Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 30
Steingeitín 21. des — 19. jan. Þú skalt ekki vanmeta tilfinningar vissrar manneskju til þln, þær eru meiri en þú heldur. Þér finnst ein- hver mega hugsa minna um sjálfan sig og meira um þig. Skemmtu þér ekki fyrirfram. Pen- ingarnir, sem þú væntir, geta kom- ið núna, en það er óvíst. Ef verk gengur hægt, vertu þolinmóður, þetta lagast bráðum. Hvað ástina varðar, áttu að gefa jafn mikið og þú þiggur. Einhver nákominn horfir á allt frá sinum sjónarhóli, sem er ákaflega tak- markaður. Þú verður að þola nokkra sultardaga, en I vikulokin færðu meiri peninga. Hugsaðu um núverandi aðstæöur og skipuleggöu verk þln, þá er framtlðin á traust- um grunni. Það er undir þér komiö hvort þú ert heppinn I ástum. Það dugar ekki að sitja bara og biða eftir aö eitthvað gerist. Ættingi eða nágranni getur þurft á aðstoð að halda og þú skalt veita hana. Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst — peningar á leið- inni. Farðu þinar eigin leiðir og kærðu þig kolióttan um hvað aðrir hugsa. Láttu vinnuna bara ekki tefjast, þá verður árangurinn góð- ur. Ef afbrýði verður vart, getur verið um nýja ást að ræða, eða þá aukna, gamla. Vinur, sem talar án þess að hugsa, getur valdið vanda, en sannleikurinn kemur þó fram. Eyddu ekki um efni fram I bráðina, en fjarhagurinn lagast. Þú ert starfsglaðari en venjulega og getur hafizt handa um erfið verkefni. 1 stöku tilfellum virðist sem ástin sé eitthvað blandin. Allt of uppá- þrengjandi vinur er að gera út af við þig og það er sama hvað þú reynir til að forðast hann. Peningarnir aukast og þér hættir við óþarfa eyðslusemi. Nú færðu meiri tima til að hugsa um vinnuna og það verður tekið eftir þvl. Flestir I þessu merki róast um þessar mundir og verða frið- samari. Þér kemur betúr saman við kunningja, sem þú hefur þrasað mikið við. Sennilegt er að pening- arnir gangi til þurrðar og þú þurfir að bíða tvo daga eða svo eftir við- bót. Þú hefur verið á uppleið I vinn- unni og viss aðili hrósar þér. Krabbinn 21. jún. — 20. júl. Allt bendir til sátta og fyrirgefn- ingar, ef einhver ágreiningur er uppi. Einhver af beztu vinunum bætir úr einmanakenndinni og lagar skapið. Þú færð óvænta pen- inga, en gleymdu ekki sparnaðar- áætlununum. Viss vandamál I vinnunni er ekki hægt að forðast, en þér tekst vonum framar að leysa þau núna.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.