Heimilistíminn - 30.11.1978, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 30.11.1978, Blaðsíða 9
Þetta atriöi er mikilsvert og sýnir vel vanmátt og getuleysi rikjandi trúar i landinu, þegar vilji fólksins snerist gegn ætlunum hennar og lögum. Aö visu má færa að þvi nokkur rök, aö afstaöa yfir- valdanna hafi aö nokkru breyst meö framkvæmd verzlunarfrelsisins áriö 1854, og hafi þaö að nokkru dregiö úr áhuga kirkjuyfirvaldanna I málefnum mormóna i Vestmannaeyjum, en engin bein rök hef ég fundiö fyrir þvi. 2. Fyrst eftir för Guömundar gullsmiös og Samúels Bjarnasonar úr Vestmanna- eyjum sumariö 1854, bar ekki mikið á mormónunum i Vestmannaeyjum fyrst i staö. beir fóru sér rólega. En þaö var aðeins hlé fyrir storm. Aöstaöa mormónanna haföi breyst aö þvi leyti, aö nú voru foringjar þeirra menn, sem voru í miklu áliti i Vest- mannaeyjum, vegna borgaraiegrar stööu sinnar. Loftur Jónsson var vel metinn maöur, haföi veriö valinn til margra trúnaöarstarfa fyrir samborgara sina, og unnið þau störf vel af hendi. Magnús Bjarnason beykir á Helgahjalli, var mikilsmetinn iönaöarmaöur, trúveröugur og mjög vel aö sér og greindur. Þeir voru báöir gætnir, lifsreyndir og hyggnir en langt um liöur, aö þessi skýrsla þess Ffá þessu skeiöi I sögu mormónahreyf- ingarinnar, eru ekki fjölskrúöugar heimildir, en samt sem áöur eru þær nokkrar og skal nú aö þeim vikiö. Séra Brynjólfur Jónsson prestur I Vestmannaeyjum ritar sýslumanni von Kohi 29. október 1855 á þessa leiö: ,,aö siöasta fólkstal, sem tekiö var hér I sókn 1. október siöast liöinn, hver þá einnig var, eftir fyrirlagi hinnar Islenzku stjórnardeilda, spurt um trúarbrögö hverrar persónu, þá hefur Loftur Jónsson i Þórlaugargeröi, játaö, aö auk hans sjálfs, væru á hans heimili tveir mormónar, nefnilega, kona hans, Guörún Hallsdóttir og^ stjúpsonur hans, Jón Jónsson. Einnig hefur tómthúsmaöur Magnús Bjarnason fullyrt, aö kona hans og vinnukona, Kristin Magnúsdóttir, væru mormónar. Sömuleiöis hefir vinnukona nokkur Vigdis Björnsdóttir I Fredens- bolig, játaö sig mormónatrúar. Þannig hafa þá, siöan þeim hérverandi mor- mónapresti, gullsmiö Guömundi Guö- mundssyni var frá verslegri hálfu fyrir- boöiö aö útbreiöa trú mormóna, viöbætst fimm mormónar, nefnilega: Jón Jónsson, og Guörún Hallsdóttir, móöir hans, i Þór- laugargeröi, Kristin Magnúsdóttir, Þuriö- ur Magnúsdóttir ( sem þó hefir lfklega fyrr veriö oröin Mormóni) og Vigdis Björnsdóttir. Hvernær eöa af hverjum þessar persónur séir skiröar mormóna- skirt ( sem sjálfsagt veröur aö vera, ef þeir eiga aö geta kallast mormónar), er mér ei kunriugt, þó hlýtur þaö annaöhvort aö vera Loftur eöa Magnús Bjarnason eöa báöir i sameiningu, og hafa þeir þvi brotiö þau hér gildandi kirkjulög.” Prestur endar bréfiö meö þeim oröum, aö hann haldi, aö þeir muni halda áfram uppteknum hætti, og veröi hann þvl aö leita aðstoðar sýslumanns. Þetta sýnir eins vel og hægt er, aö þeir Loftur og Magnús Bjarnason hafa starfaö áfram aö mormónatrúboöinu, haldiö samkomur, veitt fólki sakramenti og skirt, þrátt fyrir bann yfirvaldanna. Séra Brynjólfur Jónsson segir lika i bjóöólfs- grein áriö 1857: „Mest allt heimili Lofts varö mormónskt smátt og smátt, sömu- leiöis Magnúsar Bjarnasonar.” Samt sem áöur var sumt af þessu fólki ekki alveg stööugt i rásinni, til dæmis er sagt um Þurlöi Magnúsdóttur I sálna- registrinu áriö 1853, „á báöum áttum.” En yfirleitt var þaö svo, aö þaö fólk, sem fór aö hugsa alvarlega um hugmyndir mormóna I trúmálum, gekk á þeirra band, annaöhvort fyrr eða siöar. Þaö eru einfaldar staöreyndir. Sýslumaöurinn I Vestmannaeyjum, von Kohl svarar presti 1. janúar 1856. Hann segist hafa talað viö viökomandi, einkum Loft Jónsson og hafi hann krafist svars af honum og fengiö þaö 30. dezember 1855. En þvi miöur er þaö bréf ekki finnanlegt, sennilega ekki til lengur. En efni. þess kemur fram i bréfi sýslumanns eöa þau atriöi er máli skipta. Þar segir svo: „Af þessu bréfi sést, aö allt þetta fólk kallar