Heimilistíminn - 05.08.1976, Side 8

Heimilistíminn - 05.08.1976, Side 8
Það stendur \ i stförnuspánni — í vikulokin gerist eitthvað rómantískt, sem skipt getur sköpum í lífi yðar, las María dóttir mín upphótt fyrir mig. Hún trúði ó stjörnuspór og reyndi meira að segja að hjólpa stjörnunum svolítið — Mamma, þú ert tviburi! — Þú veizt vel, að ég er það ekki. — Já, en þú hlýtur að vera að! — Hvað áttu við? — Ég sat i eldhúsinu og straujaði þvott og átti mikinn stafla eftir. Það var indælt aö eiga nýja þvottavél, en hjálpi mér, þegar kemur að þvi að strauja. — Jú, þúertfædd þriðja júniog þá hlýt- urðu að vera tviburi! Þá rann upp fyrir mér ljés. — O, er það þetta, sem þú áttvið? Já, þá er ég tviburi. Er það Beta, sem fær þig til að lesa þessa dellu? Maria hristi höfuðið. — Það fær mig enginn til þess, ég geri það sjálf. En Beta les lika stjörnuspár ef það er það, sem þú átt við. Maria settist á eldhúsbekkinn. — Nú skaltu hlusta! Þetta verður merkileg vika fyrir þig. Hún byrjaði að lesa: — Mánudagurinn einkennist af viss- um óróleika i sálinni. Astæðan eru truf- landi áhrif frá Oranusi. 1 vikulokin mun gerast eitthvað rómantiskt, sem getur skipt sköpum i lifi yðar. Látið ekki ó- öryggi yðar og efa koma i veg fyrir hamingjuna. Takið þakklát á móti fram- réttri hönd örlaganna. Hún studdi hönd undir kinn og leit fast á mig. — Er þetta ekki spennandi? Hvað eigum við annars að gera á sunnudaginn? — Ég var að hugsa um að við gætum skroppið út i Bjarkey. Það gengur litil ferja þangað á sunnudögum. Þetta er skemmtileg ferð og ýmislegt að sjá á leið- inni. Það er haégt að fá veitingar um borð. Svo er leiðsögumaður, sem vísar fólki um eyna. Þú getur lært heilmikið, sem getur orðið þér til gagns i skólanum, bæði i landafræði og sögu. Maria virtistekki nema mátulega hrifin af þessu. — Við erum að )=“ra um Astrallu núna, sagði hún — og um úpphaf nitjándu 8 aldar. Beta og þau ætla akandi út á Strandnes. Mamma, af hverju getur þú ekki keypt bil? Ég teygöi mig eftir úðunarflöskunni og hristi hana yfir vasaklútunum. Staflinn hafði lækkað talsvert, en það gekk ekki hratt. Maria færði sig yfir á stól til að verða ekki fyrir úðanum. — Þú veizthvaða skoðun ég hef á þvi! — Jájá.Þúvilt ekkieiga bil og þú kannt ekki að aka og þú vilt ekki taka bilpróf af þvi það er ódýrara að taka leigubil þá sjaldan við fórum eitthvert. — Já, það er rétt. — Jæja, þá tökum við leigubil Ut á Strandnes! — Enga vitleysu. Það gengur bæði lest og strætisvagn þangað — ég skal athuga áætlanirnar á morgun.... — Nei,ég vilþaðekki. En efþú vilt ekki aka sjálf, þá hlýturðu að geta kynnzt ein- hverjum, sem á bil. Allar aðrar einstæðar mæður gifta sig fyrr eða siðar. Ég veit það vel. Reyndu á sunnudaginn, þú heyrðir, hvað ég var að lesa. Það var sólskin, þegar við vöknuðum á sunnudagsmorguninn. Við borðuðum morgunverð snemma og keyptum okkur súkkulaði og kartöfluflögur á brautar- stöðinni. Við ráðhúsbakkann lá „Gulla” bundin. Hópur af fólki,. sem ætlaði með, hafði safnazt saman á bryggjunni. Fjölskyldur með smábörn, eldra fólk og ung pör. Við stigum um borð og keyptum miða. Maria tók þegar að litast um eftir góðu sæti og á- kvað loks að bezt væri að sitja á efra þil- farinu. Ferðin tóktæplega þrjár klukkustundir. Maria, sem hafði haft svo litinn áhuga á ferðinni i fyrstu, var i góðu skapi og fylgdist af áhuga með öllu, sem gerðist. 1 fyrstu sáum við gamalkunn bæjarhverfi, sem virtust gjörólík þvi vanalega, séð utan af sjónum, en brátt Viku úthverfin við og loks ósnert náttúra með fallegum hólmum og skerjum. Það voru margir seglbátar á firðinum og Maria horfði athugulum augum á þá vagga i kjölfari ferjunnar. Henni fannst gaman að sjá þá vagga mikið.sagði hún.

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.