Heimilistíminn - 17.02.1977, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 17.02.1977, Blaðsíða 32
 KETT-il IRNIR Asökun er varpað fram. Hægt og rólega hefur hún sfn áhrif é áheyrendur. Ragnar Karlman sígur þreytulega niður á veik- byggðan stólinn, hann reynir augsýnilega að sýnast rólegur, en aðeins Christer veitir honum athygli. Bodil grúf ir andlitið að öxl Jónasar til að sjá ekkert, og AAadeleine fer skyndilega að snökta viðstöðu- laust. Hvað Gert Berger viðvíkur, eru viðbrögð hans kannski furðulegust. Hann húkir alveg úti á enda f hornsóf anum, og enginn va*f i leikur á því, að honum er Ursúla meira á móti skapi en Ragnar. — Ef þér viljið að ég taki mark á slíkri ásökun, segir Christer, er bezt að þér færið rök fyrir henni. Hvað vitið þér um hvað át+i sér stað morguninn ell- efta ágúst? Eltuð þér mann yðar til Ramen? — Já. Hún er bein í baki, stíf, kæruleysisleg. Hún gæti verið áhugalaust og þýðingarlítið vitni I réttarsal í sínum lýtalausa klæðnaði, með látlausa en dýra perlufesti um hálsinn. Hvað sem Ragnar Karlman kann að hafa gert af sér, finnur Christer tilhneig- ingu h já sér til að taka sömu afstöðu gagnvart henni og Gert Berger. — Fylgdust þér með honum allan tímann? — Nei.... Nei, aðsjálfsögðuekki. Ég sá hann taka Ingulill upp í AAercedesbílinn okkar á veginum fyrir ofan hótelið. Hún var klædd blá- og hvítröndóttu pilsi og blárri blússu, og hún var bæði með ferða- tösku og köflótta tösku með kettlingi í. — Hvað var klukkan? — Hálf fimm. — Og svo? — Já, svo dróst ég náttúriega aftur úr. — Nú fyrst gætir nokkurrar gremju í rödd hennar. — Það var engin umferð, svo hann gat ekið hratt og því hafði ég ekki við honum í Saabnum mínum. Ég valdi syðri leiðina — ég hélt, að hann hefði farið hana —og það var heimskulegt af mér þv? hún er miklu lengri. — Hvenær komuð þér hingað? — Ég athugaði það ekki. Því miður. En Ragnar var a.m.k. enn hér á herragarðinum. Hann kom ekki út fyrr en um áttaleytið ásamt.þessari sið- lausu konu. Og ég heyrði allt sem þau sögðu. Hún gat ekki skilið hvað orðið var um Ingulill og köttinn, og hann svaraði orðrétt á þessa leið: „Þú skalt ekki skipta þér af því, hvorugt okkar er í þeirri aðstöðu að geta gert það. Það er slæmt með köttinn, en ef ég man rétt, voru f leiri á AAarbakka. Og þú skalt ekki sitja og bíða eftir Ingulill, því hana sérðu ekki aft- ur. Christer Wijk lyfti brúnum. — Og þetta var — allt? — Já, og svo það að Ragnar hefur verið svo taugaóstyrkur síðan. Hann hefur setið límdur við útvarpið og hlustað á allar þessar ömurlegu auglýs- ingar eftir fóiki, sem er horfið, og hann hefur ekki einu sinni getað þolað að ég nefndi Ingulill á nafn, þótt hann væri hinn ánægðasti þegar hún var i 32

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.