Heimilistíminn - 17.03.1977, Side 23

Heimilistíminn - 17.03.1977, Side 23
sjá um það allt meira eða minna, — og raunar er fólkið allt eins og stór börn, hvert á sinn sérstaka hátt, — og presturinn lika.” Tóti skellihló, bæði vegna þess, að hún kail- aði prestinn barn, og einnig vegna hins, að hann var svo glaður yfir þvi að Bogga hló. „Já, og svo þarftu lika að hugsa um fuglana þina og dýrin,” sagði hann ákafur. „Já, rétt er það,” sagði Bogga og kinkaði kolli. „Dýrin eru beztu vinir, sem við getum eignazt. Þau sýna okkur vináttu og traust allt til hinztu stundar, og það er meira en hægt er að segja um alla menn.” „En hvað um mannýga tarfa og reiða skógarbirni?” spurði Tóti. „Ó, já, þú spyrð um þá, drengur minn,” sagði Bogga. „Stóri boli getur stundum orðið reiður af þvi að standa of lengi á básnum sin- um, og skógarbjörninn getur orðið geðvondur, þegar hann verður gamall og stirður i hreyfing- um og á erfitt með að bera sig eftir björginni. En nú skulum við koma og heimsækja þá, sem aldrei eru skapvondir eða illir viðureignar.” Tóti stökk strax á fætur. Bogga fyllti ofurlitla skál með mjólk, gekk siðan út og niður á túnið, en Tóti fylgdi henni fast eftir. Gamla fólkið sat á bekk úti á svölum og hvildi sig eftir matinn, og smábörnin, drengur og telpa, lágu i grasinu og léku sér að gömlum könglum. Bogga nam staðar stundarkorn. Hún stakk annarri hendinni i svuntuvasann og tók upp tvær kleinur, sem hún rétti börnunum. Þau tóku við þeim, sen sögðu ekkert, störðu aðeins mjög undrandi á hina stóru og sterkbyggðu eldabusku. Vesalingarnir litlu,” sagði Bogga, þegar þau voru komin fram hjá þeim, — þau eru ekki vön að fá neitt án þess að betla.” Já, Tóti hafði heyrt það. Niðursetningar, —það var gamalt fólk, börn og geðsjúklingar, —vesælir einstæðingar, sem hvergi áttu athvarf og gátu á engan hátt séð fyrir sér. Sveitarstjórnirnar komu því svo fyrir, að þessir vesalingar dvöldu vissan tima til skiptis á hinum ýmsu stórbýlum sveitanna. Viðast hvar fékk þetta fólk sómasamlegt fæði og aðhlynningu, en þvi miður var engan veginn hægt að segja, að svo væri alls staðar. Á sum- um bæjum var fullyrt, að það væri látið sofa úti i fjósi eða hlöðu og fengi alls ekki fullnægjandi fæði, yrði jafnvel að ganga um daglega beti- andi. Nei, það var vist ekkert undarlegt, þó að þessi börn væru flóttaleg i viðmóti og hrædd. Tóti leit aftur til þeirra um stund og síðan á Boggu. Honum datt allt i einu nokkuð i hug. „Gætir þú ekki tekið eitt af þessum börnum og verið mamma þess?” spurði hann,... „Ég á við... haft það ailtaf hjá þér.” Bogga nam staðar og leit undrandi til Tóta. „Það er einkennilegt, að þú skulir minnast á þetta, því að ég hef oft hugsað um það sjálf,” sagði hún eftir ofurlitla stund. „Ef ég bara vissi, hvort séra Nikulás ætlaði að vera hér áfram, mundi ég biðja hann að leyfa mér að hafa litlu telpuna hjá mér. Hér vantar hvorki mat né húsnæði.” „Já, gerðu það, Bogga — gerðu það” safiði Tóti. Það er hvergi til eins góð matreiðslukona og þú. öllum ber saman um það. Og þó að komi hér nýr prestur, fer hann varla að fleygja ykk- ur á dyr.” Bogga svaraði ekki en hélt áfram i þungum þönkum. Tóta var ljóst, að hún vildi ekki tala meira um þetta að svo stöddu. — Það var bæði svalt og skuggsýnt inni í fjósinu, og leið þvi nokkur stund, þangað til augun vöndust rökkrinu, sem þar var, því að glaða sólskin var úti. En Bogga var þarna vel kunnug og gekk hiklaust inn eftir tröðinni, fram hjá öllum auðu básunum, og Tóti reyndi að fylgja henni fast eftir. Nei, básarnir voru raunar ekki allir auðir Þarna sá Tóti allt i einu breitt, brúnleitt bak i einum básnum og stórt höfuð, sem sneri sér hægt i áttina til þeirra. Það var hann stóri boli, sem sneri sér hægt í áttina til þeirra. Það var hann stóri boli, sem hafður var inni. Hann sparkaði fast i básinn með annarri afturlöpp- inni, og það drundi draugalega I honum, þegar Bogga nam staðar hjá honum stundarkorn og klóraði honum á milli hornanna. Og þarna — þarna glitraði i græn augu. Það var fjóskötturinn, sem sat á slá milli bása og hafði verið að þvo sér, en horfði nú til þeirra með eftirvæntingu. „Eru kettlingarnir margir?” spurði Tóti. „Kettlingarnir.” sagði Bogga. „Hver hefur sagt þér, að hér væru kettlingar?” „Það hefur enginn sagt mér það,” sagði Tóti. „Ég hélt bara sjálfur, að það hlytu að vera kettlingar.” „Komdu nú með mér hingað,” sagði Bogga og gekk að kálfastiunni, sem var innst i fjósinu, Litla hliðgrindin, sem var fyrir henni, stóð opin i hálfa gátt, og nú opnaði Bogga hana alveg. „Littu nú á, Tóti, hvaðhér er að finna. 23

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.