Heimilistíminn - 03.03.1977, Page 13

Heimilistíminn - 03.03.1977, Page 13
íþróttamaður geti orðið sæmileg- ur áhættuleikari. Kröfurnar eru mjög svipaðar: afl, sveigjan- leiki, viðbrögð, dirfska, úthald og sjálfstjórn. I þeim hópi manna, sem annast hættuleg atriði fyrir Lenfilm-kvikmyndaverið, eru eingöngu íþróttamenn. AAeðal þeirra eru ófáir sem hafa komizt langt í sínum greinum og verið verðlaunaðir á stórum íþrótta- mótum. Flestir eru glímumenn. — Hvað er það sem laðar þá að þessu starfi? — Þetta er nú eiginlega ekki starf, heldur tómstundagaman. Við eigúm enga atvinnu-áhættu- leikara. Við stundum þetta að- eins í tómstundum. Hvað gerir þetta svo spennandi? Ég held að erfitt sé að finna ungan mann sem vill ekki leika í kvikmynd. Enn fúsari er hann , ef um áhættusöm atriði er að ræða.Og iþróttamenn eru í eðli sinu áhættuleikarar. — Og þurfa að kunna allt? — Ekki kannski allt, en mjög margt. Aðalatriðið er að gera það vel, hvort sem um er að ræða stökk á hesti, bílkeyrslu, stökk ofanaf húsþaki eða bardaga við ofurefli. Allt þarf þetta að ger- ast léttilega og á trúverðugan máta. Þess vegna er um nokkra verka- skiptingu að ræða hjá okkur, sumir sérhæfa sig í glímu, aðrir í hestarhennsku, skylmingum, köfun, akstri, osfrv. — Hvaða hlutverk hefur þú tekið að þér? — Ég hef oft dáið, ósjaldan drepið sjálfur, drukknað, dottið í ískalt vatn, sprungið í loft upp, stokkið út úr brennandi húsi og orðið fyrir bíl. — Og komizt klakklaust frá öllu sama? — Það er nú mest töfrabrögð- um kvikmyndavélarinnar að þakka! En í alvöru talað, þá fylg- ir þessu þó nokkur áhætta, hversu vel sem atriðin eru undir- búin. Ég man eftir þvi, að ég lék illan anda í einni kvikmynd og hafði ræntstúlku. Prinsinn henn- ar réðst á mig á klettabrún, hóf mig á loft og henti mér niður af klettinum. Þetta var tekið upp í stúdíói, og var kletturinn u.þ.b. 5 metra hár. Áður en upptakan hófst fór ég og athugaði lending- araðstöðuna. Þar var þá breidd- ur strigi og aðeins nokkrar mott- ur undir. Ég fékk þessu kippt í lag, en fall þetta varð mér þó ekki til mikillar ánægju, það verð ég að segja. Það er ekki eins auð- velt og margur heldur að láta sig detta án þess að meiða sig. Til þess þarf mjög góða þjálfun. Ef maður gleymir sér eitt augnablik er voðinn vís. — Ert þú stundum hræddur? — Það fer eftir kvikmynda- handritinu. Ef ég á að vera hræddur samkvæmt handriti, þá er ég það, og öfugt. — Þú ert ekki aðeins leikari áhættuatriða, þú setur þau einnig á svið, ekki satt? — Jú, ég hef sett mörg slík at- riði á sviði. Það þýðir, að ég þarf að finna tæknilega lausn á öllum smáatriðum og semja mitt eigið vinnuhandrit, sem inniheldur bæði leikræna og tæknilega túlk- un atriðisins. Tökum sem dæmi atriði þar sem jarðsprengja springur og maður kastast upp við sprenginguna og flýgur nokkra metra. Hvernig á að leika þetta atriði? AAaður þarf að hanna stökkpall, fela hann í jörð- inni eða undir snjó, og svo þarf allt að gerast samtimis: spreng- ingin og stökkið. — Þú þarft þá eiginlega að vera verkfræðingur líka? — Að minnsta kosti það. Td. Alexander AAassarskf J3

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.