Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 25
Tóti hreyfði fótinn með varfærni og kinkaði
kolli.
,,En hann er eitthvað svo skritinn, — mér
finnst hann alveg tilfinningalaus,” kjökraði
hann.
,,Þá reynum við að breyta þvi til bóta sem
fvrst,” sagði Bogga hughreystandi.
Hún settist á skiðin, klæddi sig i flýti úr skó
og sokkum á öðrum fætinum, og gerði það
sama við dofna fótinn á Tóta. Þvi næst klæddi
hún hann í hlýju sokkana sína, þvi að auðvitað
var hún i tvennum ullarsokkum, eins og hygg-
inn ferðalangur, — og neri fótinn kröftuglega
di júga stund. Siðan festi hún skóinn á hann á
ný og einnig skiðin, og reisti hann loks á fætur.
Efti r þessa þrekraun var hún bæði orðin þreytt
og heit.
,,Jæja, blessaður karlinn,” sagði hún glað-
lega og tók utan um hann, — nú leggjum við
strax af stað.”
Tóti reyndi, en fóturinn vildi ekki hlýða hon-
um.
,,Komdu bara,” sagði Bogga — ,,og styddu
þig við mig, en gleymdu ekki stafnum.”
„ En hvernig fer með kálfinn?” spurði Tóti.
Elgskálfurinn lá þarna enn fastur og horfði á
eftir þeim. Og það var ekki liklegt, að honum
tækist að losa sig.
„Pabbi þinn sækir hann seinna,” sagði
Bogga, — ,,og hann þolir meiri kulda en þú.
Komdu nú strax.” *
Eftir nokkra stund voru þau komin út úr
skóginum og niður á vatnið.
Tóti leit yfir hinn langa, slétta isflöt og efað-
ist um með sjálfum sér, að hann mundi
nokkum tima geta gengið alla leiðina heim.
Hann var stirður i hreyfingum og var óttalega
kalt.
„Ég hef svo einkennilega stingi i fætinum,”
sagði hann.
„Alveg ágætt,” sagði Bogga, „þá er lif að
færast í fótinn á ný, en það er i fyrstu dálitið
óþægileg tilfinning.”
„ Já, ég finn bara töluvert til,” kjökraði Tóti.
„Það lagasi íijótí, Tóti minn,” sagði Bogga
hughreystandi, stakk upp i hann ilmandi
kleinu, sem Tóti kunni vel að meta, og nuddaði
fótinn enn nokkra stund til að auka blóðrásina
til hans.
„Já, þetta lagast allt bráðum, blessaður
karlinn, „endurtók hún brosandi... „en ef þú
hefðir ekki týnt vettlingunum þinum, og ef þú
hefðir ekki haft þetta hlýja dýr til að liggja á,
þá veit ég svei mér ekki, hvernig farið hefði
fyrir þér.”
„Ég ætlaði að bjarga kálfinum”, sagði Tóti.
„Við ættum liklega að segja, að þið hafið
bjargað hvor öðrum, elgskálfurinn og þú,”
sagði Bogga brosandi.
„Og þú bjargaðir bæði honum og mér, af þvi
að þú fannst okkur,” sagði Tóti og reyndi lika
að brosa.
„Nei, hvað er nú þetta?” kallaði Bogga allt i
einu, — „er ekki þarna hestur á ferð?”
Tóti horfði ákaft i áttina, sem hún benti... Jú,
þetta var áreiðanlega Brúnn með sleðann.
Hann kom á hröðu brokki niður eftir, frá
Bárðarbæ, og pabbi og afi sátu báðir á
sleðanum.
Bogga hóaði hátt og veifaði stafnum, — og
pabbi hóaði á móti.
Nú gátu þau farið sér rólega, þvi að það leið
áreiðanlega ekki á löngu, þangað til þeir kæmu
til þeirra. Brúnn var þegar kominn út á isinn á
vatninu og fór svo geyst, að ismolar hrukku i
allar áttir undan skaflajárnuðum hófum hans.
Þetta kvöld var margt spjallað i hlýjunni
kringum hlóðirnar. Tóti sat á stól, vafinn inn i
teppi, studdi fótum við hlýjan hlóðasteininn og
hafði jafnað sig að fullu eftir hrakningana.
Pabbi og afi höfðu sótt elginn unga og komið
honum fyrir i fjósinu. Nú lá hann þar hinn
rólegasti hjá Þyt, og það var ekkert annað að
honum en það, að hann þurfti að fá að éta og
hvilast. Þeir höfðu ákveðið að skjóta skjólshúsi
yfir hann, þangað til snjóa tæki að leysa og
hann gæti fundið næga fæðu.
Tóti og Bogga urðu að segja alla söguna eins
og hún hafði gerzt. Mamma var innilega glöð
og sagði, að hún gæti aldrei þakkað Boggu eins
og vert væri.
„Og við, sem vorum hér að hamast við
heimilisstörfin og datt engin hætta i hug,”
sagði mamma hvað eftir annað. Já, þvilikt og
annað eins!
„Já, en svo komu þeir pabbi og afi,” sagði
Tóti.
„í fyrstu vissum við auðvitað ekkert, hvar
við áttum að leita að þér, og horfðum i allar
átth'. En þegar við sáum ykkur úti á isnum,
vorum við fljótir að spenna Brún fyrir sleðann,
— annars er með öllu óvist hvenær við hefðum
fundið ykkur.”
„ Nú hefur Tóti lært að gæta sin betur,” sagði
Bogga. „Ilugsaðu þér bara, Tóti, ef renningur
hefði verið og sporin þin fennt i kaf.”
„Já,” sagði Tóti og var hugsi um stund. Þvi
25