Heimilistíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 24
Tóti tritlaði inn á eftir henni. Litill gluggi var i veggnum yfir stiunni, og ofurlitill sólargeisli barst á ská niður i bing úr heyi og tuskum, sem var i stiunni. Tóti kraup á kné við binginn og gægðist niður i hann. Það var eitthvað, sem hreyfðist þarna. Hvað skyldi það geta verið? — Tóti var ákaflega spenntur og beindi allri athygli sinni að bingnum, enda sá hann nú brátt, hvers kyns var. Þetta voru fimm litlir, fjarska bústnir hvolpar, sem bröltu nú fram úr bingnum, þegar þeir urðu þess var- ir, að einhver var kominn. „Þetta eru hvolpar,” kallaði Toti fagnandi. „Já, vist eru það hvlpar,” sagði Bogga og hló. Þvi næst tók hún einn þeirra i fangið, ( og hann varð svo feginn og glaður, að hann réð sér ekki fyrir fögnuði og sleikti á henni nefið. „Svona, svona karlinn minn litli, ég hef þegar þvegið mér i dag,” sagði hún hlæjandi og setti hann niður i binginn. „Má ég fá að halda á einum þeirra:” spurði Tóti. „Já vistmáttuþað,” sagði Bogga. „A meðan þú situr, er engin hætta á, að hann meiði sig, þó að hann detti úr fangi þínu.” Það reyndist ekki erfitt fyrir Tóta að ná i einn hvolpinn. Þegar þeir urðu varir við hann, flykktust þeir til hans allir saman og vildu auð- sjánanlega athuga, hvers konar fyrirbæri hann væri. Þeir ýmist þefuðu að honum, eð glefsuðu ofurlitið i hann. En Tóta þótti þetta að sjálf- sögðu ákaflega gaman. Bogga settist á mjaltaskammel á meðan Tóti skemmti sér um stund við hvolpana, lyfti þeim öllum upp, klappaði þeim og gerði gælur við þá og fannst, að þeir væru allir jafnfallegir. En brátt kom i Ijós, að einn þeirra var dálitið rólegri og gætnari en hinir. Þegar hann hafði þefað af Tóta, gekk hann nokkur skref til baka settist á skottið og horfði á hann. Hann var með sömu dökku, gljándi augun og systkini hans og álika þriflegur og bústinn, en hann var ofurlitið minni og ljósari á litinn. Tóti virti hann fyrir sér stundarkorn og rétti svo út aðra höndina. „Komdu til min,” sagði hann. Hvolpurinn hallaði undir flatt og sperrti upp annað eyrað. „Já, komdu bara til mín,” sagði Tóti á ný. Þá stóð hvolpurinn á fætur og lötraði til Tóta með ákaflega skritnum tilburðum, eins og hann væri hræddur við, að hann mundi detta, þó að alls engin hindrun eða fyrirstaða væri á vegi ,hans. Og þannig kom hann loksins til 24 Tóta, sem tók hann strax i fangið og þrýsti hon- um að sér. „Geðjast þér vel að honum?” spurði Bogga. „Já,” svaraði Tóti.....mjög vel.” „Þetta er svo litill tikar-angi,” sagði Bogga. „Hinir hvolparnir eru allir karlkyns. Þú sérð strax, að þessi er rólegri og gætnari.” „Já, það leynir sér ekki! Tóti lyft honum nú upp og horfði framan i hann, en hvolpurinn leit þá feimnislega til hliðar, svo að hvitan i augum hans kom glöggt i ljós. Tóti hafði aldrei farið höndum svo litla, mjúka og fallega skepnu. Hann tók hana aftur i fang sitt og lagði vanga sinn að mjúka höfðinu hennar. Bogga fylgdist með þeim hljóð um stund. „Langar þig kannski til að eignast hann?” spurði hún allt i einu. „Hvað segirðu?” spurði Tóti mjög undrandi. „Ég spurði hvort, þig langaði til að eiga hann?” Tóti horfði ýmist á hvolpinn eða Boggu og gapti af undrun. Hann ætlað tæpast að geta trú- að þvi, að hann mætti eiga hvolpinn, fá að fara með hann heim og hafa hann alltaf hjá sér. „Já, hvort hann vildi! Þau höfðu átt hund heima á Bárðarbæ, þegar hann var litill, en hann var nú dáinn fyrir nokkrum árum. Hann var orðinn svo gamall. Þau höfðu stundum talað um að fá sér annan hund, en það hafði aldrei komizt i framkvæmd, þörfin fyrir hann hafði ekki verið svo brýn. En nú mundi pabbi kannski leyfa honum að fara með hvolpinn? Tóti lagði hvolpinn frá sér og stóð fljótt á fæt- ur. „Ég má til með að spyrja pabba,” sagði hann. „Heldurðu, að hann sé enn úti i hesthús- inu?” „ Já það er hann vafalaust,” sagði Bogga....” skjóztu bara til hans.” Og Tóti lét ekki segja sér það tvisvar. Hann þaut strax út, hljóp yfir túnið og inn i hesthúsið, þar sem pabbi og presturinn voru enn að skoða og tala um fallegu, nýju hryssuna. „Pabbi!” kallaði Tóti og geislaði af gleði... ” má ég eignast litinn hvolp?” Hvita hryssan og hinir hestarnir tveir, sem þarna voru, hrukku við, þegar hann kallaði, og urðu harla órólegir. Presturinn var meira að segja töluverða stund að stilla hvitu hryssuna sina á ný. „Hvað gengur eiginlega á, drengur minn?” spurði pabbi, ákveðinn og alvarlegur.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.