Heimilistíminn - 30.11.1978, Síða 16

Heimilistíminn - 30.11.1978, Síða 16
Það tekur dálitinn tima að búa til jólasveina úr garni, en það er þó sannarlega þess virði að gera það. Það sem þú þarft á að halda er garn, vattkúla, pappi og svolitið filt. Það er alltaf erfiðast að gera fyrsta jólasveininn, eða. fyrsta hlutinn, hvað svo sem búa á til, en þegar fleiri eru búnir til verður verkið léttara og léttara. Hvernig væri að búa til heldur fleiri jóla- karla en þú sjálf þarft að nota, þeir eru kærkomnir i jólapakka flestra. SKREYTIÐ LJÓSIN UM JÓLIN Mjög auðvelt er að gera jólalegt hjá sér, með þvi að hressa svolitið upp á ljósaskermana á heimil- inu eða lampana. Það má gera á þann einfalda hátt, að klippa engla og stjöm- ur úr t.d. gylltum pappir, eða þá úr filti, og festa á skermana. Ef þið ætlið að festa þetta skraut á gler- skerma er allt i lági að bera ofurlitið lim á svo það tolli. Limið má svo þvo af eftir jólin. Ef hins vegar á að festa skreyt- ingarnar á eitthvað, sem ekki þolir lim, má kannski gera það með þvi að taka eitt spor með silkitvinna og finni nál, eða bara með þvi að stinga tituprjóni i gegn um skreytinguna og skerminn. Þegar jólin eru liðin, hverfa englarnir og stjörnurnar. 3. Vefjið garninu utan um hringina mjög þétt, og oftar ein eina umferð. Hringimir eiga að vera þykkir og þétt vafnir, annars verða karl- arnir heldur litilfjörlegir. Ef þú hefði gaman af að hafa karlana mislita er hægt að gera það með þvi, að vefja fleiri en einum lit utan um spjöldin. 2. Leggið þá saman. 16

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.