Heimilistíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 13
Nú er svo komiö, aö þaö er fljótlegra aö telja upp þá staði i heiminum, þar sem ABBA er óþekkt fyrirbæri, en hina, þar sem allir þekkja ABBA. Nýlega komu fjór- menningarnir frá Astraliu, þar sem þau geröu stormandi lukku eins og alls staðar annars staöar. Japanir eiga von á þeim til sin innan skamms og ekki er aö efa, aö þeim veröur vel tekiö þar, þvi ekki eru dæmi slikra vinsælda siöan Bitalarnir voru upp á sitt bezta. Þetta byrjaöi allt saman, þegar ABBA fór meö sigur af hólmi i Grand Prix-söngvakeppninni i Brighton áriö 1974, en sigurlagið var Waterloo. Þau höfðu áður veriö velþekkt heima I Sviþjóö, en gengiö illa aö komast inn á alþjóöiega markaöinn. Waterloo opnaöi þeim þar allar dyr og um- boösmaöurinn, Stikkan Anderson var ekki seinn á sér aö nota tækifærið. ABBA sigraöi heiminn bráðlega meö lög- um sem ganga beint irtn i hjarta fólks. Hver platan rak aðra og flestar þeirra eiga þaö sameiginlegt, aö hafa hafnaö á vinsældalistum um allan heim. Fjórmenningarnir i ABBA — Agneta Faltskog, Björn Ulvæus, Benny Anderson og Anni-Frid Lyngstad, voru öll þekkt sem sólóistar áöur en ABBA varö til áriö 1972. Þá má geta þess, aö Benny var á sinum tima i Hep Stars og Björn i Hootenanny Singers, sem hvoru tveggja voru þekktar hljómsveitir lit fyrir sænsku landamærin. Sem sagt: Abba eru enn aö framleiöa fyrir vinsældalista heimsins og við höfum áreiöanlega ekki heyrt þaö siðasta til þeirra. Popp-kornið

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.