Heimilistíminn - 17.02.1977, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 17.02.1977, Blaðsíða 7
Sumardagur í Pompeji Eitthvaö þessu Ifkt gera menn sér i hugarlund aö umhorfs hafi veriö í Pompeji á Itaiíu áriö 79 fyrir Krist/ skömmu áöur en borgin grófst í ösku. Himinninn er heiður oq blár. Sólin hellir heitum geislum yfir Pompeji borg. í fjarska gnæfir hið tígulega fjall Vesúvísus yfir umhverfið. Gróðurssælt og fagurt land hvert sem litið er. ( bláum Napólíflóanum stirnir á marglit segl skipa, sem kljúfa hafflötinn. Borgin er löngu vökn- uðaf svefni næturinnar og fólkið í þessum tuttugu og f imm þúsund manna bæ er komið á stjá. Valeríus Drucus stendur á götuhorni og virðir fyrir sér um- hverfið. Þetta er í fyrsta skipti sem hann heimsækir borgina. Hann er f rá Kampaníu ekki langt frá Capua. Hann er með skilaboð til Modestas kaupmanns. Til Rómar hefur hann komið, það er mikil borg. Hljóð berst honum til eyrna. Skammt frá er smiðja. Þetta er ekki langt frá norðurhliðinu. Verið er að vinna við hjól og vagna. — Hamarshöggin láta svo einkennilega í eyrum. Það er eins og verið sé að kalla hann til ferð- ar, sérstakrar ferðar. Hamars- höggin skella í takt. Allt í einu hrekkur hann upp úr hugsunum sínum. Tvær konur ganga framhjá hlæjandi, þær hafa sjálfsagt einhverjar skemmtilegar fréttir og eru auð- vitað að koma úr brauðbúð, því að þær bera brauð í körfu og brauðilminn leggur langar leiðir. Drucus heldur áfram göngu sinni. Þetta eru þröngar götur. I einni hliðargötu sér hann hvar fólk er að fara inn i Isihof. Hin egypzka gyðja er vinsæl. — Tals- vert um Isisdýrkendur hér, en hann er búinn að fara framhjá tveimur Júpitershofum. Á móti honum koma hermenn með hóp þræla, sem eru reknir áfram vægðarlaust. Flestir þrælanna eru dökkir yf irlitum, en í hópnum er einn með logagyllt hár. Um- ferðin á götunum eykst eftír því sem hann nálgaðist miðhluta borgarinnar. Snyrtilega klædd ungmenni ganga framhjá með pappírsstranga undir hendinni. Þetta er skóiafólk og þrællinn 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.