Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 23
I skjólsælum dal, sem nefndur var Stóridalur, skammt frá fögru stöðuvatni, þar sem var gnægð fiskjar. Afkomendur Bárðar bjuggu siði- an þama, hver á eftir öðrum, byggðu upp bæinn, ruddu skóginn og ræktuðu jörðina. Þannig varð Bárðarbær sifellt stærri og verð- mætari bújörð, með hverri nýrri kynslóð. Á þeim tima, sem Tóti lifði, var á margan hátt gott að una i Bárðarbæ. Enn voru þó stórir hlutar dalsins ónumdir, og fjöldi villidýra i hinum viðáttumiklu skógum. Lifsbaráttan var oft hörð á þessum slóðum, i nábýli við villidýr ogómilda veðráttu, og tæknileg þægindi þeirra tima voru harla litil. En fólkið var duglegt, gerði litlar kröfur, og undi glatt við sitt. En nú er öldin önnur. Byggð hefur stóraukizt i dalnum, og rafmagn, simi, vegir og stórvirk landbúuaðartæki létta mönnum lifið. Og stór mjólkurflutningabill ekur á ákveðnum tímum um dalinn á hverjum degi. En Bárðarbær, sem nú er orðinn stór og reisulegur búgarður, er alveg á sama stað og þar sem Bárður elzti byggði fyrst. Og enn eru villidýrin i skóginum, enn falla snjóflóð niður brattar fjallahliðarnar, og enn alast þar upp litlir drengir og telpur, sem leika sér í hliðun- um, við vatnið lygna og fagra. Af þeim ástæðum er bók þessi tileinkuð börnunum i Bárðarbæ. Mörg staðarnöfn og persónur bókarinnar eru hugsmið höfundar. En Stóradal og Bárðarbæ munt þú finna, ef þú ferðast einhvern tima um hið fagra fjallasvæði i Trollheimum. 1. kafli Tóti og pabbi fara niður í sveit Tóti vaknaði eldsnemma um morguninn. Sólin var nýkomin upp yfir austurfjöllin og sendi geisla sina til hans, inn um gluggann. Hann fór fram úr rúminu með mestu gætni, þvi að hann vildi ekki vekja Bárð litla bróður sinn, sem svaf hjá honum, og enn blundaði vært, með annan handlegginn yfir höfðinu. Rúm afa og ömmu, sem stóð við vegginn á móti, var autt. Fullorðna fólkið var vist allt komið á fætur. Tóti læddist fram i eldhúsið, þar sem þegar hafði verið kveikt upp i eldavélinni, og orðið var vel hlýtt. Amma hafði farið út i fjós til að mjólka, en mamma var inni. Hún sat þarna á lágum stól, með Mariu litlu i fanginu. ,,Góðan dag, vinur minn litli. Og þú ert vakn- aður svona snemma,” sagði mamma og leit brosandi til hans. Þannig brosti hún til hans á hverjum mogni, eins og henni þætti alltaf jafn vænt um að sjá hann. Tóti gekk til mömmu og þrýsti enninu að hári hennar. Það var svo góð angan af þvi, og mamma var alltaf svo falleg, ekki sizt á morgnana, með bera handleggi og i morgun- kjólnum sinum. En svo fór hann að hugsa um þá mikilvægu viðburði, sem fram undan voru i dag. ,,Hvar er pabbi?” spurði hann og hljóp út að glugganum. ,,Hann er þó liklega ekki farinn á undan mér?” ,,Nei, það hefur hann áreiðanlega ekki gert,” sagði mamma. ,,Hann og afi eru úti i hesthúsi að hugsa um Brún. Hann verður að lita vel út, fyrst þið eruð að fara niður i sveit. — Nú skaltu flýta þér, Tóti minn, að þvo þér og klæða þig, — ég hef tekið til allt, sem þú átt að hafa.” Tóti gerði strax, það sem mamma sagði við hann, og flýtti sér eftir beztu getu. En þetta tók óvenju langan tima i dag, þvi að nú ætlaði hann að vera reglulega finn. Hann varð að reyna að þvohendurnar vel hreinar, en það var engan veginn auðvelt, þvi að hann hafði verið að taka upp kartöflur undan farið, þrjádaga i röð. Að lokum hljóp hann svo niður að læknum til að þvo á sér fæturna. Amma kom með mjólkurfötuna úr fjósinu, á meðan Tóti var að þvo á sér fæturna i læknum. ,,Góðan dag, Tóti minn,” sagði amma og nam staðar stundarkorn. ,,Ertu ekki vel frisk- ur i dag, blessaður?” ,, Jú, ég er vel íriskur, amma min,” svaraði Tóti, — ,,en þvi spyrðu um það?” Amma hló. „Það er nú ekki beint likt þér að þvo þér svona oft um fæturna. Þú varst siðast að þvo þá i gærkvöldi.” ,, Já, en ég hef svo lengi unnið við að taka upp kartöflur, að ég held næstum, að ég geti ekki þvegið óhreinindin af mér”, sagði Tóti. Hann fyllti enn lófa sina af sandi og nuddaði fæturna, svo að þeir urðu eldrauðir. ,,Nú ertu áreiðanlega orðinn nógu finn,” 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.