Heimilistíminn - 17.03.1977, Page 26

Heimilistíminn - 17.03.1977, Page 26
Gísli Kristinsson, Þormóðsdal: Fyrir mörgum árum var ég á refaveiðum upp í hásveitum Borgarf jarðar. Þá voru þar skæðir dýrbítir/ sem kallað er, þégar tófur leggjast á fe.' Þa Það var í byrjun apríl, sem þetta gerðist, sem nú greinir frá. Ég var orðinn þaulkunnugur þarna uppfrá og var nú snemma morguns að sniglast upp með Svartá, hún rennur úr Langjökli niður Geitland. Ég vissi um kind, sem tófa hafði drepið, mitt á milli Hvít- ár og Svartár, og vissi ég um góða stað upp með ánni, sem vel sást til rolluhræsins og vindáttin var norðaustan og þess vegna var engin hætta á að tófur fengju veður af mér, ef þær væru við hræið. Ég kom nú á þann stað, sem mér fannst ákjósanlegur: það var hjá hraundrang, sem víð- sýnt var frá. Nú fór ég að horfa í sjónauka, því óðum birti, og þarna var þá dökk tófa að gæða sér á kindinni. Ég beið þarna við klettinn og fylgdist með rebba, þar til hann lagði af stað og stefndi á Hafursfell. Þá gaggaði ég og hef ur þá tófan haldið, að önnur tófa væri að koma í ætið. Þess vegna fór hún til baka og fór að rífa í sig af beztu list. Hún hefur ekki viljað láta aðra tæfu deila með sér kræsingun- um. öðru hverju leit hún upp og hélt svo áf ram að éta. Loksins lagði hún af stað og þegar hún var komin svona fimmtíu metra frá ætinu, þá gaggaði ég aftur. Það fór á sömu leið, tóf an fór aftur í ætið og fór að rífa í sig, af græðgi. Svona gekk það f imm til sex sinnum, þar til hún var víst búin að fá nóg, þá kom rebbi skokkandi beint til mín — í dauðafæri. Þetta var ungur fallegur refur, úttroðinn. Þegar ég tók hann upp gubbaðist úr honum góðgætið. Geitland er mjög skemmti- legur staður til að eiga við tóf- ur í, þó einkum á veturna. Mér f innst nú ekkert varið í að fást við tófur nema á veturna. Þarna er ég búinn að kljást við þær æði margar. Einn ref elti ég langleiðina upp í Haf ursfell. Þá var brota- færi, klammi þegar kom upp í fellið og heyrðist langar leiðír þegar maður gekk, svo ekki var gott að nálgast tófu. Þá var ég ekki farinn að gagga þær til min en rakti sporin. Þessi ferð endaði með því, að rebbi stoppaði utan í háum kletti, þar sem hann sá vel f rá sér. Þar lagðíst hann og var alltaf að rísa upp, og gá etir mér. Hann var búinn að hlaupa upp úr mörgum bælum á allri þessari leið upp allt Geitland. Ég lagðist niður við stein og fór að reyna að gizka á hvað BITVAR Vi 26

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.