Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 33
Buff tartar Sagt er að uppskriftin að „tatarabuffi” (buff tartar) hafi orðið til i gamla daga þeg- ar tatarar settu hrátt kjöt milli hnakks og hest til að kjötið yrði meyrt meðan þeir voru á reið. Siðar komust menn að þvi, að ef kjötið var skafið varð það algjört sæl- gæti. Óneitanlega eru beztu hrá- buffin úr sköfnu nautakjöti, en algengast er að þau séu gerð úr hökkuðu nautakjöti. Notið innanlæri (eða lundir ef þið viljið hafa sérstaklega mikið við). Segið kaupmanninum að þið ætlið að nota kjötið i „buff tartar” og biðjið hann að hakka það tvisvar fyrir ykkur. Ariðandi er að kjötið sé ný- hakkað og sé ekki handf jatlað meira en nauðsyn krefur. Ótal afbrigði eru til af tatarabuffi. Hér eru nokkrar uppskriftir og i þeim er gert ráð fyrir 150 gr af hökkuðu kjöti á mann. Bezta hrábuffið Helliö tveim eggjarauöum á mann i skál, hræriö i meö trésleif og bætiö út I 1/2 matsk. af frönsku, ljósu sinnepi, 2 matsk. oliu, 1/2 matsk. söxuöum lauk, 1/2 matsk. kapers, tveim skvett- um af Worcestershiresósu og tveim skvettum Tabasco sósu. Hræriö og bætiö slöan ót I 150 g af hökkuöu kjöti á mann. Hræriö i meö gaffli, setjiö svolitiö salt og pipar, leggiö farsiö á disk og mótiö buffiö svo þaö sé um 1,5 sm aö þykkt. Grilliö buffiö ef einhver villþaö heldur þann- ig. Stráiö yfir saxaöri stein- selju. beriö hrásalat meö, súrmeti og olivur. 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.