Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 10
BORGFIZK LAUNDÓTTIR
HÓLABISKUPS
1
Ferðalög voru erfið og timafrek fyrr á
öldum. Allt var fariö á hestum, og þurfti
mikil og góð föng og útbúnað til að allt
yrði i lagi betta orsakaði þaö að i löng
ferðalög var ekki ráðizt nema að mikla
nauðsyn bæri til.Ýmsir embættismenn
landsins, svo sem biskupar, lögmenn,
sýslumenn, prófastar og jafnvel prestar
uröu oft á tiðum að fara i erfið og löng
fprðalög milli landshluta og fjórðunga.
Yfirreiðar biskupanna, jafnt Hóla- og
Skálholtsbiskupa, voru umfangsmikil
fyrirtæki og kostuðu offjár og mikinn og
góðan útbúnað. Hólabiskup fór yfir sitt
biskupsumdæmi einu sinni á ári, en Skál-
holtsbiskup fór yfir sitt biskupsdæmi á
þremur árum. Langerfiðast var að fara
austur i Múlasýslur, var þá farið yfir
óbyggðir og öræfi austur, en i byggð til
baka. A stundum lentu biskup og
leiðangur hans i villum á öræfunum, og
komust jafnvel i byggðir útilegumanna,
eins og frægt er með Odd biskup Einars-
son i' Skálholti.
Eins og nærri má geta urðu biskupar að
hafa með sér mikið og fritt föruneyti,
reynda menn i feröalögum óg ratvisa. Allt
varð að skipuleggja fyrirfram og út-
búnaður allur varð að vera hinn traust-
asti, haldgóður og öruggur. Vissar
skyldur hvilduá prestssetrum og prestum
og voru aðallega innifaldir i aö útvega
hesta og endurnýjun á ýmiss konar út-
búnaði, jafnframt aö hafa til taks leið-
beinendur og leiðsögumenn ef svo bar
undir. Um þetta voru gamlar gildandi
reglur er voru mótaðar frá miööldum.
10
Ferðir embættismanna áður fyrr milli
landsfjórðunga voru hinir erfiðustu. Þeim
fylgdu margs konar erfiðleikar og vanda-
mál. Það var ekki alltaf skemmtilegt að
þurfa vikum saman að gista i tjaldi, jafn-
vel i misjafnri tið. Allur tjaldútbúnaður
var hinn frumstæðasti og mjög erfitt og
nær þvi útilokaö að þau væru held og
örugg. 1 raun var þetta ekki hent nema
ungum og hraustum mönnum. Vosbúð i
ferðalögum var hin versta, kuldi og kalsi
sótti að mönnum af fullum krafti, og or-
sakaði siðar meir alls konar kröm og
veikindi.
Ungum mönnum var það eftirsóknar-
vert fyrst I stað að fara i löng og erfiö
ferðalög. Skólasveinar og nývigðir prest-
ar voru oft i ferðum biskupa og varð þeim
oft mikið gagn að yfirferðum þeirra um
héruð og fjarlægar sveitir. Þar kyntust
þeir mörgu sem þeim varð að miklu haldi
siðar i ævistarfi sinu.
En öðru máli var að gegna með em-
bættismennina. Þeim varð ferðalagið oft
hreinasta kvöl. Þeir urðu langdvölum að
dvelja frá heimili sinu, konu og börnum.
Þeim varö þetta auðvitað mest til raunar,
þegar þeir voru nýkvæntir og höfðu mikla
þörf til að vera hjá konu og fjölskyldu.
Það var þvi von, að þeir leituðu eftir
ýmiss konar ævintýrum á leið sinni, og
eru af þvi ýmsar sögur.
2
Sagan greinir að Guðbrandur Hóla-
biskup Þorláksson hafi þurft einhverra
erinda suður i Skálholt. skömmu eftir að
hann varð biskup á Hólum i Hjaltadal.
Hann var þá nýkvæntur og búinn að koma
sér sæmilega fyrir á staönum. Þess er
ekki getið, hverra erinda hann fór suður,
enda skiptir það ekki máli i þessari frá-
sögn.
Þessi ferð var farin yfir hásumarið,
þegar bezt var aö ferðast um fjöll og firn-
indi. Hann fór að visu byggð að mestu,
eins og hægt var, enda var það heppilegt
fyrir hann, þar sem hann var nýskipaður
biskup og þurfti að vekja á sér athygli
reisn sinni og höfðingsbrag. Biskup fór
um uppsveitir Borgarfjarðar og norður
Arnarvatnsheiöi frá Kalmanstungu. Ferð
hans gekk greiðlega og varð fátt til frá-
sögu um atvik hennar. En annað varö i
efni, sem lifað hefur i vitund og sögum
kynslóðanna.
Kvöld eitt kom Guðbrandur biskup með
föruneyti sinu I Kalmanstungu og tók sér
þar náttstað rétt við völlinn, skammt frá
stöðli bæjarins. Þarna var ákjósanlegur
áningar- og gististaður. Slógu biskup og
sveinar hans upp tjöldum og sváfu af um
nóttina.
I þennan tima bjó ekkja fremur fátæk
með börnum sinum mörgum i Kalmans-
tungu. Börnin voru sjö og var elzt dóttir,
erHelga liét og var hún á nit jánda ári. Hún
hafði þann starfa að gæta búsmala. Um
morguninn vaknaði biskup árla og svein-
ar hans. Þeir fóru til að gæta að hestum og
varð biskup einn eftir i tjaldi sinu, og var
það opiðþvihann vildi fylgjast með þvi er
fram gæti farið þarna á stöðlinum.
Ekki leið löng stund, þar til bikup sá
stúlku unga, forkunnar fagra reka fjárhóp
allvænan til stöðulsins. Biskup varð þegar