sig ekki mormóna, heldur meölimi hinnar evangelisk-lúthersku kirkju, og enda þótt sú skýrsla muni varla standast stranga rannsókn, þá leyfi ég mér samt aö stinga upp á þvi, meö hliösjón á þvi, aö viöbúiö er, að þaö flytji alfariö úr sýslunni, áöur en langt um líður, aö þessi sýrsla þess veröi látin nægja og þvi vægt viö frekari aögjöröum, þar eö reynslan hefur sýnt, aö slikir trúvinlumenn, veröa aöeins viö þaö, æ þvi gallharöari.” Þetta svar sýnir greinilega tvennt: 1 fyrra lagi, aö sýslumaöur von Kohl beitir hér likri aöferö og áöur. Hann yfirheyrir mormonana óformlega, og fær þá til samkomulags, án þess, aö þeir láti af hendi neinár hreinar yfirlýsingar, heldur skilgreini skoöanir sinar og ætlanir eftir sinni aöferö. Þessi aöferö sýslumanns foröaði frá deilum og leiöindum, sem ella heföu ábyggilega óröiö, og ekki er hægt aö segja, hvaö þær heföu leitt af sér. 1 öðru lagi sýnir þaö, aö Loftur Jónsson er mjög snjall málafærslumaöur, og kann vel aö beita alþekktri aöferö mormóna, aö fara undan I flæmingi, fara aö málum meö gát og friösemi. Hann segist vera og félagar hans, fylgjandi eöa tilheyrandi hinni almennu lúthersku kirkju, þaö er mótmælendum, sem auðvitáð er rétt, þótt hin háu kirkjuyfirvöld á Islandi, heföú aldrei viöurkennt þaö, né neitt I þá áttina. Aö skilgreiningu sanngjarnar trúarsögu, voru mormónar hreinir mótmælendur, eins og Loftur Jónsson heldur fram. En skilgreining hans er bæöi glögg og hrein, rökræn og án undanfærslu. Þegar á þetta er litiö, er eölilegt, aö sýslumaöur vill láta máliö falla niöur, og jafnframt veit hann sennilega, aö tilgangslaust var aö fara 1 mál viö Loft og Magnús Bjarnason, þaö heföi tapast, og sennilega siglt I kjölfar þess allskonar fylgifiskar. Þetta kcrnur fram á likan hátt siöar fyrir noröan land, þegar Petur Havsten amtmaöur vildi fara I mál viö Einar Asmundsson I Nesi, út af þvi aö hann var haldinn kaþólskur. En hitt er _yist, aö ekki varö meira úr þessu máli. t>aö féll niöur fyrir fullt og allt. Svo liöur fram á áriö 1856, en þá spyrst sýslumaöur von Kohl aö þvi hjá amtinu, hvort ekki fáist greiddur prfahluti, fööur- arfur systkinanna, Jóns og Guörúnar I Þórlaugargeröi, þar sem þau ætli úr landi til Vesturheims, úr Jaröarbókarsjóöi, er var i þenrian tima eini spatisjóður tslend- inga. Sýslumaöur Itrekar þetta 28. júni 1856 og aftur 5. janúar 1857. Meira veit ég ekki um þennan arfahlut, en öruggt er, aö hann hafi veriö greiddur i tæka tiö. En hins vegar sýnír þetta, aö snemma hefur veriö ráöiþ, aö morm<)narnir I Vestmannaeyjum hafa ákveöiö aö fara til Vesturheims, til fyrirheitna landsins. 3. Séra Brynjólfur Jónsson prestur I Vestmannaeyjum, var alls ekki af baki dottinn með afskipti sin af mormónunum og aö kæra þá fyrir sýslumanni. 9. april 1856 kærir hánn þajS" aö Magnús Bjarnason vill ekki láta skira barn sitt, en segist sjálfur hafa gefiö þvi nafn. Prestur segir svo orörétt: ,,að þó hann ekki vilji sannfærast um hiö ranga I aöferöinni, muni hann þó meö laganna krafti ieiöast til hlýöni”. En Magnús Bjarnason beitir hér sömu aö£erö og áöur, og algeng var hjá mormónum, bæöi hér á landi og viöar Ilöndum mótmælenda. Hann lætur undan og lét skira barn sitt á venjulegan hátt, þó hann og trúarbræöur hans hafa auövitaö talið þá skirn hégómann einan. En sókn mormónanna i Vestmanna- eyjum heldur áfram. Ariö 1856 bætast viö I söfntíö þeirra þrir. 1. Guörún Jónsdóttir stjúpmóöir Lofts Jónssonar i Þórlaugargeröi. 2.. Anna Guðlaugsdóttir vinnukona i Þó'rlaugargeröi, hjá Lofti Jónssyni, unnusta Jóns Jónssonar, fóstursonar hans. 3. Karitas Jónsdóttir vinnukona ný komin til Vestmannaeyja, austan úr Meöallandi. 4. Þau tiöindi voru oröin, aö skipaður haföi veriö nýr prófastur i Rangárvalla- prófastsdæmi, séra Asmundur Jónsson sóknarprestur I Odda á'Kangárvöllum. Séra Jón Halldórsson dó 5, desember 1858, en haföi áöur látiö af prófastsstörfum. Séra Asmundur Jonsson var fæddur 22. 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.