætti hennar með næstum því sjúklegri nákvæmni. Það hafði ekki kostað neitt smáræðis erf iði, að fá hanatil aðsamþykkja Italíuför Fannýjar. En faðir hennar var eindregiðá hennar bandi. „Það er nauð: synlegt fyrir listamenn að framast erlendis, því að þá fyrst, þegar þeir koma til baka, kann ættlandið að meta þá," var hann vanur að segja. Loks gaf móðir hennar samþykki sitt, og stundi þungan um leið. Það var hennar eina huggun, að reyndur og ráðinn maður, eins og prófessor Bar- baya, fór með telpunni. Og hún sparaði ekki að leggja honum lífsreglurnar, hvernig hann gæti bezt litið eftir Fannýju. Og í dag hafði Fanný verið í boði hjá prinsi, virki- legum, konunglegum prinsi! Og hann hafði um- gengizt hana eins og jafningja sinn, já, hann hafði meira að segja kysst hana! Bylgjur gleði og unaðar liðu um hana alla. Allir draumar hennar snerust um Leopold prins, ævintýraprinsinn í töfrahöllinni. Prinsinn bauð Fannýju aftur í höllina, og hún dansaði fyrir gesti hans. Hún kom þar nú næstum því í hverri viku. Prinsinn virtist vera mjög þakk- látur og hrif inn af því, og sendi Fannýju afar vand- að armband, alsett demöntum, að gjöf. Fylgdi þar Framhald 37

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.