Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 33
— Skiptir það máli, Pearl? spurði Mary enn hálf- hrædd. Systir hennar var svo undarleg á svipinn. — Nei, auðvitað ekki, svaraði Pearl hálfkæfðri röddu. — Ég...ég ætla að hringja til Davids eins og þú stakkst upp á. Ég er þrátt fyrir allt trúlof uð hon- um. Svo tók hún til aftur að hlæja — og þó ekki hlæja. — Pearl, Pearl! Mary hristi hana. — Hvað er að? Viltu ekki segja mér það? — Það er ekkert....ekkert, sagði Pearl og tók á öllu sínu til að verða eðlileg aftur fnnast mér þetta bara fyndið. Báðar systurnar trúlofaðar keppinaut- unum. Ennþá fyndnara vegna þess að þú ert einka- ritari Davids. Þess vegna hló ég. En það voru tár i augum hennar og hún beit á vörina svo minnstu munaði að blæddi. Pearl settistá rúmstokkinn og greip báðum hönd- um um síðuna. I kinnum hennar voru rauðir dílar. Hún leit uppog sagði: — Hef urðu nokkuð á móti þvi að fara núna. Ég þarf að klæða mig. — Ég þarf hvort sem er að fara aftur til Leigh- tonsfield, sagði Mary. — Þá kem ég kannski með þér. Ég ætla á f undinn hjá Judson, þrátt fyrir allt. Röddin var rám og ögr- andi. Það varð ný þögn, og síðan sagði Mary: — Ég ætla líka á fundinn hjá Judson. Ef þú vilt, skal ég bíða eftir þér niðri. — Já, hvers vegna ekki? svaraði Pearl. Ferðin til Leightonsf ield var langt f rá því að vera skemmtileg. Pearl sat úti í horni á bilnum og þagði. Svipur hennar var einkennilega frosinn og hanzka- klæddar hendurnar kreistu veskið. Mary leið illa Um tíma haf ði þeim Pearl komið svo vel saman, en nú virtist hafa myndazt múr milli þeirra. Mary hafði á tilfinningunni að Pearl hataði hana. Salurinn var þéttsetinn. Mary hafði ekki farið á fund hjá Judson áður og ekki heyrt hann halda ræðu. Brátt kom hann upp á pallinn. Hann leit niður þangað sem stúlkurnar tvær sátu. Mary brosti til hans, en tók eftir, að hann horfði ekki á hana. Hann horfði á Pearl og hún á hann. Þau brostu ekki. Andartak brá fyrir sama frosna svipnum á andliti hansog hafði veriðá Pearl. I svip fann hún eitthvað milli þeirra, eitthvað svo sterkt, að óttatilf inningin, sem hún hafði fundið til áður, kom aftur. Þar sem hún var vön hógværum og málefnaleg- um ræðum Davids, fannst Mary Judson allt of há- stemmdur. Athygli hennar tók að dreifast. Hún leit aftur á Pearl, sem sat þráðbein og spennt og dró andan óvenju hratt. Það var einkennileg glóð i dökkbláum augunum. Mary leið skyndilega illa. Hún var hrædd um hamingju Davids, sem skipti hana svo miklu máli. Hver yrði endirinn á þessu öllu? Mary hefðÞjafnan viljað fara leiðar sinnar, þeg- ar fundinum lauk og áður en Judson stigi niður af pallinum. En Pearl hafði greinilega ekki hugsað sér að fara. Mary hvíslaði í eyra henni: — Heldurðu, að það sé ekki bezt að við komum okkur út? En hún virtist ekki heyra. Jafnvel, þegar Mary greip í handlegg hennar tók hún ekki eftir þvi. Þær sátu enn, þegar Judson steig niður af pallin- um. — Halló, Mary. Hann greip f yrst um hönd hennar og þó vissi Mary, að hann var ekki að hugsa um hana, heldur Pearl. — Gaman að þið skylduð koma. — Haltu áfram, sagði Pearl í hörkulegum tón. — Kysstu hana. Vertu ekki að taka tillit til mín, Jud- son. Kysstu hana! — Auðvitað kyssi ég hana, svaraði hann glettnis- lega. Hann dró Mary að sér andartak og snerti varir hennar með sinum. — Ef ég væri trúlof uð þér, mundi ég ekki láta mér nægja svona kossa, sagði Pearl. — En þú ert það nú bara ekki, benti Judson rólega á. — Ég gæti líka trúað að þið Mary hefðuð gjörólík- ar hugmyndir um þá hluti. — Svo þú heldur það? Rödd Pearl var ennþá hörð og ónotaleg. — Mig grunaði það líka. Þú hélzt að með því aðtrúlofast Mary værirðu laus við mig, er það ekki, Judson? Slyppir f rá öllu við mig, sem þér mislikar. Ég veit hvers vegna þú trúlofaðist Mary. Þú hélzt að hún væri öryggi þitt. Þú hélzt, að þú yrð- ir öruggur fyrir mér, um leið og þú værir kvæntur henni. — Pearl...hann greip um handlegg henni. — Þú veizt ekki hvað þú ert að segja! Hvernig vogarðu þér að segja þetta! Þú veizt að Mary hefur lofað að verða konan mín! — En þú elskar hana ekki. Pearl sagði þetta milli samanbitinna tanna. — Þú ert skræfa, Judson, skelf ilega mikil skræfa. Þar með snerist hún á hæli og nær hljóp út úr salnum. Judson elti hana, en þegar hann var kominn hálf a leið að útidyrunum, nam hann staðar og kom af tur til Mary. — Hvað þýðir það? Hann yppti öxlum. — Við myndum bara halda áfram að svívirða hvort ann- að. Skilurðu ekki, að ég hafði á réttu að standa, þeg- ar ég sagði, að það yrði kvöl fyrir okkur Pearl að vera saman? Hún er gröm, það er allt og sumt, gröm vegna þess að ég trúlofaðist þér, því hún vill halda að hver einasti karlmaður sé hrif inn af henni einni. — Ég...ég held...að hún sé hrifin af þér, sagði Mary niðurdregin. — Hrifin! Hann greip orðið á lofti. — Já, það er rétt hjá þér. Hrif in, en það endist ekki. Ég er henni ný reynsla. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir hvað mundi gerast, ef ég héldi þessu áfram. Hún myndi skemmta sér með mér um tíma og gefa mig síðan upp á bátinn. Eitthvað annað meira spennandi hefði komið fram á sjónarsviðið. Já, þannig yrði það. — Hann talar svona til að sannfæra sjálfan sig, hugsaði Mary.— Hann er æstur og óhamingjusam- ur. — Við skulum koma að borða, sagði hann allt i einu.— En við skulum fá okkur drykk fyrst. Hann stormaði út úr salnum með Mary á hælunum. Bíllinn hennar var horfinn. Pearl hafði líklega farið á honum heim til Catchard Park. Jæja...hún brosti dauflega...dæmigert af Pearl. Þau borðuðu hádegisverð. Judson var ekki ölvað- ur, en hann hafði fengið sér mörg glös, þótt þau 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.