Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 27
Frá Arnarstapa SKIPSTAPI fyrir 46 árum Það var á sólbjörtu júníkvöldi árið 1931 að ég lagði af stað frá Reykjavík áleiðis til Arnarstapa á Snæfellsnesi/ sem háseti og að nokkru leyti sem matsveinn á tæplega 30 smálesta vélbáti. Ég var þá nýútskrifaður af Vifils- taðahæli, en þar hafði ég dvalið um veturinn mér til heilsubótar. Þennan bæat bát skulum við nefna m.b. Fjölvís, skipstjórann Jón og vélstjórann Gvend, og voru þeir aðaleigendur bátsins. Að þessu sinni höfðu þeir tekið að sér að flytja nokkurt magn af blautum saltfiski frá Arnarstapa til Þingeyrar. Nokkur töf varð á því að bát- urinn gæti lagt af stað þótt búið væri að fylla hann varningi bæði undirdekks og ofan, því yfir- mennirnir höfðu gefið sig gleð- inni á vald, og er þeir komu um borð frekar illa á sig komnir, var vélin sett í gang og Jóni skip- stjóra tókst að kuðlast út úr höf n- inni og meira að segja alfa leið út að bauju sem er út af Engey, svo sem margir vita. Þar gaf hann mér upp stef nuna (strikið) á Arnarstapa en fór sjálfur niður til að leggja sig, og var Gvendur vélstjóri einnig sofnaður svefni hinna réttlétu. Er ég haf ði tekið við stjórninni, gerði ég mér grein fyrir því að ferðin tæki langan tíma þar sem báturinn gekk aðeins 5-6 mílur á klukkustund, enda froaðsækjaá mig svefn, er liða tók á nóttina 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.