Heimilistíminn - 17.02.1977, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 17.02.1977, Blaðsíða 34
því athygli, að óveðrinu hefur slotað, og að lög- reglumennirnir frá Filipstad hljóta að koma innan tíðar. Honum er farið að f innast f ull þörf á því. Úti á tröppunum reynir hann að einbeita sér að hugsunum sínum í nokkrar sekúndur. — Christer! Það er lágvær rödd Bodil, sem hljómar að baki honum. Hver var það, sem........ myrti hana? — O, það getur verið hver sem er. Hver sem er. Þar á meðal hann Jónas þinn. Hann getur hafa ver- ið hér. Allir hinir voru hér. — En.... en hvers vegna? — Ragnar Karlman eða Jónas geta hafa átt smá- ævintýri með henni, sumarást svo vitnað sé í úrsúlu elskulegu. Stefnumót.... ósk um að losna við hana....dráp, framið í hugaræsingi. Það er mjög sennilegt. — En Ingalill var ekki uppáþrengjandi. Hún gat fengið hvern sem hún vildi. — Þú telur líklegra, að hún haf i fengið þann sem hún vildi — og einhver annar hafi verið gripinn af- brýði. — úrsúla? — Madeleine Samzelius? — Eða...Gert Berger. Hana hryllir við, klemm- ir saman augun og horf ir á hann í gegnum gleraug- un. Þú... þú veizt það? — Þaðer þá vitneskja, sem ekki er byggð á sönn- unum, og hún er ekki mikils virði. Við verðum að treysta á líkskoðunina og rannsókn á morðstaðnum. Við vitum ekki einu sinni hvernig hún dó. Og það verður ekki auðvelt að skera úr um það, þar sem hún hef ur legið í sex vikur í þessu kyrra vatni. Þrumuskýin og rigningin eru á bak og burt og rok komið í staðinn. Bodil, sem vill vera ein og fá sér ferskt loft, grípur gamla skinnkápu og stígvél í þægilegum og yf irf ullum eldhúsganginum og geng- ur burt, án þess að hafa nokkurt takmark niður milli fjögurra gulra álma hússins með grænum hurðum og brúnum svölum og áfram niður trjá- göngin, sem eru þakin haugum af blautu, lím- kenndu haustlaufi. An markmiðs? Já, en trjágöngin liggja að gömlu kof arústunum og bak við þær hinum megin við þétt lauftrén í gilinu liggur mjór stígur upp að gjall- hrúgu, f jalli af svörtu, gráu, bláu og turkisgrænu gjalli. Stigurinn, sem Ingalill gekk. Lögreglan kemur bráðum og girðir af svæðið. Bráðum getur hún ekki farið á staðinn, þar sem systir hennar dó án þess að verða fyrir truf lunum, án þess að horft sé á hana og henni vorkennt. Það er aðeins nú, sem hún getur verið ein hér á stígnum og við skurðinn, þennan óhugnanlega skurð. Hún nálgast stífluna úr vestri, og þegar hún stendur á brúnni við stóru hlerana tvo, sem eru niðri, verður henni Ijóst með nokkurri öryggisleys- istilf inningu, að hún hef ur ekki heyrt svo mikið um smáatriðin, aðhún viti hvar Ingalill fannst í löngum skurðinum, sem umgirtur er hvössum steinum. 34 Hægra megin uppgötvar hún kjallaraherbergið, sem er sprengt inn í klettinn, og sem Friðþjófi fannst óhuganlegt að vita af í nágrenninu þegar þrumuveðrið skall á. „Sprengiefnageymsla" stendur til viðvörunar á skilti, og hún hörfar ósjálf- rátt frá. Hægt ryður hún sér braut eftir næstum ósýnileg- um stígnum. Gras, runnar og kjarrgróður vaxa villt og gróskumikið, hún sjálf sést varla. Tilvalinn staður fyrir leynifund! Djöfullegur staður til að hitta morðingja! Hvað gagnar þó að ekki séu nema tæpir þrjú hundruð metrar niður að þjóðveginum, og að f ólk búi í næsta nágrenni, þegar ekki heyrist stakt hljóð út úr þessari óendanlegu löngu gjá, sem er umlukin trjám? Kvíðafullt hvísl aspanna bendir til þess, að hvassviðrið sé ofaslegt, en hér uppi gárast tæpast bára á brúnleitu vatninu í skurðinum. Stormurinn og aspirnar gera það að verkum, að hún er komin að trébrúnni, sem er við enda skurðs- ins, áður en hann kemur auga á hana. Og fyrst þá sér hún hvað hann er að gera. Með oddhvössum steini sem minnir á exi, heggur hann hvað eftir annað í hnakkann á Sintram. En lipur kötturinn er snarari í snúningum en hann. Hann stekkur niður af málmrammanum, sem er eins konar girðing meðf ram pallinum þar sem kött- urinn hafði verið, hleypur í kringum fætur hans, stríðir honum og æsir hann upp í að höggva æ ofsa- fengnar. Hún hleypur síðasta spölinn og hrasar í votu gras- inu. — Ertu alveg búinn að missa vitið? Hvað hefur Sintram gert þér? Hún tekur kettlinginn upp og snýr sér að honum ofsareið. — Slepptu kettinum, urrar hann, og hún sér að hann er óþekkjanlegur. Heyrirðu hvað ég segi? Slepptu kettinum! Hún sér svitann spretta fram é enni hans, svipinn í augunum, og með sársauka, eins og hún fyndi til líkamlega, opnast augu hennar.... — Ert það þú? — Já, Þaðer ég. Fjandinn haf i það, gláptu ekki á mig — svona bláeygð og sorgmædd eins og hún! Og svo þessi andstyggðar köttur. Ef hann hefði ekki veriðtil, hefði þetta kannski aldrei orðið. Og nú enn einn. Enn einn! Nákvæmlega eins og þá. Það sem nú á sér stað, gerist næstum óraunveru- lega hratt. Hann réttir fram höndina til a hrifsa kettlinginn, þegar hann, sem er sneggri en óvinurinn, læsir klónum djúpt ínn í þumalfingur hans. Veiniðsem hann gefur frá sér, er skelf ingarvein, ofsahræðsla manns, sem sér afturgöngu. Hann stingur höfðinu undir sig eins og naut og kastar þungum líkamanum á hana. Hvass málmrammi girðingarinnar grefst inn i bak hennar, og harðir f ingur hans borast inn í háls- inn og þrýsta að kverkunum.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.