Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 03.03.1977, Blaðsíða 4
Tage Danielsson: Sagan um stúlkuna sem EINU SINNI VAR stúlka sem vann i postulínsverksmiöju og þess vegna var hún kölluð Fajáns Fajans var glaðvær og þráði mjög allt það spennandi, sem hún átti eftir að kynnast í lifinu. Hún var 17 ára og ógift. Fajans vann í postulínsverk- smiðju frá átta á morgnana til fjögur á kvöldin. Á hverjum morgni kl. sjö fór hún á fætur, burstaði tennur, drakk glas af greipsafa og las myndablað. Hún gat setið tímum saman og virt fyrir sér fallegu þátttak- endurna i fegurðarkeppninni Ungfrú Svíþjóð. „Ef ég nú væri ungfrú Sví- þjóð," hugsaði Fajans. „Það færi eitthvað annað en að vinna í postulínsverksmiðju." ★ I næsta skipti sem haldin var fegurðarkeppni sendi Fajans mynd af sér. (I þetta sinn var ekki verið að kjósa Ungfrú Svíþjóð heldur Ungfrú Ein- hleyp). Fajans fékk ókeypis ferð á fund keppnisstjórnar- innar til að sýna sig og láta taka af sér mál og svo var hún valin til að taka þátt i keppn- inni. Og þegar sá tími kom var það Fajans, sem var valin Ungfrú Einhleyp og það var engin f urða því hún var eins og falleg lítil postulínsdúkka. Fajans gegndi skyldum sin- um sem fegurðardrottning á góðgerðasamkomum og í veizlum frá því kl. átta á Fajans var glaðvær og þráíi mjög allt spennandi. morgnana til fimm é kvöldin

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.