Heimilistíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 29

Heimilistíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 29
upp I sína fyrstu ferö með vfsindamenn og rannsóknatæki I júll 1980. Reiknaö er meö fjórum mönnum til fyrstu feröar og geim- ferjan veröur þá á sporbaug um jöröu I marga daga. Og eftir þaö er þaö bara tlmaspursmál, hvenær þú og ég fáum tækifæri til aö fljúga út I geiminn svona rétt eins og viö núna skreppum meö Fokkernum milli Reykjavlkur og Akureyrar, eöa Egils- staöa, eöa Vestmannaeyja, eöa komin I gagniö, þá veröi stutt I almenningsflug um geiminn. Sem fyrr segir er ferján fyrst og fremst smlðuð til geimrannsókna. Henni er fyrst og fremst ætlaö þaö hlutverk aö vera tengiliöur milli jaröar og rannsókna- stööva I geimnum, en sllkar fastastöövar yröu þá fyrsti áfanginn til fjarlægari hnatta en tunglsins. Geimferjan kemur til meö aö þjóna sem vöruflutningatæki og til mannflutninga, og á aö geta fariö I um 200 kllómetra fjarlægö frá jöröu. Geimferjan er um 40 metra löng og verður fyrsta geimtækiö, sem nota má aftur og aftur. Tveimur vikum eftir heim- komu veröur hún tilbúin til nýrrar feröar, og þegar eru 100 feröir út I geiminn komn- ar I áætlun. Fyrsta geimferjan ber nafniö Enter- prise. Henni var I fyrsta skipti rennt út úr skýli skömmu fyrir jól, og fyrstu tilrauna- flugin hófust I ársbyrjun. Þegar til alvör- unnar kemur, mun geimferjan skjótast upp I loftið eins og eldflaug. Engin vand- kvæöi eru talin vera á þessu, en þegar til lendingar kemur, vandast máliö, eins og áöur sagöi. Efasemdir hafa komiö fram um aö mögulegt sé aö lenda svo klunna- legu farartæki meö átta gráöu brattri aö- flugslfnu er hinar straumllnulöguöu flug- vélar nútímans nota. En bjartsýnismenn- irnir segja, aö þetta sé hægt. Tilrauna- flugmenn hafa þegar lent meö þessum hætti — aö visu bara ennþá á herþotum, en þaö sem menn hafa einu sinni gert, má alltaf endurtaka, þótt um annan farkost sé aö ræöa, segja þeir, sem vissuna hafa. Framleiösla fyrstu geimferjanna kost- ar nú um fjóra milljaröa króna, en þegar fram I sækir telja menn aö kostnaöurinn viö hverja ferju veröi um helmingi minni og er fullyrt aö þvi marki veröi náö þegar áriö 1982. Sú upphæö er aöeins hluti þess, sem þaö kostar aö senda eina Saturnus-- eldflaug út I geiminn. Eftir áætluninni á geimferjan aö leggja 29

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.