Heimilistíminn - 03.03.1977, Page 26

Heimilistíminn - 03.03.1977, Page 26
„Sjáðu stóra fuglinn, pabbi,” sagði hann. Pabbi bar hönd fyrir augu og virti fuglinn fyrir sér. „Þetta er konungsörn,” sagði hann. „Ó, er það konungsörn? Hve stór er hann, pabbi?” Pabbi teygði út báða handleggina. „Vænghaf hans er svona stórt,” sagði hann, — „og auk þess getum við áreiðanlega bætt við öðrum handlegg þinum.” „Þá er hann afar stór,” sagði Tóti og starði á fuglinn á ný.... Og hann hugieiddi með sjálfum sér, að það hlyti að vera gaman að geta svifið þannig um, — hátt, hátt uppi I loftinu, lagt ofan viðfjöllin, —og virt allt fyrir sér, úr svo mikilli hæð. Já, það hlaut að vera stórfenglegt. Hann teygði út handleggina og hljóp út á sléttuna. Hann hljóp eins hratt og hann gat, — hljóp i stórum hringum, — ímyndaði sér, að hann væri örn, sem hnitaði stóra hringa uppi i háloftunum. En þetta var erfitt á meðan hann neyddist til að vera bundinn við jörðina, rakst oft á þúfur og runna og hrasaði meira og minna. Að lokum gafst hann upp og hljóp til pabba, sem lyfti honum aftur upp á Brún. t rauninni var ekki siður ánægjulegt að vera drengur á hestbaki. Brúnn brokkaði léttilega með þá feðga yfir sléttuna, sem skartaði íhinum fegurstu haust- litum. Og innan skamms komu þeir að ánni, sem rann úr vatninu niður i byggðina og héldu meðfram henni niður eftir. í fyrstu var áin breið og lygn, og brátt þrengdist dalurinn, — og áin að sama skapi. Og er þeir komu að Svartagili, féll áin i striðum streng um þröng gljúfur, með miklum fossa- föllum. Hér stigu þeir feðgar báðir af baki og teymdu Brún niður mesta brattann, enda þurftu þeir allir að sýna itrustu varfærni. Stig- urinn var sleipur, vegna vatnsúða frá fossun- um, og víða voru steinar, sem þurfti að varast. í Svartagili naut aldrei sólar og þvi harla drungalegt. Tóta leið aldrei vel, þegar hann var hér á ferð, og reyndi þvi að vera sem næst pabba. „Við erum bráðum komnir niður i byggð,” kallaði pabbi og sneri sér við. Tóti kinkaði kolli. Hann var ekki beinlinis hræddur. Hann hafði farið hér áður með pabba og mömmu og þekkti leiðina. En honum féll alltaf svo illa, hve þröngt var um hann. Pabbi nam staðar og benti upp i gilið. 26 „Bergið stendur ekki á traustum grunni i þessu gili,” kallaði hann. „Skoðun min er sú, að mikið grjóthrun verði hér, fyrr eða síðar, — ef til vill eftir tvö ár, e.t.v. eina öld. Og þá verður bjartara hér i Svartagili og umferð auð- veldari. Hver veit, nema þú verðir þátttakandi i að ryðja hér nýjan og góðan veg?” Tóti brosti og óskaði með sjálfum sér, að það gerðist meðan hann lifði. Eftir stutta stund voru þeir komnir fram úr gilinu og blasti þá byggðin við, — stór og fjölbýl sveit, með mörgum myndarlegum býlum og góðum vegi, sem lá um alla sveitina. Tóti hlakkaði mjög mikið til. Það gerðist alltaf svo margt skemmtilegt, þegar þeir fóru niður i sveit. Jæja, drengur minn, — nú skulum við ekki tefja timann meira en þörf er á,” sagði pabbi og lyfti honum aftur upp á Brún. Dýraþraut Hér eru fimm höfuð af dýrum og fimm skott og halar. Nú skul- uð þið reyna að f inna hvaða dýr á hvaða skott. Lausn á bls. 39

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.