Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 7
Meistarinn og leitin kemur vitinu fyrir mig. Krishnaji: En ég verð að ganga um dyrnar sjálfur. Þú er guru, herra minn, og leiðbeinir mér. Þar með er þínu hlutverki lokið. Swamiji: Þannig er myrkri vanþekkingarinnar létt. Krishnaji: Nei, þínu hlutverki er lokið, og það kemur nú til minna kasta að rísa á fætur , ganga og komast að raun um hvað í því er fólgið. Það er minn hlutur allt saman. Swamiji: Laukrétt. Krishnaji: Þess vegna léttir þú ekki myrkri vanþekkingar minn- ar. Swamiji: Fyrirgefðu, en ég veit ekki hvernig ég á að komast út úr þessi herbergi. Mér er ó- kunnugt um, að nokkrar dyr sé þar að finna á ákve num stað, guru léttir af myrkri þessarar vanþekkingar. Síðan /■ Jiddu Krishnamurti fæddist á S-lndlandi 1895. Árið 1911 f immtán ára að aldri fór hann með Annie Besant til Eng- lands. Þar hlaut hann einka- fræðslu og var búinn undir hlutverk heimsfræðara, en 1929 leysti hann upp félag það, sem boðað héfði komu hans, og lýsti þvi yf ir að hann vildi ekki lærisveina. Síðan hefur hann ferðast án af láts um heiminn , haldið fyrirlestra og veitt einkaviðtöl. Megininntak kenninga hans er, að aðeins með algjörri breytingu á vit- und einstaklingsins geti orðið raunveruleg breyting á þjóð- félaginu og friður komizt á í ehiminum. Hann heldur því fram, að þessi breyting geti átt sér stað i sérhverjum ein- staklingi ekki smám saman, heldur þegar í stað. Fræðsla unglinga hefur V—_____ stíg ég hin nauðsynlegu skref til að komast út. Krishnaji: Herra minn við skulum kveða skýrt að orði. Fá- vizka er skilningsskortur eða vanskilningur manns á sjálfum sér, ekki á stóra sjálfinu eða litla sjálfinu. Dyrnar sem ég verð að ganga um eru ekki utan við „mig" þær eru „ég", — ekki raunverulegar eins og þessar máluðu dyr. Það eru dyr í sjálf- um mér, sem ég verð að ganga um. Þú segir „gerðu það". Swamiji: Einmitt. Krishnaji: Guru-hlutverki þínu er þar með lokið. Þú skiptir engu meginmáli lengur. Ég legg eng- an blómsveig um háls þér. Ég verð sjálfur að taka til hendi. Þú hefur ekki stökkt myrkri fávizk- unnar á brott. Þú hefur öllu f remur gef ið mér vísbendingu á þessa leð: „Þú ert dyrnar og lengi verið eitt aðaláhugamál Krishnamurtis, og hefur hann komið á fót fjórum skólum á Indlandi, tveimur þeirra al- þjóðlegum og í Brockwood Park á S-Englandi stofnaði hann aljóðlegan menntaskóla 1969, sem hef ur verið eins kon- ar miðstöð starfs hans síðan. Hann hyggst stofna nýja skóla á næstunni í Kanada nálægt Vancouver, í Ojai í Kaliforníu og fleiri skóla á Indlandi. Ný- lega hefur orðið vart áhuga i röðum vísindamanna á kenn- ingum Krishnamurtis og hafa tvívegis farið hópar þeirra til nokkurra daga funda við hann i BrocRwoos Park. Það hefur ekki farið mikið fyrir kynningu á þessum merkilega manni hér á (slandi að undanskildu því er frú Aðalbjörg Sigurðardóttir innti myndarlega af hendi og innlif- verður sjálfur að ganga um þær." Swamiji: En telur þú ekki, Krishnaji, að þessi vísbending hafi verið nauðsynleg? Krishnaji: Jú vissulega. Ég leiðbeini það geri ég. Það gera allir. Ég spyr mann sem verður á vegi mínum. „Viltu gera svo vel að segja mér hvaða leið liggur til Saanen", og hann leysir úr þvi, en ég fer ekki að ausa yfir hann þakklæti og segja, „Guð mlnn, þú ert mestur manna." Það er of barnaiegt! Swamiji: Þökk fyrir herra minn. Nátengd þeirri spurningu, hvað sé guru, er spurningin um aga, sem þú skilgreinir sem fræðslu. I vedanta-fræðum eru leitendur flokkaðir eftir hæfi- leikum eða þroska og sagt fyrir um fræðsluaðgerðir. Þeir næm- ustu fá leiðbeiningu I þögn eða andi áhuga. Um þriggja ára skeið gaf hún út rit er hún nefndi SKUGGSJÁ. Það fjall- aði eingöngu um Krishnamurti og skoðanir hans. Sú viðleitni verður seint fullþökkuð. Allt mun hafa hvílt á henni sjálfri, svo sem þýðing, prófarkalest- ur, kostnaður við útgáfuna, dreifing og allt umstang er að slíkum málum lýtur. ( undirbúningi er útgáfa á æfisögu Krishnamurtis á næsta ári og sömuleiðis við- ræður ýmsra merkra manna við hann. Að baki því er vonin um að ennþá muni hann eiga einhverja áhugamenn um það efni er hann hefur helgað líf sitt. Það sem unnt verður að inna af hendi á þessu sviði vil útgefandi gjarnan að mætti verða svo mikils virði að það gæti orðið minningu frú Aðal- bjargar Sigurðardóttur til sóma. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.