Heimilistíminn - 17.02.1977, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 17.02.1977, Blaðsíða 16
Gríma: BIÐIN Hann herti örlitiö takiö um grænan, upplitaöan pokann, litinn poka úr segl- dúk, hæfilega stóran fyrir hitaflösku og nestisbox. Einhver haföi saumaö hann, handa einhverjum. Hann vissi ekki hver. Ekki handa hverjum. Þaö skipti ekki máli, ekki fyrir hann. Nú var þetta hans poki. Hitaflaskan var honum ætluö i dag, kannski á morgun llka. Hann braut ekki heilann um þaö. Bekkurinn var blautur eftir nætur- regniö. Morguninn hráslagalegur. Hann lagöi hægri fótinn yfir vinstra hnéö. Sveiflaöi honum fram og aftur. Horföi á gatiö á tánni. Þaö haföi svo sem ekkert stækkaö. Kannski yröi þaö svona lengi. Yröi eins lengi aö vaxa og maöurinn. Þaö var hann ekki sagt um. Þaö geröi ekkert til. Hann hugsaöi ekkertum svoleiöis. Horföi bara á gul- ar sokktjásur, sem kiktu gegnum gatiö. Billinn var ekki kominn, honum lá ekkert á, hann gat vel beöiö. Haföi ekkert annaö aö gera. Hann vissi ekki hvenær þaö var, mundi þaö ekki. Kannski haföi hann alltaf veriö hérna. Þarna kom ungi maöurinn. Hann ætlaöi þá lika. Hann haföi lika komiö I gær. Þunnur vinnujakkinn fauk til I vind- inum. Limdist stundum aö grönnum handleggjunum. Þeir voru eins og pip- ur, eins og þeir væru úr bambus. Þeir voru úr bambus. Hann vissi þaö núna. Hann gæti alveg brotiö þá. Ætti hann aö gera þaö? Brjóta þá bara og henda þeim. Þá yröu ermarnar tómar. Þá gæti vindurinn dustaö þær miklu bet- ur. Dustaö úr þeim málningarblettina. Þá þyrfti hann ekki aö horfa á þessa mislitu bletti dag eftir dag. Allavega litpensilför,á kraganum.á ermunum, alls staöar pensilför. Nei, hann ætlaöi ekki aö brjóta þá núna. Kannski seinna. Enhvern tima, þegar hann haföi ekkert aö gera. A jólunum, já kannski á jólunum. Þá myndi billinn ekki koma. Ungi maöurinn settist á bekk- inn hjáhonum, hann haföi lika gert þaö I gær. Maöurinn gat nú ekki brotiö þá, sem sátu hjá manni. — Hvaö varstu aö mála? spuröi hann. — Mála? Var ég aö mála? — Jakkinn er málaöur. Ungi maöurinn leit á jakkann. A pensilförin, hann strauk þau varlega. Þau eyöilögöu þaö. Rödd hans var döpur. — Þau eru asnar, asnar skilja ekk- ert. Þau settu gat á blaöiö mitt. - Hvaöa blaö? — Hvaöa blaö? Veiztu ekkert? Ég var aö mála á blaö og þau settu gat á þaö. Gat á listina, eyöilögöu listina. Nú hækkaöi hann róminn. — Þau halda, aö hún sé ekki til. Skilja ekkert. Þá fór ég aö mála jakk- ann minn. Þeim kom þaö ekkert viö. Ég ætla aldrei aö veröa prestur. Aldrei. Ég sagöi pabba þaö. Allir prestar eru vitlausir. Ég veit þaö, pabbi er þaö, afi lika. — Er pabbi þinn prestur? —Ér veit þaö ekki? Hann heldur þaö bara. — Helduröu, að hann viti þaö ekki? — Nei, hann veit ekkert. Hann bara biður. Eins og þaö þýöi nokkuö. Hvern á maöur aö biöja. — Hann bara kraup og svo sagöi hann, aö ég ætti vlst heima hérna. — Hérna, hann benti á húsiö aö baki þeim — Ég átti ekkert heima hérna. Ég vissi það. Ég þekki engan hérna. Mamma fór aö skæla, en pabbi bara klappaöi henni og sagöi, aö þau væru búin aöreyna allt. Þetta lagast seinna, sagöi hann. Hún hætti ekkert aö skæla. Ég bara hló, þau geröu ekkert, þurftu ekkert aö gera, eins og maöur megi ekki éta þaö, sem maöur vUl. Mála huröina sina eins og maöur vUl, ég málaöi llka kápuna hennar ömmu, hún var svo ljót. Mórauö. Hún sagöi, aö ég heföi eyöilagt hana. Ég eyöilegöi allt. Mömmu llka. Þá hló ég. Heldurðu aö þaö sé hægt aö eyöileggja fólk? Ég málaöi mömmu aldrei, þess þurfti ekki, hún var ekkert ljót. Hún kemur stundum hingaö, ég skal bara sýna þér hana. En Sigga er ljót. Þaö eru allar Siggur ljótar. Hann reyndi aö troöa bláum höndun- um niður I vasana. — Er þér kalt? — Kalt? — Þú ert svo blár. Ungi maöurinn leit á sessunaut sinn, horfði lengi á magurt andlitiö. — Ertu lyginn? spuröi hann. — Lyginn? Ég? Hann var sár. — Þú lýgur þessu. Þaö ljúga allir, Sigga laug alltaf.. Hún er I lyginni. — Hver er Sigga? — Sko, ég vissi þaö, þú ert lyginn, allir þekkja Siggu, ég sá þaö strax. Þaö vill enginn segja sannleikann, ekki þú heldur, ég veit allt. — Þú veizt ekkert, ekki um mig. — Jæja, veit ég ekkert? Ég? Ég veit allt, allt, skiluröu þaö. Ég veit, aö bfllinn kemur ekki. Enginn kemur, all- ir svíkja, allir. Læknirinn segir, aö mér batni. Mér þarf ekkert aö batna. Ég er góöur. Ég vil bara fá aö mála. Hann fór allt I einu aö hlæja. Hár hvellur hlátur hans skar I eyrun. — Ég ætla aö mála lækninn, mála hund á enniö á honum, Gulan, stóran

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.