Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 11

Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 11
í310)Kio) (5+°) 1. Efnið er birkikrossviður, 8 millimetra þykkur. Ot úr 340x320 mm pjötu eru söguð stykkin, sem þarf f hilluna, þ.e.a.s. bak, botn, frámstykki og tveir gaflar. Málin, öll í millimetrum, siástá mynd 2. Hér sjást f jalirnar, þegar búið er að saga, en það þarf að gera af vandvirkni og nákvæmni eftir málunum, sem upp eru gefin á mynd No. í. 4. Bezt mun vera að byrja á þvi að líma og negla saman botn og bak, og.er þá gott að strika línu, 4 mm frá brún, og negla síðan með jöfnu millibili í lín- una. Bezt er að naglarnir séu með „dúkkuðum" haus. 5. Stallurinn á göflunum er jafn djúpur og þykktin er á fram- stykkinu (8 mm). Límið og neglið gaflana fasta. 7. Borið tvö göt með brjóstborn- um gegnum bekhliðina ofar- lega. Er þá hægt að skrúfa hill- una á hvað sem er, t.d. innan á skáphurð. Slípið vel með fínum sandpappír. 8. Spartlað er í öll göt og ef um kvisthlaup er að ræða. Þegar það er orðið vel þurrt, er slípað yfir með sandpappír. 3. Athugið nú hvort allt, sem með þarf, er við höndina. Lím, 3/4 tommu naglar, pensill, hamar, rautt leikfangalakk (eða véla- lakk), vinkill, brjóstbor, spartl, sandpappír og tommu- stokkur. 6. Framstykkið, sem er 500x50 mm að stærð, neglist nú og límist fast. Gott er að slá nagl- ana örlítið lengra inn með rek- nál til þess svo, að geta spartl- að yfir naglaförin. 9. Þegar hillan er fullsmíðuð, er tekið til við að mála, helzt tví- vegis. Eftir fyrri umferð er rétt að slípa yfir alla fleti — mjög létt — með sandpappír No. 100. 11

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.