Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 8
örstuttum hugvekjum, svo sem orðunum tat-twam asi. Slíkur nemandi er kallaður uttamadhikari. Meðalnemandinn fær margbrotnari tilsögn, hann er kallaður madhyamadhikari. Sá treggáfaði er mataður á sög- um, helgisiðum o.s.frv. í von um aukinn þroska, hann er kallaður adhamadhikari. Viltu gera ein- hverja athugasemd við þetta? Krishnaji: Já, toppinn, miðbik- iðog botninn. I þessu felst, herra minn, að við verðum að gera okk- ur grein fyrir, hvað við eigum við með orðinu þroski. Awamiji: Má ég gefa skýr- ingu? Þú sagðir um daginn „heimurinn er brenna, þið verðið aðskilja það." OGg þetts sló mig eins og elding — það eitt að grípa þessa hugmynd. En milljónum manna kann að standa á sama um þetta, það kemur þeim ekki við. Þá má kalla adhama, þá sem standa lægst. öðrum má segja sögur eins og t.d. hippunum, slík- um er þetta dægradvöl, þau segja „Við erum óhamingju- söm" eða „Við vitum að þjóðfé- lagið er allt í hönk, við ætlum að taka LSD"og svo framvegis. Svo kunna að vera menn sem gefa þeirri hugmynd gaum, að heim- urinn sé að brenna, og upptendr- ast af henni í samri svipan. Þeir eru reyndar víða. Hvers konar leiðsögn hentar þeim? Krishnaji: Hvers konar leið- sögn hentar þeim, sem eru mjög vanþroska, þeim sem komnir eru til nokkurs þroska og þeim sem telja sig þroskaða menn? Swamiji: Einmitt. Krishnaji: Til að svara því þarf að skilja i hverju þroski er fólginn. Hvað heldur þú um það? Er hann háður aldri, tíma? Swamiji: Nei. Krishnaji: Þá getum við sleppt honum. Tími aldur er ekki vís- bending um þroska. En hvað þá um þroska hins lærða manns, sem hefur greind á háu stigi? Swamiji: Hann kann að vera orðaflækjumaður og hártogari. Krishnaji: Ef svo er getum við lagt hann til hliðar. Hvað kall- arðu þá þroskaðan mann? Swamiji: Þann sem hefur vak- andi aðgát og eftirtekt. Krishnaji: Bíðum við. Bersýni- lega má sleppa þeim, sem fundn- 8 ir verða í kirkjum og moskum, þar með og orðvitringana, trú- rækna fólkið og tilfinningamenn- ina. Segja má, að þessu slepptu að þroski sé fólgin í því að vera ekki sjálfhverjur — „ég" kem ekki lengur fyrst og síðan allir aðrir, eða mínar tilfinningar fyrst. Þroski er siðan sem sagt þar sem „ég" er ekki. Swamiji: Eða dundurgreining, svo betra orð sé notað. KÞRKSHNAJI3 Það „ég" sem veldur sundurgreiningu. Nú, hvernig ætlarðu að ná eyrum þessa manns? Eða hins sem er hálfur úti og hálfur inni, „ég" og „ekki ég" og leikur sér að hvoru tvegg ja? Og loks þess sem er a II- ur eitt „ég" hins sjálfhverfa manns? Hvernig ætlarðu að ná til þessara þriggja? Swamiji: Hvernig á að vekja þá? — Það er vandinn. Krishnaji: Bíðum við! Þann sem er allur eitt „ég" er ekki unnt að vekja. Hann kærir sig kollóttan. Hann hlustar ekki á mann. Hann hlustar, ef honum er lofað einhverju, himnaríki, hel- víti, ótta eða auknum veraldar- gæðum, meiri peningum, en hann gerir þaðtil að hagnast á því. Því er sá maður vanþroska sem sæk- ist eftir hagnaði eða árangri Swamiji: Vissilega. Krishnaji: Hvort heldur það er nirvana, himnaríki, lausn (launs frá hjóli endurfæðingar og dauða), þekking eða uppljómum, sem hann sækist eftir, þá er hann vanþroska. Nú hvað viltu gera við slikan mann? Swamiji: Segja honum sögur. Krishnaji: Nei, gera hann enn ruglaðri með sögum mfnum eða þínum? Hvi læturðu hann ekki eiga sig? Hann hlustar hvort sem er ekki á þig. Swamiji: Það væri miskunnar- laust. Krishnaji: Miskunnarlaust—á hvorn veginn? Hann hlustar ekki á þig. Verum raunsæir. Þú kem- ur til mín. Ég er allur eitt „ég". Annað dkiptir mig engu. En þú segir: „Sjáðu þú kemur öllu á ringulreið í kring um þig þú gerir veröldina að eymdardal" „og ég segi, hafðu þig á burt. Það er sama hvernig þú ferð að, talaðu til slíks manns i dæmisögum, gefðu honum þetta inn í pillum, sykurhúðuðum pillum, en „ég" hans verður samt við sig. Ef það breytist, þá flyzt hann upp í miðj- an bekk — þeirra sem eru „ég" og „ekki ég". Það er kölluð þró- un. Amlóðinn verður hálfsterkur. Hvernig? Krishnaji: Með þvf að reka sig á. Lífið neyðir hann til þess, kennir honum. Hann fær að kenna á stríði hatri, honum er tortimt. eða hann leitar á náðir kirkjunnar. Hann fellur þar í gildru. Krikjan glæðir ekki Ijós hans, hún segir ekki: „I guðs- bænum sprengdu af þér skelina" heldur segist hún muni veita honum það, sem hann þráir — hressingu, hvort sem hún nú er kennd við Jesúm, við hindúisma, búddisma, Múhameð eða hvað annað— hressingu skal hann að vísu fá í Guðs nafni. Þannig er honum haldið á sama stigi lítið eitt mismunandi. hann fágast svolítið síðmenntast eitthvað, gengur betur til fara o.s. frv. Svona fer þessu fram. Og það á við (eins og þú varst að segja) um áttatíu hundruðustu af mann- kyninu ef til vill níutiu. Swamiji: Hvað er til ráða? Krishnaji: Er nokkru á þetta bætandi? Ég ætla ekki að segja honum sögur ekki að bæta hress- ingu á hressingu ofan, það eru nógir, sem annast það. Swamiji: Þökk fyrir. Hl?éiÐ James, flýtið klukkunni og setjið hana á tólf! Greifafrúin og ég ætlum að drekka nýárs- skáiina núna svo við getum komizt i rúmið.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.