Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 17.03.1977, Qupperneq 27

Heimilistíminn - 17.03.1977, Qupperneq 27
færið væri langt í kauða. Ég var með þrjátíu núll sex riffil/ ægilegt morðtól og litlar líkur til að komast nær rebba, svo ég lét vaða á hann upp á von og óvon. Þegar hann reis upp í eitt skiptið, varð það hans síðasta. Hausinn hafði nærri fokið af, hékk við á skinnskjöpp. Þetta reyndist vera á f jórða- hundrað metra færi. Gamall, tannslæmur dýrbítur var þarna að velli lagður, grunað- ur um að hafa drepið kind frá Magnúsi á Húsafelli. Þær lágu við opið. Eitt sinn var ég í marz komirin á fallegan stað upp í Geitlandi fyrir sunnan svo- kallað Klettagreni, þá var lítill snjór og gott að sjá hvítar tóf- ur, ef þær voru á hreyfingu. Nú kom ég mér fyrir hjá klettadrang, sem var að eins lægri en ég og fór að gagga. Það var alveg logn. Varla var gaggið hljóðnað, þegar tófa svaraði skammt frá mér, og ég sá, hvar mó- rauð tófa kom á fullri ferð. Ég var með Sakó tvöhundruð tuttugu og tveir, þess vegna gaf ég frá mér gagg, þegar hún var komin í á að gizka hundrað og áttatíu metra færi. Kikirinn var stilltur á það færi. Það hreif, hún stoppaði og steinlá. Þá kvað við gagg, og ég sá hvar hvít tófa kom á mikilli ferð og stefndi á tófuna, sem ég var nýbúinn að skjóta. Þess vegna sótti ég hana ekki en beið eftir rebba, sem ég bjóst við að þetta væri. Ég var að hugsa, hvað rebbi mundi gera, ef hann kæmi að dauðu tófunni, kannski hlaupa burt, svo ég gaggaði þegar hann fór að nálgast tófuhræið. Hann hægði aðeins á sér, en skokkaði áfram og nálgaðist tófuna ískyggilega, svo ég þorði ekki annað en senda hon- um skot. Hann kastaðist á bakið og fæturnar upp í loft, svoleiðis lá hann á bakinu á milli þúfna, kúlan hafði farið rétt ofan við annað augað og eftir honum endilögnum og komið út rétt hjá skottinu. Fallegt skot, á þriðja- hundrað metra færi. Viku seinna var ég á svip- uðum slóðum og gaggaði hvít- an ref til min, hann kom alveg að klettadrang, sem ég lá við, þá var ég líka með Sakóinn. Ég Þorði ekki að hreyfa mig, því hann kom á svo mikilli ferð að ég hætti ekki á að skjóta. Þess vegna kom hann alveg að klettinum, sem ég lá við, og beygði fram með honum og staðnæmdist í um það bil tveggja metra færi. Ég lá alveg hreyf ingarlaus og horfð- ist í augu við hann eitt augna- blik, þá hentist hann aftur á bak og út á hlið, voða aulalegur á svipinn og nam staðar í tíu metra færi. Ég bærði ekki á mér og þá tók hann sprettinn. Þá setti ég mig í stellingar og sendi skot á eftir honum, þeg- ar hann stoppaði aftur og þá í góðu færi. Mörg á ég sporin um f jalla- sali og heiðarlönd, inn að jökl- um frá efstu bæjum Hálsa- sveitar og Hvítársíðu. Mörg var ferðin farin fyrir lítið. Kannski á slóð allan dág- inn, en loks, þegar maður fór að nálgast tæf u, skall á hríð og fauk í slóðina. Þá var nú erfitt oft að ná til bæja. En ef maður fékk tófu, þá var létt að kom- ast til byggða. Gísli Kristinsson, Þormóðsdal, 10.3.1977.

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.