Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 20

Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 20
FYRIRMYND MÍN í LÍFINU Frá því ég var sextán ára vorum við pabbi alltaf saman dag- langt. Hann las mér f yrir Dagbókina/ eða ég var að hreinrita hand- ritin hans. Það voru fáir aðrir, sem gátu lesið skriftina hans. AAargir misskildu pabba f þá daga, en ég skildi hann dæmalaust vel. Þess vegna urðum við tengdari hvort öðru. Pabbi var alltaf góður við mig og vingjarnlegur, segir Aleksandra, dóttir Leo Tolstojs. Hún talar ósköp lágt þarna sem hún situr við kringlótta eldhús- borðið í litla hvlta húsinu með grænu gluggahlerunum á Tolstoj Centre rétt utan við New York. Aleksandra, eða Sasja, eins og faðir hennar var vanur að kalla hana, fæddist þegar Tolstoj var 56 ára gamall, eða eftir að hann haf ði getið sér f rægð f yrir'Striö og f ríó og sömuleiðis önnu Karenínu, og þegar hann var mitt í trúarlegu og heimspekilegu átökunum, og í nokkru stfíði við f jölskyldu sína. Nú er Aleksandra Tolstoj sjálf orðin gömul kona, 93 ára, hrukkótt og bogin í baki, með þunnt grátt hár, sem tekið er saman í ofurlftinn hnút i hnakkanum. — Vinstra augað er or&ið heldur lélegt, segir hún. Hún á mjög erfitt með að hreyfa sig innan dyra, enda þótt hún sé i nokkurs konar göngustól. >ess vegna getur hún ekki farið með gestunum og sýnt þeim bygginguna, sem byggö var fyrir Tolstoj-stofnunina. Hún og vinkona hennar frá gömlu dögunum i Rússlandi, Tatjana Schaufuss stofnuðu hana árið I939isamvinnu viöhóp menntamanna, og höföu þá ekki nema 25 dollara til að byrja með. Tatjana er nú 84 ára. Takmarkið með þessari stofnun var að hjálpa flóttamönnum úr fyrri heim- styrjöldinni og að koma á fót rússnesku menningarsetri i Bandarikjunum. Eftir þvi sem timar liöur fóru flóttamenn viðar að en frá Rússlandi aö koma til stofnunar- innar. Þeir komu frá Austur-Evrópu og Suðaustur-Asiu, en samt má heyra mest- megnis talaða rússnesku undir krónum trjánna I garðinum, og einnig heyrist franska tfðum. Þeir sem búa i Tolstoj-stofnuninni eru flestir orðnir gamlir.Þar má sjá myndir á veggjunum af stoltum liösforingjum úr her Rússakeisara. Skartgripir kvennanna benda lika til þess, aö þær hafi lifað öðru og óliku lffi hinum megin á hnettinum fyrir óralöngu. Aleksandra Tolstoj er sjálf af aðals- ættum i gamla Rússlandi, en hún klæðir sig nú á mjög einfaldan og látlausan hátt. Hún er enn i sama svartdoppótta bómullarkjólnum, sem hún tók á móti Aleksander Solsjenitsyn i, þegar hann kom i stofnunina fyrir nokkrum árum, og hún erekki með skartgripi, utan stálúriö, sem hún hefur á (ilnliðnum. — Fjölskyldan var fööur minum mjög reiö, vegna þess að hann gaf útgáfuréttinn og þar meö hugsanlegar tekjur af því, af þvi, sem hann skrifaði eftir 1884. En samt var hann réttlátur. Hann lét fjölskyldunni eftir útgáfulaunin fyrir m.a. Strið og fríð og önnu Kareninu. Það var nóg fyrir þau aö lifa af. Sjálf tók ég ekki við neinu, eftir að hann lézt. Ég vann stööugt, og I raun- inni hef ég aldrei haft áhuga á peningum, bætir hún viö. T mörg ár vann Aleksandra Tolstoj baki brotnu við að halda Tolstoj-stofnuninni gangandi. Nú hefur hún þó setzt i helgan stein og eyðir timanum i að láta hugann reika aftur til viðburðarikra daga, sem hún er einstaklega þakklát fyrir að hafa 20

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.