Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 19
úskrókur
Nú er tími til að nota
grænmetið okkar
Fyllingin er hrærð saman og siðan er
henni smurt á hvern selleribita fyrir sig.
Þetta er eins og ég gat um áðan gjarnan
borið fram með vini eða öli, i staðinn fyrir
—eða með— ostum og kexi eða saltstöng-
um. Einnig má hafa selleristönglana i
staðinn fyrir salat með mat.
Paprika með sveppafyllingu
Þennan rétt er gott að bera fram sem
sérrétteða forréttmeð mat. Takið fjórar
rauðar eða grænar paprikur.
FYLLINGIN: 400 gr sveppir, 2 laukar,
25 gr. smjör eða smjörlíki, 2 msk hveiti, 1
dl. tómatsafi eða kjötsoð, 1 dl rjómi, 1 söx-
uð hvit lauksskifa, 1 tsk salt.
Ofan á ersettur ca 1 dl. rifinn ostur.
1. Stilliö ofninn á ca 250 stig.
2. Skerið paprikurnar i tvennt og takið
kjarnann úr þeim og skolið þær siðan.
3. Stingið þeim niður i léttsaltað vatn i
ca 2 minútur.
4. Takið paprikurnar upp úr vatninu
aftur og látið það renna vel af þeim. Setjið
þær i smurt eldfast mót.
5. Taki^sveppina og hreinsið þá, ef þeir
eru nýir, látið annars safann renna af
þeim. Saxið laukinn smátt.
6. Sveppirnir og laukurinn eru nú létt-
brúnaðir i feitinni. Stráið hveitinu yfir,
hellið vökvanum yfir og kryddið og
blandið hvitlauknum út I. Látið þetta
sjóða i 3-5 minútur.
7. Fyllið paprikurnar nú með þessum
sveppajafningi og stráið ostinum yfir allt
saman.
8. Látið þetta vera i ofninum i ca 10
minútur, eða þangað til paprikumar eru
farnar að hitna og osturinn að bráðna.
fb
19