Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 14
r Islenski hundurinn frændi norska sveitahundsins Viö rákumst nýlega á frásögn af fs- þangað hunda og önnur húsdýr frá lenzka hundinum i norsku blaði. Þar segir Norcgi. Fljótlega varð mikið um hunda, m.a. að islenzki hundurinn sé afkomandi og þeir á hverjum einasta bæ. norska sveitahundsins, en hann hafi hins i mörgum íslendingasögunum eru vegar þróazt nokkuð á annan hátt en hundar nefndir. i Sturlungu er t.d. talað norski hundurinn, þau ellefu hundruð ár, Um, að: „Hundar hafi fylgt mönnum um sem hann hefur verið með húsbónda sin- allt, og liafi þeir visað mönnum leið milli um á „sögueyjunni.” Þrátt fyrir þaö eiga bæja og einnig fylgt þeim á lengri þeir margt sameiginlegt. islenzki leiðum.” hundurinn sé einn hinna sjaldgæfustu I i bók frá sautjándu öld segir: ,,fs- heiminum. lendingar voru svo nátengdir hundum sin- Þegar Norðmenn hófu landnám á fs- Um, að sjaldgæft var að sjá bónda hund- landi upp úr árinu 870 fluttu þeir með sér lausan." Fyrr á öldum var islenzki hundurinn notaöur sem bú- og smalahundur og raun- ar til alls þess, sem hann var nothæfur til, rétt eins og hinn norski frændi hans. Hann var einnig notaður til þess að halda hesta- lestum á réttri leið, segir í norsku grein- inni. A fimmtándu öld var nokkuö flutt út af islenzkum hundum til Englands. Um það leyti höfðu Englendingar mikil verzlunar- viðskipti við tslendinga. Þeir tóku hvolpa með sér til Englands en á þessum árum var íslenzki hundurinn i mjög miklu uppá- haldi hjá enskum hefðarmeyjum. Já, og meira að segja Shakespeare nefnir hund- inn i Hinriki V, i öðrum þætti, þar sem hann talar um islandshund, ög eyru hans. Maðurinn sem skrifar greinina, Otto Opstad, heldur áfram frásögn sinni af hundunum, og segir, að á siðustu öld hafi komið upp sjúkdómur i hvolpum sem hafi höggvið stórt skarð I hundastofninn. Þrir fjórðu hundastofnsins féllu fyrir þessum sjúkdómi, og bændur lentu i miklum vandræöum. 1 framhaldi af þessu hækk- uöu islenzku hundarnir mjög i verði, og var hundurinn metinn á einn hest og tvo sauði. Opstad lýsir nú íslenzka hundinum eins og hann á að vera, ef hann er hrei.i- ræktaður. Segir hann, að hundurinn sé mjög vitur, og blíðlyndur að eðlisfari. Einnig sé hann fjörugur, og hann sé á all- an hátt mjög hentugur sem heimilishund- ur. Hinn enski Kennel Club skráði hundinn fyrst árið 1905, en hann hafði þó verið vel- þekktur um alla Evrópu mun lengur. Þá segir Opstad, að undanfarin ár hafi nokk- uð verið fiutt út af íslenzka hundinum til Englands þar sem menn leggi allt kapp á að hreinrækta liann. Segist hann vona, aö með þessu og einnig þvi, að á Islandi séu nokkrir einstaklingar, sem hreinrækti hunda, þá sé iklenzka hundastofninum borgið, og vonandi eigi hann ekki eftir að hverfa. 14 (þ.fb)

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.