Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 23
Hann hallaðisér fram yfir bakið á elgnum og
stakk fingrunum inn i hlýjan feldinn.
„Ég vona að þau hugsi fljótlega til min,”
sagði hann við kálfinn. ,,Þá fara þau að svipast
um eftir mér, og svo finna þau okkur áður en
langt liður og hjálpa okkur báðum úr þessari
sjálfheldu. Mér þykir vænt um, hvað þú ert
hlýr og rólegur. Og ég ætla mér alls ekki að
hræða þig neitt.”
Kálfurinn sneri höfðinu og leit til drengsins.
Hann reyndi öðru hverju að losa sig, en hon-
um tókst ekkert betur en Tóta. Og svo lágu þeir
þá þarna báðir ósjálfbjarga i skaflinum, á
meðan sólin hvarf að fullu á bak við fjöllin, og
frostþokan teygði sig inn á milli trjánna.
10. kafli
Bogga finnur rauðan vettling.
Um það bil klukkustund eftir að sól var sezt,
kom þrekvaxin kona gangandi á skiðum eftir
Bárðarvatni. Hún var vel búin, hafði gildan
staf i hendi og á baki stóra barkartösku, sem
var full af alls konar góðgæti.
Þetta var Bogga.
Hún hafði fengíð fri frá störfum einn dag fyrir
jólin, eins og undanfarin ár, til að skjótast i
heimsókn upp i Bárðarbæ. Hún hafði lika fulla
þörf fyrir ofurlitla hvild og tilbreytingu, þvi að
það hafði verið mjög mikið að gera á prestsetr-
inu, eins og raunar alls staðar á þessum tima.
Hún var i bezta skapi, eins og alltaf einkenndi
þessa trúu ogdyggu vinnukonu og henni miðaði
furðu vel áfram. Ferðin upp eftir hafði gengið
ágætlega i góða veðrinu, og hún raulaði létt og
fjörugt lag. Innan skamms var hún komin út á
mitt vatnið og að þvi komin að beygja upp að
Bárðarbæ.
Þá nam hún skyndilega staðar og leit á isinn.
Fyrir framan hana lá rauður vettlingur og
ofurlitill vöndur af einiviðargreinum. Bogga
tók upp vettlinginn og virti hann fyrir sér.
,,Já, einmitt, það er þá þannig,” sagði hún
við sjálfa sig. ,,Hér hefur nýlega verið á ferð
drengur, sem hefur týnt vettlingnum sinum.
En hvar skyldi hann vera núna?”
Hún athugaði málið nánar, og kom þá fljótt
auga á skiðaslóðina.
,,Já, einmitt það.” sagði hún aftur. ,,Hann
hefur þá gengið á skiðum yfir vatnið. Og þarna
hefur þá gengið eitthvert dýr lika? Já, þvi gat
ég einmitt búizt við, — hann hefur verið að
rekja slóðina.”
Hún stóð enn kyrr stundarkorn og hugsaði
málið nánar. Siðan hélt hún áfram að tala hátt
við sjálfa sig.
,, Hann hefur ekki farið sömu leið til baka, þvi
að hér er aðeins ein skiðaslóð. Hann er því enn
að svipast um eftir dýrinu og er liklega aleinn.
Og þvi gæti ég trúað, að þetta væri hann Tóti
litli. Það er réttast, að ég athugi þetta nánar”.
Þvinæst stakk hún vettlingnum i vasann,
breytti um stefnu og fylgdi skiðaslóðinni rösk-
um skrefum.
Á meðan þetta gerðist, voru þær mamma og
amma önnum kafnar við hreingerningar og
önnur heimilisstörf.
,,Hvers vegna heldurðu, að Tóti sé svona
lengi,” sagði mamma.
,,IIann hlýtur að koma á hverri stundu,”
sagði amma, — ,,ef til vill hefur hann verið að
leita að yrðlingnum sinum.”
Mamma leit út um gluggann.
,,Hann hefði raunar átt að vera kominn,
drengurinn. Sólin er sezt, og hann átti aðeins að
sækja fyrir mig fáeinar einiviðargreinar”.
,,Já en þú veizt nú vel, að hann gleymir sér
stundum,” sagði amma hughreystandi. ,, Ef
til vill er hann þegar kominn heim og eitthvað
að dunda i smiðjunni hjá piltunum. Við getum
litið þangað eftir litla stund.”
Og mamma sætti sig við þessa niðurstöðu i
bili. Þær voru vanar þvi, að Tóti þaut viða um,
meðan bjarta stundið hélzt og veðrið var gott,
en hami hafði alltaf kornið heim áður en
dimmdi. Bogga var nú komin yfir vatnið,
nam þar staðar um stund og athugaði slóð
Tóta.
,,Hann hefur farið upp bakkann á vondum
stað, strákurinn,” tautaði hún við sjálfa sig.
Þvi næst kallaði hi'm nafnið hans hátt, svo að
það bergmálaði milli ásanna.
En það svaraði enginn.
,,Jæja, þá er ekki um annað að ræða en að
prila upp bakkann,” sagði hún ákveðin ....
,,Þetta er liktónum Tóta litla.... En nú hætti ég
ekki,” sagði hún harla móð, ,,fyrr en ég hef
fundið drenginn, þó að ég þurfi að kjaga alla
leið upp á Ilvannahnjúk.”
En Bogga þurfti ekki að fara svo langt.
Þegar hún var komin upp á bakkann og hafði
gengið að grenitrjánum, kom hún strax auga á
Tóta. Hann lá á baki elgsins og steinsvaf.
Bogga nam staðar og horfði til hans óttaslegin.
Tóti ...?” Mælti hún lágum rómi.
í fyrsta sinn um lengri tima var enginn þrótt-
ur i rödd hennar.
23